Hugur


Hugur - 01.06.2004, Page 233

Hugur - 01.06.2004, Page 233
Frelsi sem dygð ogfrjálsmannleg samfélagsskipan 231 Með hliðsjón af þessari greiningu getum við sagt að skrif Lockes og Spin- oza um stjórnmál snúist einkum um neikvætt frelsi að lögum (reit aa) sér í lagi trúfrelsi og tjáningarfrelsi. í Siðfrœðinni eftir Spinoza er megináherslan á að vera óbundinn af hugfjötrum (bba) og í Ritgerðinni fjallar Locke um neikvætt frelsi í reynd (ba) í fyrri hluta XXI. kafla II. bókar en megináhersl- an er á gildi þess að losa hugann úr fjötrum (bba) sem fjallað er um í seinni hluta kaflans. (I töflunni hér að ofan eru þessi sameiginlegu áhersluatriði feitletruð.) Spinoza aðhylltist stranga nauðhyggju og neitaði því að frelsið sem Leib- niz kallar andstæðu nauðsynjar (reitur bbb) sé til og Locke virðist einnig vé- fengja að nauðsyn (eða nauðhyggja) útiloki frelsi af neinu tagi.41 Það sem Benjamin Constant kallaði „frelsi fornmanna" er hér í reit aba. Fyrir daga Spinoza og Lockes snerist umræða stjórnspekinga um frelsi eink- um um þetta fornmannafrelsi eins og nefnt var hér í 2. kafla. A seinni öld- um hefur umfjöllun um frelsi hins vegar snúist meira um frelsisréttindi og frelsi að lögum (aa) annars vegar og hins vegar innra frelsi, frelsi viljans eða sjálfsstjórn (bb). Mér þykir trúlegt að áhrif frá ritum Spinoza og Lockes séu mikilvægasta orsök þessara umskipta. Þótt Spinoza og Locke byggi á ólíkum forsendum og hafi ólík viðhorf til heimspekinnar komast þeir að svipuðum niðurstöðum um frelsi af því tagi sem nefnt er í reit bba og stundum er (ranglega að mati Lockes) kallað frelsi viljans og stundum sjálfsstjórn. Báðir líta á það sem hið æðsta hnoss og lyk- il að lífshamingjunni. Báðir telja líka að menn þurfi að hafa töluvert fyrir því að hreppa þetta hnoss og þeim takist það misvel. Einnig eru þeir sammála um að hegðun manna sé ætíð knúin áfram af geðshræringum og útlokað sé að vit eða þekking stjórni henni milliliðalaust, en menn geti náð skynsam- legum tökum á lífi sínu og losað hugann úr fjötrum með því að láta umhugs- un, rök og pælingar móta geðshræringarnar þannig að þær knýi þá til breytni sem er í samræmi við það sem þeir vita sannast og réttast. Hér hefur einkum verið fjallað um það sem kenningar Spinoza og Lockes um frelsi eiga sameiginlegt. En sumt er ólíkt. Rökin sem þeir færa fyrir frjálsmannlegri samfélagsháttum í ritum sínum um stjórnmál og trúmál eru t.d. afar ólík. Við fyrstu sýn virðist kenning Lockes um að menn geti öðlast frelsi með því að venja sig á að slá girndum sínum á frest og hugleiða hvað af þeim leiðir mun hversdagslegri heldur en kenning Spinoza um að vits- munaleg ást á guði færi mönnum frelsi og hamingju en hér er ef til vill meiri munur á stíl og orðfæri en eiginlegu innihaldi — báðir töldu að menn losi hugann úr fjötrum með því að leita sannleikans og temja sér vitsmunalega umhyggju fyrir því sem gott er. Sá munur á kenningum þeirra jafnaldra sem mér þykir einna merkilegast- ur er að Spinoza áleit að menn sem stjórnast af skynsemi (þ.e. eru algerlega frjálsir og hafa fiilla sjálfsstjórn) hljóti ætíð að vera sammála og hafa rétt fyr- ir sér. Þetta kemur fram í sönnuninni á 35. setningu IV. hluta Siðfræðinnar 41 Sjá Locke 1959,1. bindi, bls. 347. (II:xxi:50-51)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.