Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 43

Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 43
svelti i Höttu. Hatta er um 512 metra hátt fjall sem rís norð-aust- ur af Vík í Mýrdal. Það er hvass- brýnt og svipmikið og er útsýni af Höttu geysimikið til allra átta. Höfðu verið gerðar ítrekaðar til- raunir til að ná þeim, m.a. fenginn færasti fjallamaður Mýr- dælinga. Var komið að máli við Einar og hann beðinn um að reyna. Hann taldi það vart duga, en í lagi væri að athuga hvort hann gæti gert eitthvað. Eftir nokkum tíma keinur hann síðan gangandi með lömbin. Gaf hann ekki upp hvemig hann fór að þvi að ná þeim.13 Sagt var um Einar að sumum hefði fundist hann frekar afskipta- lítill ef allt gekk vel. En er verr vannst voru fýrirskipanir hans röggsamar og ákveðnar. Var hann allra manna fljótastur að sjá hvað gera skyldi og að sama skapi fljót- ur að framkvæma það.14 Eins og margur sveitamaður- inn hafði Einar margvísleg afskipti af bæði mennta- og felagsmálum, en ekki verður fárið út í það hér nema að lidu leyti. Hann lánaði m.a. húsrými fyrir kennslu i hreppnum og varð hann einn af hvatamönnum þess að stofnað var lestrarfélag í sveitinni.15 Einar var bindindismaður, en svo hafði þó ekki verið alla tíð. A sínunr yngri ámm fór hann eitt sinn í versl- unarferð til Stokkseyrar. Eins og titt var i svona ferðum, fengu menn sér aðeins i staupinu. Þó var meira en aðeins í því hjá honum að þessu sinni. Að lokum varð hann nær ósjálfbjarga af drykkju. Eftir þetta snerti Einar ekki stútinn.1'’ Einar var deildarstjóri Mýr- dalsdeildar Stokkseyrarfélagsins. Þannig gat hann nokkuð fylgst með því hvað menn keyptu af vini og tóbaki. Honum sámaði mjög það háttalag bænda að kaupa slikt, þegar heimilin vom illa birg af nauðsynjavöm. Ekki taldi hann spíritusinn heillavænlegan fýrir bændur og upprennandi kynslóðir. Attu menn það jafnvel til að panta vín og tóbak hærra verði en sem svaraði tvöföldu jarð- Sig varfastur liður í lífi Mýrdœlinga... .. .þvífuglinn var stór þáttur í lífsbjörg þeirra. arafgjaldi. Þessir sömu menn gátu síðan ekki greitt gjöld sín. Hann stakk þvi upp á að stofnað yrði bindindisfelag. Félagið var stofriað og varð nokkuð öflugt.17 Kýrnar, kálgarðurinn og fýllinn Einar bjó í bænda- og veiði- mannasamfélagi, þar sem nienn rem til fiskjar og sigu eftir fugli í björgum, jafnhliða landbúnaðar- störfum. Fugla- og eggjatekja fór þó ekki að skipta vemlegu máli fýrir bændur í Mýrdal fýrr en fýllinn tók sér bólfestu í Reynis- fjalli um miðja nítjándu öld.1H Hann var snar þátmr í mataræði Hverfinga, jafnt sem Mýrdæl- inga allra, um og eftir síðustu aldamót. Er það haft eftir gamalli frú í Mýrdalnum, sem nú er lát- in, að það hafi verið þrennt sem hjálpaði þeim hjónunum að koma bömunum til manns, kýmar, kálgarðurinn og fýllinn og var hans hlutur mestur.1'' Fyrstu helgina sem fýlsunginn var á borðum nefndu menn ávallt fýlahelgi og sunnudaginn fýla- sunnudag. Það var átjándi sunnu- dagur í sumri. Þetta var mikil til- breyting fýrir matbjörg Mýrdæl- inga og mikilvægið sést ánafngift- unum. Veiði á vetrarfýl eða fullorðnum fýl hófst oftast á jóla- föstu og stóð fram í mars. Þó aldrei lengur en til 20. mars.20 Þessi veiðiskapur skipti miklu máh fýrir Hverfisbændur, þó einkum þá, sem efnaminni voru. Fóm þeir ekki aðeins í Reynis- dranga, því einnig var sigið í Reynisfjall og fuglinn veiddur þar í háf, og þá hinn svokallaði vetrarfýll. Einkum var það fýll, sem menn veiddu, en þó var eitthvað um það að lundinn væri háfáður líka. Veiðinni var skipt niður eftir jarðarstærð. Einnig var miðað við stæið jaiða dl að ákvarða fjölda þeirra manna, sem þurfti til veiðanna. Atti þetta einkum við þegar sigið var.21 Ekki var mikið um eggjatöku og var hlutur eggja í daglegri SAGNIR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.