Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 14

Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 14
og var það ekki síst fyrir þá athygli sem skrif hans vöktu meðal sérffæðinga í fe- lagssögu þegar þeir loksins komu auga á þau. Því fer fyarri, að köldu stríði felagsfræði og sagnfræði sé lokið, enda hafa deilda- múrar staðið keikir af sér fall pólitískra múra, en þó verður æ fleiri fræðimönn- um ljóst að samræður á miUi fræðigrein- anna tveggja auðga þær báðar. Astæðan er ekki síst sú, að mannleg reynsla fylgir ekki hólfaskiptingu hins akademíska heims. Þannig eru viðfangsefhi felagsfræði og félagssögu í raun þau sömu, þ.e.a.s. hegðun einstaklinga og hópa, ferill og formgerð mannlegs samfélags, upplifun og samfélagssýn einstaklinga og þjóðfé- lagshópa, o.s.frv. Aherslur fræðigrein- anna eru vissulega nokkuð ólikar, þar sem sagnfræðingurinn beinir sjónum fyrst og fremst að þróun samfelagsins í tíma, á meðan félagsfræðingurinn hefur meiri áhuga á að skýra uppbyggingu og gangverk nútímasamfélags. Af þessum sökum hefur sagnfræðin löngum þótt upptekin af einstökum atburðum, túlkun þeirra og lýsingu, á meðan felagsfræðin hefur fyrst og fremst áhuga á almennum samanburði og felagslegum kenningum. Ymislegt í þróun fræðigreinanna tveggja virðist benda til þess að landamæri þeirra eigi eftir að verða ógreinilegri í framtíðinni en þau eru nú. Félagsfræð- ingum er löngu orðið ljóst að nútíminn verður aldrei slitinn frá fortíð sinni. Hugtök og kenningar spretta ekki full- sköpuð úr enni Seifs, heldur eiga þau sér sögu, þ.e.a.s. þau hafa breyst í tímans rás — um leið og skynjun hvers einstaklings er mótuð af reynslu undangenginna kyn- slóða. Þannig hafa félagsfræðingar birt rannsóknir á undanförnum árum, þar sem undanhaldi inn í samtímann hefur verið hafnað með þvi að setja þróun stofn- ana í vítt sögulegt samhengi.3 Hliðstæðr- ar þróunar hefur gætt innan sagnfræð- innar, þar sem félagslegar kenningar hafa orðið æ meira áberandi í sagnfræðilegum rannsóknum, og þá ekki síst innan fé- lagssögunnar.4 Þessi þróun hefur ekki leitt til sammna félags- og sagnfræði, heldur frekar til jákvæðari samskipta en oft áður þar sem hvor greinin um sig nýtir sér aðferðir og niðurstöður hinnar til fræðilegrar nýsköpunar. Vissra erfiðleika hefur gætt í þessu samstarfi, sem stafa bæði af ókunnugleika sagnfiæðinga á aðferðum og fiæðilegum markmiðum felagsfiæðinnar og oft á tíð- um takmarkaðs skilnings félagsfiæðinga á eðli og meðferð sögulegra heimilda. Að vissu leyti er hér um byijunarörðugleika að ræða, sem stafa m.a. af eðlislægri tor- tryggni fræðimanna þegar þeim finnst einhver seilast inn á einkasvið þeirra. Þetta gerist þrátt fyrir að löng hefb sé innan felagsfræðinnar á notkun sagnfræði við rannsóknir, enda var flótti felagsftæð- inga inn í samtíðina aldrei alger. í Bandaríkjunum mynduðu menn eins og Barrington Moore mótvægi við and- sögulegar hneigðir innan felagsfræðinnar, og undir handarjaðri þeirra dafhaði hefð sögulegrar félagsfræði.5 Hefð fyrir skipu- legri notkun félagskenninga er hins veg- ar takmörkuð innan sagnffæðinnar. Reyndar er langt síðan sagnffæðingar tóku að bijótast undan því sem franski hagfræðingurinn Franfois Simiand nefndi í hálfgerðu háði „l’histoire événementielle", eða atburðasögu, þar sem langtímaþróun er rannsökuð út frá skammtímasveiflum í stjórnmálum.6 Þessi uppreisn varð hvað greinilegust í Frakklandi, þar sem hún náði fljótlega fótfestu í frönskum menningarstofnun- um, eins og tímaritinu sem nú ber nafnið Annales: Economies, Sociétés, Civi- lisations, í Ecole des Hautes Etudes en Sciences Sociales og Maison des Sci- 12 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.