Hugur - 01.06.2004, Síða 82
8o
Slavoj Zizek
myndi ekki hafa stjórn á ástríðum sínum ef gálgi væri reistur fyrir
framan húsið þar sem færið býðst, þar sem hann væri hengdur, strax
eftir að hann hefur fengið þrá sinni fullnægt. Við þurfum ekki að
geta okkur lengi til um hvert svar hans yrði.7
Hér eru mótrök Lacans að við þurfum sannarlega að velta fyrir okkur hvert
svar hans yrði: hvað ef við hittum fyrir sjálfsveru (eins og títt er í sálgrein-
ingu) sem getur þá aðeins notið ástríðufullrar nætur fyllilega, að einhvers
konar „gálgi“ ógni honum - það er, ef hann brýtur eitthvað bann með því að
gera það? Mynd Mario Monicellis, Casanova ‘70 (1965), með Virnu Lisi og
Marcello Mastroianni, snýst um þetta atriði: hetjan getur aðeins viðhaldið
kyngetu sinni ef það að „gera það“ felur í sér einhvers konar hættu. Við enda
myndarinnar, þar sem hann er að því kominn að giftast sinni heittelskuðu,
vill hann að minnsta kosti brjóta bannið við kynhfi fyrir hjónaband með því
að sænga með henni kvöldið fyrir brúðkaupið. Hins vegar spilhr brúðurin
óafvitandi þessari lágmarksnautn með því að gera samkomulag við prestinn
um sérstakt leyfi, þeim tveim til handa, til að sofa saman nóttina fyrir, þannig
að broddurinn er tekinn úr afbrotinu. Hvað getur hann þá gert? I síðasta
skoti myndarinnar sjáum við hann skríða eftir þröngri syllu utan á hárri
byggingunni, með það erfiða, sjálfskipaða verkefni fyrir höndum að fara hina
hættulegustu leið inn í svefnherbergi stúlkunnar, í örvæntingarfullri tilraun
til að tengja kynferðislega sælu við lífshættu. Kjarninn í máli Lacans er að ef
uppfylling kynferðisástríðu felur jafnvel í sér frestun á hinum sjálfsögðustu
eiginhagsmunum, ef þessi uppfylling er greinilega staðsett „handan nautna-
lögmálsins“, þá er, þrátt fyrir allt sem bendir til hins andstæða, við siðferði-
lega athöfn að etja, þá er þessi „ástríða“ stricto sensu siðferðileg ....8
Það sem Lacan vill ennfremur vekja athygli á er að þessi leynda sadíska
vídd „siðferðilegrar (kynferðislegrar) ástríðu“ er ekki lesin í Kant með sér-
viskulegri túlkun, heldur er hún innbyggð í hina kantísku kennismíð.9 Ef við
leggjum til hhðar allan sarp „tilfallandi sönnunargagna" fyrir þessu (er ekki
illræmd skilgreining Kants á hjónabandi - „samkomulag tveggja fullorðinna
aðila af andstæðu kyni um gagnkvæma notkun hvort á annars kynfærum“ —
allskostar sadísk, þar eð hún smættar Hinn, rekkjunaut sjálfsverunnar, í íhlut
(partial object), í það líffæri sem veitir ánægju, og hunsar hann eða hana sem
7 Immanuel Kant, Critique ofPractical Reason (New York, Macmillan, 1993) bls. 30.
8 „... ef, eins og Kant heldur fram, ekkert nema siðferðislögmálið getur knúið okkur til að lcggja öll
sjúkleg hugðarefni okkar til hliðar og fallast á dauða okkar, þá er tilfelli þess sem ver nótt með konu
þótt að hann viti að hann muni gjalda þar fyrir með lífi sínu, tilfelli siða/ögmálsins“ (Alenka Zupancic,
„The Subject of the Law“, í Cogito and the Unconscious, ritstj. Slavoj Zizek (Durham, NC, Duke Un-
iversip- Press, 1998), bls. 89.
8 Hin bersýnilegasta sönnun fyrir innri gerð þessara vensla milli Kants og Sade er vitaskuld hin (afneit-
aða) kantíska hugmynd um „djöfullega Illsku“, það er um Illskuverk sem eru ekki runnin undan nein-
um „sjúklegum" rifjum, heldur stafa af prinsippi, framin „einvörðungu sjálfs sín vegna“. Kant gerir sér
í hugarlund að hefja megi þessa hugmynd um Illsku upp sem meginreglu (og gera hana þannig að
siðalögmáli) - en aðeins til að vísa henni jafnharðan á bug á þeirri forsendu að mannverur séu ófær-
ar um slíka spillingu; ættum við hins vegar ekki að mæta þessari frávísun Kants með því að benda á
að gjörvallt verk de Sades byggir einmitt á slíkri upphafningu Illskunnar í skilyrðislaust („kateg-
orískt") skylduboð? Til nánari útlistunar á þessu, sjá kafla 2 í Zizek, Indivisible Remainder.
)