Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 51

Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 51
Enda fóru útvegsjarðir við stxöndina yfir- leitt ekki í eyði. Þessi þróun verður skýrust við Breiðafjörðinn. Mikill auður safnaðist í hendur valdaætta á þessu svæði og þær höfðu forystu í þjóðlífi aldarinn- ar.5 A þessum tíma voru tvær ættir að- sópsmestar í Vestfirðingafjórðungi og var auður hvorartveggja að miklu leyti byggð- ur á sjávarfangi. Skarðveijar voru fom- fræg ætt sem hafði verið öflug á Sturlungaöld, enda tengd Sturlungum. Þeir auðguðust á útgerð við Breiðafjörðinn, einkum skreiðarútflutningi, á fimmtándu öld. I upphafi aldarinnar var Loftur Guttormsson ríki, hirðstjóri á Möðmvöll- um, mestur virðingarmaður af þeirri ætt. Hann var stórauðugur, átti 17 jarðir af þeim 30 sem nefndar em höfuðból i fornum skjölum.6 Hin ættin, Vatnsfirð- ingar, hafði ábata af sjósókn við Djúp. Björn Jórsalafari Einarsson er nafnkunn- astur af þeirri ætt en hann lést árið 1415. Hann var mikill ævintýramaður og við- förull, eins og viðurnefni hans sýnir en það hlaut hann vegna utanlandsferða sinna. Bjöm átti eina dóttur, Vatnsfjarð- ar-Kristínu. Hann lét eftir sig miklar eignir og Kristín ávaxtaði þær vel. Var hún ein auðugasta kona á landinu er hún lést árið 1458. Fyrri eiginmaður hennar, Jón, var bróðir Lofts ríka og lést í plágunni miklu en með seinni eigin- manni sínum, Þorleifi Amasyni, átti hún sjö böm, fjórar dætur og þijá syni. Svo mikill var vegur þessara miklu valdaætta, Skarðverja og Vatnsfirðinga, að böm Kristinar áttu erfitt með að finna maka við sitt hæfi. Eina fjölskyldan sem var Vatnsfirðingum samboðin vom Loftur riki og hyski hans. Þijár dætur Kristínar, Helga, Solveig og Guðný, giftust sonum Lofts ríka og synimir, Björn og Ami, kvæntust dætmm Lofts. Þriðji sonurinn, Einar, síðar hirðstjóri, kvongaðist ekki.7 Þessar mágsemdir eru einsdæmi i Islandssögunni og minna einna helst á giftingar milli konungaætta seinni alda, þar sem allir em meira eða minna ná- skyldir. Þessir stórhöfðingjar vom konungum líkir hvað varðaði dramb og metnað. Síðar leiddu þessar mágsemdir hins vegar til þeirrar miklu flækju ættar- tengsla sem einkenndi erfðamál Vatnsfirð- inga í lok fimmtándu aldar. Aðeins ein dætra þeirra Kristínar og Þorleifs giftist ekki niðja Lofts ríka. Það var Helga Þor- leifsdóttir. Hún var gefin Guðmundi Arasyni á Reykhólum og var brúðkaup þeirra haldið í Vatnsfirði 5. október 1423.8 Athafiiamaðurinn Guðmundur Arason var ekki á flæðiskeri staddur þegar hann kvæntist inn í ætt Vatnsfirðinga. Faðir hans, Ari Guðmunds- son, var sennilega auðugasti maður á Vestfjörðum í sinni tíð. Ekkert er vitað um ættir Ara annað en að bróðir hans, Hrafn, var lögmaður norðan lands og vestan í hartnær 30 ár (1403-1432) og því einn af valdamestu mönnum þjóðar- innar. Eiginkona Ara, Olöf Þórðardóttir, var af ætt Seldæla, einni af máttugustu ættum landsins ffá fomu fari. Hún erfði tvö mestu höfhðbólin á sunnanverðum Vestfjörðum eftir föður sinn og móður- bróður og tók Ari við umsjá þeirra. Fleiri stoðir gengu undir veldi Ara eftir lát Olafar. Seinni kona hans færði góðan skilding með sér í búið, auk þess sem Ari jók við eignir sínar með kaupum og sölum. Hann var sýslumaður yfir öllum Vestfjörðum um tíma, sennilega oftar en einu sinni. Það