Hugur - 01.06.2004, Síða 87
Kant með (eða á móti) Sade
85
ar með fulltingi táknrænu hugsjónarinnar (symbolic ideat). Á dálítið öðru
sviði mætum við sömu klemmu í tilfelli manneskju sem liggur fyrir dauða
sínum í lýjandi, sársaukafullri örvilnan, ælir og hrapar á stig svæsins barns-
legs óráðshjals: þegar ættingjar sættast á líknarmorð til að binda endi á þessa
sársaukafullu sýn, er það ekki einungis til að stytta tilgangslausar kvalir þess
hins deyjandi, heldur og til að viðhalda virðingu hans: það er, til að tryggja
að hans verði minnst af ættingjum sínum og vinum sem virðulegs öldungs,
en ekki sem illa þefjandi röflandi bjálfa ... Hér mætum við greinarmuninum
á Sjálfs-Hugsjóninni og Hinum sem (qua) því raunverulega: höfiim við í al-
vöru rétt á að fórna hinum raunverulega Hinum í þágu Sjálfs-hugsjónar
hans, í þágu þeirrar ímyndar af honum sem erfist til komandi kynslóða?
Hvernig getum við orðið þess fullviss að hinn deyjandi maður hafi ekki haft
ómælt yndi af „óvirðulegu", dóp-sprottnu dauðaóráði sínu?
I japönskum sið þykir það afar ruddalegt og felur í sér vanvirðingu að mæta
heinlínis augnaráði hins: að fælast augnaráð hins, horfast ekki í augu við
hann, er ekki til marks um flótta heldur virðingu.17 (I stað þess að draga dulu
yfir það sem við horfum á, eins og í Islam, er dulan hér, að segja má, „inn-
ferð“, flutt yfir í augað sjálft...) Ef til vill gefur þetta atriði vísbendingu um
hvað virðing er: eins og við höfum þegar séð þýðir virðing fyrir Hinum að
við nálgumst hann eða hana ekki um of. Hvernig er þessu þá háttað hjá
Kant? Hann álítur að það í persónunni sem á virðingu skilið sé hin upphafna
ridd hennar: það er, frelsi hennar í sjálfri sér (noumenal), staðreyndin að hún
er siðferðilega vera. í hverju felst þá virðing hér? Við fyrstu atrennu er manns
freistað að segja að, að svo miklu leyti sem hið kantíska Háleita stendur fyrir
ntisheppnaða tilraun ímyndunaraflsins til að „kerfisbinda" vídd Frelsisins í
sjálfri sér, þá er það sem gerir mann virðingarverðan einmitt geldingargapið
sem skilur hann sem „raunverulega persónu" eilíflega frá frelsi hans sem
táknræns þáttar (raunveruleg persóna getur aldrei fyllilega uppfyllt Skyldu í
sjálfri sér). En er þetta hinn eini mögulegi lestur? Er það ekki þar að auki svo
að nálgumst við hina manneskjuna um of uppgötvum við ekki að athafnirnar
Sem virtust siðferðilegar voru í raun inntar af hendi af sjúklegum ástæðum,
heldur að það er forskilvitlegt Frelsi hennar sjálft sem er hinn réttnefndi
Hryllinguj-p Það sem virðing hylur er ekki gapið milli Frelsis og sjúklegs
Veruleika persónu, heldur hin óhugnanlega, hryllilega öndverða hlið hins
forskilvitlega Frelsis sjálfs.
V
h’ótt hin sadíska svívirða beri geldinguna á torg, ólíkt Kant - ekki geldingu
höðulsins heldur Hins, og geri þannig Hinn sýnilegan með sitt algjöra,
skammlausa getuleysi - þá mætast þeir báðir í grundvallarkulda sjálfsver-
17
I þessu felst andróðursgildi mynda Ozus, sem Vesturlandabúar gefa sjaldan gaum: myndirnar hans
sýna pör sem í amerískum staðalskotum endurgjalda hvort öðru veitt augnaráð, horfa hvort í augu
annars. Tilfmningaleg áhrif þessa eru langtum sterkari í Japan en í Evrópu eða Bandaríkjunum.