Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 20

Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 20
Vinnukona ífaðmi jjölskyldunnar. Vissulega eru til ljótar sögur af þess- um samskiptum og þær þarf ekki að fela en mannskepnan er nú einu sinni þannig gerð að hún man ffekar eftir ljót- um og krassandi atburðum eins og fram eru dregnir í fyrrgreindum sjónvarps- þætti. Mér er það til efs að ekki hafi ein- hvern tíma einhver vinnukona og hús- bóndi fellt hugi saman, eða séð hag sinn í því að taka saman og úr því hafi orðið gott og farsælt samband.2* Laun erfiðisins Hver voru svo launakjör vinnu- kvenna? Fengu þær gull og græna skóga fyrir sitt mikla vinnuframlag eða máttu þær taka fegins hendi því sem að þeim var rétt? Við skulum líta nánar á það mál. Arið 1895 reiknaði bóndi einn út Kostnaðarverð vinnumanns: Fæði 75 aurar á dag - á ári Kr. 273,75 Kaup 60 krónur og fóður - 60,00 Föt, skór og þjónusta - 48,00 Húsnæði o.fl. - 8,25 Samtals Kr. 400,00 Kostnaðarverð vinnukonu: Fæði 60 aurar á dag - á ári Kr. 219,00 Kaup - 25,00 Föt og skæði - 28,00 Húsnæði o.fl. - 8,25 Samtals Kr. 280,00 kostnað við vinnuhjúahald: I'ama reiknar hann út að kosmaður við vinnukonur sé 30% lægri en við vinnu- menn og auk kaups fær vinnumaður skó, þjónustu og fóður. Við skulum hverfa aðeins aftur ril árs- ins 1887. Þar er Bríet Bjamhéðinsdóttir að flytja fyrirlestur eftir sig, fyrst íslenskra kvenna. Hún hvetur til úrbóta í launa- málum vinnukvenna, segir það ekki for- svaranlegt að stúlkur fai þriðjungi minni laun en vinnumenn þó þær inni oft af hendi sömu vinnu og þeir, ásamt því að þær þurfi að fóma frítíma sínum til að stjana í kringum piltana. Hún bendir á að vinnumenn geti greitt fyrir stjanið. Bríet höfðar til húsmæðra í fyrirlestri sín- um og bendir þeim á að þær geti gert margt til að rétta hag vinnukvenna sinna ril dæmis með því að vekja hjá vinnu- konum framfaralöngun og að húsntæður stuðli að því að kynsysmr sínar fai jöfri laun á við karlmenn.29 En Bríet er ekki ein um að taka upp vettlinginn fyrir vinnukonumar. Tveimur ámm áður hafði í Norðanfara birst grein eftir Guðmund Hjaltason og er honum umhugað um að bæta kjör vinnukvenna. Hann telur að til þess að bæta þau þá þurfi að hækka launin, minnka vinnuna, Ijölga frítímum og síð- ast en ekki síst að mennta stúlkurnar.10 Ari eftir að Bríet hélt sinn fyrirlestur þá birtist grein í Búnaðarritinu þar sem höfundurinn, Hermann Jónasson skrifar um að sökin á lágu kaupi liggj hjá vinnu- konunum sjálfhm, þær hafi ekki leitað réttar síns og kaup þeirra hækki ekki því „það er hið eðlilega og vanalega hið rétta, að kaupa eigi dýrara en býðst”. Höfund- ur bendir lesendum á það að um allt land sé ekla á kvenfólki og telur varhugavert ef hún ykist. Hann segir: Ef vinnukonur hefðu því meira kaup en þær hafa, en karlmenn að sama skapi minna, þá væm miklar líkur til, að niargt vinnuhjúapar, sem giftist, yrði nokkuð efnaðara á brúðkaupsdegi sínum en nú gjörist. Það er skoðun höfundar að konur hugsi betur um peninga en karlar, þær hugsi í aurum en þeir í krónum og því safnist þeim betur peningurinn ef þær hafi betri laun.31 Kaup var mismunandi eftir lands- hlutum. A síðari hluta 19. aldar fór í vöxt að kaup væri greitt i peningum. Aður hafði það verið greitt í vaðmáli, föt- um, innáskrift í verslunum, búpeningi og fóðri.32 En auk þess að vera með allt að þriðjungi lægri laun en vinnumenn, þá fengu vinnukonur rninni mat og færri klæði. Arið 1955 réðist Lóa í vist og var kaup hennar 1000 kr. yfir árið og auk þess hafði hún frítt fæði og húsnæði.33 Til gamans má setja það til samanburðar að í Kvennablaðinu 19. júní árið 1955 er aug- lýstur til sölu Raflia-kæliskápur og átti hann að kosta 3.300 kr. Misjafnt var hversu vel húsbændur gerðu við fólk sitt, yfirleitt var aðeins um munnlega ráðningarsamninga að ræða þannig að vinnufólk gat ekki eins vel staðið á rétti sínum. Asta málari lenti illa í þessu: Mér hafði verið sagt, að ég fengi kaupið greitt í peningum. Eg vonaðist eftir að fa sex krónur á viku. En í staðinn fékk ég hvítan vaðmálsstranga og gamalt silfurúr, sem að vísu gekk. 34 Aftur á móri eru þess dæmi að betur hafi verið gert en til stóð: Heimilið var frjálslegt og skemmti- legt, og húsbændur létu sér annt um hjúin og vildu þeim allt hið besta. Eg fékk fimmtíu krónur í kaup, en auk þess var mér gefið margt.35 18 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.