voru því engir aukvisar sem stóðu að Guðmundi Arasyni; hann hóf ekki feril sinn með tvær hendur tómar. Að vísu þurfti Guðmundur að deila föðurarfinum með systrum sínurri' en ekki varð hann öreigi við það. Þegar Guðmundur kvæntist Helgu var faðir hans látinn en Hrafn föðurbróðir hans var fulltrúi hans í brúðkaupinu. Hefiir Guðmundur án efá haft stuðning af hinum volduga frænda sínum fýrsta kastið. Aður haföi Guðmundur tekið við búsfotráðum á Reykhólum og hafði sýsluvöld í Húnavatnssýslu, ungur að ámm. Ekki er vitað til að Guðmundur hafi aftur orðið sýslumaður en Amór Siguijónsson hefiir sett fram þá tilgátu að hugsanlega hafi embættisskyldur hans sem sýslumaður í Húnaþingi valdið því að hann fór í hina illræmdu norðurreið árið 1427.10 Nýi annáll skýrir frá því að mörgum hafi þótt „þungt að verða fýrir henni af þeirra manna framferði er með bóndanum riðu.”" A sínum tíma varð lítið úr kæram gegn Guðmundi þar sem Loftur Guttormsson hirðstjóri virðist ekki hafa tekið þær til greina,12 en máhð á eftir að koma meira við sögu þessa. Ekki er hægt að úrskurða um réttmæti tilgátu Amórs, þar sem heimildir vantar, enda heffir það varla haft mikið að segja hver hafði sýsluvöld á þeim upplausnartímum sem nú fóra i hönd. Veldi Guðmundar byggðist ekki á þeim formlegu embættum sem hann gegndi um ævina heldur þeim auðæfum sem hann náði að sanka að sér. Arið 1446 era sex höfuðból og hvorki meira né minna en 178 jarðir alls taldar í eigu Guðmundar og af þeim vora einungis þijár í eyði, sem telja má harla gott svo skömmu eftir pláguna miklu. Þessar jarð- ir vora flestar við sjávarsíðuna sem gerir ríkidæmi Guðmundar enn meira. Honum hafði þá tekist að auka eignir sínar úr 15 hundruðum hundraða sem hann átti haustið 1423 í 50 hundrað hundraða sumarið 1446. A Reykhólum einum átti hann það mikla bú sem áður hefúr verið lýst.13 Fræðimenn töldu löng- um að þessi mikB auður hefði að mestu leytri verið fenginn með ránskap og yfir- gangi en síðar hefhr sú hugmynd komið fram að Guðmundur hafi grætt á viðskipt- um við Englendinga. Amór Siguijónsson hefur bent á að hann hafði engan markað fýrir afurðir af hinum stóra búum sínum, annan en þá ensku fiskimenn og versl- unarmenn sem vora í siglingum hér við land á fýrri hluta fimmtándu aldar. Við- skiptin við Englendinga vora Islending- um hagstæð á þessum tíma og Guðmund- ur hefhr sennilega verið fljótur að koma auga á þessa nýju möguleika á auð- söfnun. Því er ekki ósennileg sú kenn- ing Amórs að hann hafi verið í farar- broddi þeirra sem hófu viðskipti við Englendinga um 1420. Hann hefur ekki átt marga keppinauta á Vestfjörðum því að veldi Vamsfirðinga var einkum við innanvert Djúp. Þorleifur Arnason féll frá um þessar mundir (sennilega um 1428) en synir hans voru enn ungir að áram. Enginn varð því til að ógna stöðu Guðmundar næstu árin." Umhleypingatíð Næstu árin heyrum við Htið af Guðmundi Arasyni. Hann situr að búi sinu í friði og spekt og safhar auði. Miðað við hið mikla veldi Guðmundar kemur hann næsta Htið við sögu atburða á fjórða áramg fimmt- ándu aldar en mikil tíðindi gerðust á þessum áram. Tilraunir Eiríks af Pommem til að efla miðstjómarvald í Norðurlandaveldi sínu mættu mikilfi mótspymu, á fjórða áratugnum hófst uppreisn i Noregi og Svíþjóð og að SAGNIR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.