Sagnir - 01.06.1993, Qupperneq 14
og var það ekki síst fyrir þá athygli sem
skrif hans vöktu meðal sérffæðinga í fe-
lagssögu þegar þeir loksins komu auga á
þau.
Því fer fyarri, að köldu stríði felagsfræði
og sagnfræði sé lokið, enda hafa deilda-
múrar staðið keikir af sér fall pólitískra
múra, en þó verður æ fleiri fræðimönn-
um ljóst að samræður á miUi fræðigrein-
anna tveggja auðga þær báðar. Astæðan er
ekki síst sú, að mannleg reynsla fylgir
ekki hólfaskiptingu hins akademíska
heims. Þannig eru viðfangsefhi felagsfræði
og félagssögu í raun þau sömu, þ.e.a.s.
hegðun einstaklinga og hópa, ferill og
formgerð mannlegs samfélags, upplifun
og samfélagssýn einstaklinga og þjóðfé-
lagshópa, o.s.frv. Aherslur fræðigrein-
anna eru vissulega nokkuð ólikar, þar
sem sagnfræðingurinn beinir sjónum
fyrst og fremst að þróun samfelagsins í
tíma, á meðan félagsfræðingurinn hefur
meiri áhuga á að skýra uppbyggingu og
gangverk nútímasamfélags. Af þessum
sökum hefur sagnfræðin löngum þótt
upptekin af einstökum atburðum, túlkun
þeirra og lýsingu, á meðan felagsfræðin
hefur fyrst og fremst áhuga á almennum
samanburði og felagslegum kenningum.
Ymislegt í þróun fræðigreinanna
tveggja virðist benda til þess að landamæri
þeirra eigi eftir að verða ógreinilegri í
framtíðinni en þau eru nú. Félagsfræð-
ingum er löngu orðið ljóst að nútíminn
verður aldrei slitinn frá fortíð sinni.
Hugtök og kenningar spretta ekki full-
sköpuð úr enni Seifs, heldur eiga þau sér
sögu, þ.e.a.s. þau hafa breyst í tímans rás
— um leið og skynjun hvers einstaklings
er mótuð af reynslu undangenginna kyn-
slóða. Þannig hafa félagsfræðingar birt
rannsóknir á undanförnum árum, þar
sem undanhaldi inn í samtímann hefur
verið hafnað með þvi að setja þróun stofn-
ana í vítt sögulegt samhengi.3 Hliðstæðr-
ar þróunar hefur gætt innan sagnfræð-
innar, þar sem félagslegar kenningar hafa
orðið æ meira áberandi í sagnfræðilegum
rannsóknum, og þá ekki síst innan fé-
lagssögunnar.4 Þessi þróun hefur ekki
leitt til sammna félags- og sagnfræði,
heldur frekar til jákvæðari samskipta en
oft áður þar sem hvor greinin um sig
nýtir sér aðferðir og niðurstöður hinnar til
fræðilegrar nýsköpunar.
Vissra erfiðleika hefur gætt í þessu
samstarfi, sem stafa bæði af ókunnugleika
sagnfiæðinga á aðferðum og fiæðilegum
markmiðum felagsfiæðinnar og oft á tíð-
um takmarkaðs skilnings félagsfiæðinga á
eðli og meðferð sögulegra heimilda. Að
vissu leyti er hér um byijunarörðugleika
að ræða, sem stafa m.a. af eðlislægri tor-
tryggni fræðimanna þegar þeim finnst
einhver seilast inn á einkasvið þeirra.
Þetta gerist þrátt fyrir að löng hefb sé
innan felagsfræðinnar á notkun sagnfræði
við rannsóknir, enda var flótti felagsftæð-
inga inn í samtíðina aldrei alger. í
Bandaríkjunum mynduðu menn eins og
Barrington Moore mótvægi við and-
sögulegar hneigðir innan felagsfræðinnar,
og undir handarjaðri þeirra dafhaði hefð
sögulegrar félagsfræði.5 Hefð fyrir skipu-
legri notkun félagskenninga er hins veg-
ar takmörkuð innan sagnffæðinnar.
Reyndar er langt síðan sagnffæðingar
tóku að bijótast undan því sem franski
hagfræðingurinn Franfois Simiand
nefndi í hálfgerðu háði „l’histoire
événementielle", eða atburðasögu, þar
sem langtímaþróun er rannsökuð út frá
skammtímasveiflum í stjórnmálum.6
Þessi uppreisn varð hvað greinilegust í
Frakklandi, þar sem hún náði fljótlega
fótfestu í frönskum menningarstofnun-
um, eins og tímaritinu sem nú ber nafnið
Annales: Economies, Sociétés, Civi-
lisations, í Ecole des Hautes Etudes en
Sciences Sociales og Maison des Sci-
12 SAGNIR