Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 4
Myndir á forsíðu: 1. Ljósm. Sissa, 1993; 2. Þjóðminjasafn íslands [Þjms.]
Ljósm. Magnús Gíslason. MG 27.10.72; 3. Magga með dúkku. Þjms.
Ljósm. Lárus Gíslason; 4. Þjms. Ljósm. óþekktur. No. 23.12.76;
5. Gömul kona á ferðalagi. Þjms. Ljósm. Morgunblaðið; 6. Þjms. Ljósm.
Sigfús Eymundsson. No. SEY1185; 7. Þjms. Ljósm. Arni
Thorsteinsson; 8. Þjms. Ljósm. Magnús Gíslason. MG 27.10.72;
9. Þjms. Ljósm. óþekktur. No. 23.12.76.
Bréf til lesenda
Sagnir 14, litla krílið sew við liófuni fóstrað og
lilúð að í tœpt ár á sér nú sjálfstœða tilvist sein
fullþroska einstaklingur. Héðan af getum við rit-
stýrurnar aðeins staðið álengdar og vonað að blað-
ið, hugarfóstur okkar, nái að fanga athygli les-
enda og miðla þeim skilaboðum sem við vildum
koma áframfœri til samtímans.
Eins og lesendur sjá var víða leitað fanga bœði
við val á grcinum og myndefni. Þó eru tveir
meginstraumar sem krauma undir öllu saman.
Annars vegar er það álierslan á konur. Konur eru
og hafa alltaf verið þátttakendur í daglegu lífi.
Saga þeirra verður sífellt fyrirferðarmeiri innan
hejðbundinnar sagnfræði og senn mun nútima-
konan geta horft kinnroðalaust fram fyrir sig og
sagt: “Eg á mérformœður, fortíð og sögu sem er
ekki síður merkileg en sú karlasaga sem haldið
liefur verið á lofti hingað til”.
Hinn megin straumurinn tengist óneitanlega
þcim fyrri. Þar er áherslan á sagnfrœði sem ger-
anda og tengsi hennar við núið. Sagnfræðin má
ekki líta á sjálfa sig sem eyland. Hún er hluti af
samtímanum og sem slik verður hún að hafa vilja
til að horfa gagnrýnum augum á umhverfi sitt og
þor til að kveða sér hljóðs ef eitthvað er ámælis-
vert. En þjóðfélagið sem við lifum í er margbrotið
og Jlókið. Því er mikilvægt að fylgjast vel með og
nýta óhikað þekkingu annarra. Af þvi tilefni
fengum við sjö spekinga sem leitað hafa fanga í
öðrum fræðigreinum til að miðla af reynslu sinni
og þar með víkka sjóndeildarhring okkar.
Blað af þessu tagi verður ekki til á einni nóttu
og jfjölmargir hafa lagt hönd á plóg; höfundar,
teiknarar og Ijósmyndarar lögðu til hugmyndir
sínar og vinnu. Starfsfólk hinna ýmsu safna,
dagblaða og fyrirtækja styrktu okkur og liðsinntu
á ýmsa lund. Viljum við sérstaklega nefna starfs-
fólk Ljósmyndasafns Reykjavíkurborgar og Þjóð-
minjasafns Islands sem veitti ómœlda aðstoð við
öflun ntynda. Onefndir eru þeir einstaklingar
sem gáfu okkur birtingarrétt á myndum sínum.
Öllunt kunnum við bestu þakkir fyrir framlag
sitt og vonum að þú, lesandi góður, njótir afrakst-
ursins.
Kær kveðja,
ritstýrur
2 SAGNIR