Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 91
Sigurðtir Jónsson fyrsti fangavörður
hegningarhússins
Allt í tugthúsið
Þrátt fyrir ákvarðanir þingheims voru
hvorki fangelsi eða hegningarhús reist
hér á landi áður en hegningarlögin öðluð-
ust gildi þann 1. ágúst 1870. Haldið var
áíram að refsa sakamönnum með hýðing-
um með sama hætti og áður. Þegar Guð-
laugur Sigurðsson fyrsti fangi hegningar-
hússins braut af sér í annað sinn árið 1873
var hann dæmdur „til 27 vandarhagga-
refsingar, [og] í 3 sinn ... til 2x27 vand-
arhaggarefsingar."26 Allt vegna þess að
ekkert fángelsi eða hegningarhús var
starfrækt hér á landi. Breytinga var hins
vegar að vænta og þann 4. mars 1871 var
gefin út tilskipun um byggingu hegn-
ingarhúss og fangelsa á Islandi. Þar sagði
m.a.:27
I kaupstaðnum Reykjavík skal byggja
hegningarhús; í því skulu útteknar
vinnuhegningar þær, sem menn eru
dæmdir i fyrir afbrot ... [og til] að
framkvæma fangelsishegningar skal
fyrst urn sinn byggja sjö fangelsi,
sumsé eitt í sameiningu við hegning-
arhúsið handa Reykjavík og nokkrum
hluta suðuramtsins, og sitt á hveijum
stað, á Vestmannaeyjum, Stykkis-
hólmi, Isafirði, Akureyri, Húsavík og
Eskifirði. ... Þar að auki skulu fangels-
in vera varðhaldsfangelsi fyrir þá
þinghá, þar sem hvert einstakt fang-
elsi er...
Hegningarhús og fangelsi voru á næsta
leyti og þar með styttist biðin í að hægt
væri að firamfylgja lagabókstafnum út í
ystu æsar. Arið 1872 var byggingu húss-
ins við Skólavörðustíg hafin og þá birtist
grein í Þjóðólft þar sem allri málsmeðferð
við byggingu hússins var mótmælt. Ekki
þótti höfhndi að staðið hefði verið nógu vel
að öllu saman. Slæmt þótti að danskur
trésmíðameistari Kleintz að nafhi hafði
verið fenginn til að sjá um verkið og ör-
uggt þótti að hann kæmi aldrei til lands-
ins til að fylgjast með framgangi verksins
og enn verra væri „að ekki hefði verið
leitað á neinn af vorum byggingarmeist-
umm hér í Reykjavík til að taka að sér
tugthúsbyggingu þessa ... t.d. trésmiðina
Einar Jónsson, og Jóhannes Jónsson. ...
Eigi mun heldur Sverri múrara og stein-
höggvara Runólfsyni hafa verið gjörður
kostur á að taka að sér þessi byggingar-
verk“.28 og fhndið var að staðsetningu
hússins „í ggótholtinu fyrir ofan alla
kaupstaðarbyggðina"29 þar sem erfitt væri
að komast þangað uppeftir. Verst þótti þó
að nú færi
allt «í tugthúsið»! landsyfirrétturinn
æðsti dómstóll landsins og stjómvöld
staðarins: lögreglustjóm og bæjar-
stjóm, allt þetta skal hneppa langt út
fyrir borgina og «í mgthúsið». Hver
hefúr séð eður heyrt getið, nokkurstaðar
um víða veröld, um ráð- og dómhús
langt utan alla borgarbyggðina, eitt
sér, auk heldur «í tugthúsinu» eður
ofan á þvi?”
Vistin við Skólavörðustíg
Smíði hegningarhúsins var lokið í byijun
árs 1873 en áður en það gæti tekið til
starfa varð að selja því starfsreglur og ráða
fangavörð. Um haustið birtist í Víkverja
auglýsing þar sagði að yfir „hegningar-
húsið í Reykjavik á að seþa ráðsmann, og
skal hann geyma varðhaldsmanna, sjá um
vinnu þeirra og standa fyrir matreiðslu
handa þeim.“31 Fimm menn sóttu urn
starfið og var Sigurður Jónsson úr
Reykjavík ráðinn og sendur til Dan-
merkur. Atti hann að kynna sér starfsemi
hegningarhúsa þar í landi og þann 3.
janúar 1874 berst skrifstofu landshöfð-
ingja bréf frá hegningarhúsinu í
Vébjörgum, þess efnis, að maður að nafni
Sigurður Jónsson væri þar í bænum að
kynna sér starfsemi hegningarhússins.32
Arslaun Sigurðar Jónssonar fangavarðar
vom „400 rd. á ári, og þar að auki ...
veittur matur handa þremur mönnum
daglega, og eldiviður ókeypis“33 og árið
1878 vom mánaðarlaun hans orðin 66
krónur og 66 aurar en árið 1880 höfðu
launin hækkað í 83 krónur og 33 aura og
voru komin upp í 100 krónur sjö ámm
síðar.34
Þann 28. febrúar 1874 var síðan gefin
út tilskipun þess efnis að frá og með 15.
ágúst skuh „öll hegningarvinna, sem
menn em dæmdir í ... úttekin í hegn-
ingarhúsinu í Reykjavík. ... [og] fang-
elsishegningar ... í fangelsi því, sem
búið er að koma upp“3S Hegningarhúsið
við Skólavörðustíg var þar með tilbúið til
SigurðurJónsson fangavörður ásamtJjölskyldu sinni á heimili sínu á 2. hæð Hegningarhússins
SAGNIR 89