Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 98
efni. Þá ber að telja hér Pál Eggert Óla-
son, sem ritaði m.a. ævisögu Jóns Sig-
urðssonar forseta og mikið rit um menn
og menntir siðskiptaaldar. Af núlifandi
Islendingum ber að helst að nefna þá Lúð-
vík Ingvarsson fyrrverandi prófessor og
þá Sigurð Líndal og Pál Sigurðsson laga-
prófessora. Eg hygg að segja megi að rík
hefð sé fyrir þvi hér á landi að lögfræðing-
ar fjalli um söguleg efni. Athyglisvert er
að það er ekki takmarkað við réttarsögu,
þótt vissulega sé hún áberandi.
Önnur mikilvæg tengsl þessara
greina felast í því að lög, og önnur opin-
ber fyrirmæli stjórnvalda, og dómar eru
mjög mikilvægar sögulegar heimildir.
Ekki eingöngu fyrir réttarsöguna, sem
lætur sig e.t.v. fyrst og fremst varða
breytingu og þróun þessara fýrimiæla og
framkvæmd þeirra, heldur einnig fyrir
þjóðarsöguna í heild. Þekking á lögfræði-
legum vinnubrögðum og innsýn í
lögfræðilega hugsun eykur öryggi í með-
ferð þessara heimilda og eykur skilning á
takmörkunum þeirra sem sögulegra
heimilda.
Það er ekki fyrir tilviljun að margir
lögfræðingar hafá fengist við sagn-
fræðilegar rannsóknir og það með ágætum
árangri í mörgum tilfellum. Hér kemur
til þriðja atriðið sem ég vil nefna um
tengsl sagnfræði og lögfræði. Þau tengsl
liggja í því að í mörgum mikilvægum at-
riðum em vinnubrögð og aðferðir í
lögffæði náskyld aðferðum í sagnffæði.
Góður sagnffæðingur þarf að hafa marga
sömu eðliskosti og góður lögffæðingur,
ekki síst þeir lögffæðingar sem fast við
dómstörf.
I þessum stutta pistli ætla ég að fjalla
lítillega um tengslin milli aðferða í sagn-
ffæði og lögfræði. Séu tengsl þessara
greina skoðuð út ffá þessu sjónarhomi,
má með nokkmm rétti segja að í hvert
skipti sem mál er rekið fyrir dómstólum
sé það að hluta til einskonar raunhæft
verkefni í aðferðum sagnffæðinnar. Því
bemr á þessi samlíking við, sem atburðir
þeir, sem dregnir em inn í dómsmálið
eru fýrnari. A sama hátt rná lita á
sagnfræðilega rannsókn að hluta til sem
eins konar raunhæft verkefni i lögfræði.
Því betri verður þessi samliking sem
sagnfræðingurinn fjallar um atburði nær
samtímanum.
Þótt svo eigi að heita að ég hafi á sín-
um tíma numið sagnffæði við Háskólann
lít ég fýrst og fremst á sjálfan mig sem
lögfræðing og mun því fjalla um þetta
viðfangsefni frá sjónarhóli þeirrar greinar.
Eg byija því á því að skýra í stuttu máli
hvemig lögfræðingur nálgast viðfangsefni
sitt, og lýsa þeim kröfum sem hann
gerir til áreiðanleika þeirra heimilda sem
hann hefur í höndunum. Að lokum er
síðan stuttur samanburður við sagn-
ffæðilegar aðferðir. Um þetta mætti hafá
langt mál, en hér verður aðeins farið um
þetta efni mjög almennum orðum.
Þegar lögffæðingur stendur ffammi
fýrir því að leysa úr réttarágreiningi má
segja að það sé tvennt sem hann þarf að
gera: Fyrsta skrefið er að leiða nákvæmlega
í ljós atvik málsins. Þegar dómari hefur
komist að niðurstöðu um það hver hann
telur málsatvik vera, er næsta skref að
gera það upp við sig hvert sé efni þeirrar
réttarreglu sem leggja eigi til grundvallar
við úrlausn ágreinings.
Með atvikum málsins er átt við liðna
atburði sem urðu kveikjan að rnála-
rekstrinum; atburði sem ekki verða
endurteknir, frekar en atburðir sögunnar.
Það er skylda dómarans að leiða nákvæm-
lega í ljós allar staðreyndir málsins; fa sem
skýrasta mynd af hinni raunverulegu
atburðarás, frá upphafi til enda. Mikil-
vægt er að þessi mynd verði sem
nákvæmust, þar sem minnsta smáatriði
getur breytt heildamiðurstöðu, þar sem
ffelsi verður að óffelsi og ríkidæmi að ör-
birgð. Þótt dómari telji gögn ófullkomin
getur hann ekki skotið sér undan; hann
veiður að komast að niðuistöðu. I hinu síð-
ara felst leit að þeirri réttarreglu, sem tal-
in er gilda í viðkomandi tilfelh og niður-
staða veltur á, og leiða í ljós efiii hennar.
Réttarreglna er leitað í svokölluðum rétt-
arheimildum, þ.e. þeim heimildum sem
geta verið gmndvöllur að ályktun um að
tiltekin réttarregla gildi. Það er verkefni
lögffæðinnar að rannsaka hveijar réttar-
heimildirnar eru, hvernig þeim er beitt
og skýra þær. Algengasta réttarheimildin
eru sett lög, en aðrar eru m.a. venja,
fordæmi, lögjöfnun, eðli máls og megin-
reglur laga.
Skyldleiki lögffæði og sagnffæði verð-
ur augljós í því sem lögfræðingar kalla, að
leiða í ljós atvik m£sins. Frumskylda
sagnffæðings, sem er að rannsaka tiltekinn
atburð liðins tíma, er að sjálfsögðu að leiða
hina raunverulegu atburðarás sem
nákvæmast í ljós; að endurskapa (endur-
byggja) fortíðina, eins og sagnffæðingar
hafa kallað þessa iðju. Lýsa atburðinum
eins og hann raunverulega gerðist skref
fýrir skref. Hér læt ég liggja milli hluta
að þetta er oft erfitt vegna heimilda-
skorts, rétt eins og hjá dómaranum sem
telur gögn ónóg. Þá læt ég ennfremur
liggja milli hluta að margir sagnfræðingar
telja raunar hlutverk sitt stærra; m.a. að
tengja saman atburði, túlka og draga
lærdóm af. Þrátt fýrir slíka erfiðleika og
mismunandi skoðanir sagnffæðinga held
ég að allir geti þeir fallist á að endur-
sköpun fortíðarinnar, i þeim skilningi
sem að ffaman er getíð, sé þeirra
ffumskylda. Sem sagt, í því sem lögfræð-
ingar kalla að leiða í ljós atvik málsins,
felst það sem í reynd er höfúðviðfangsefni
sagnfiæðinnar; að endurskapa fortíðina.
Til þess að dómari geti gert sér
nákvæma grein fýrir atvikum máls þarf
hann að styðjast við sönnunargögn.
í rétti sumra ríkja, einkum þeim sem
við teljum að búi við ffumstæðara réttarfár
en við sjálf, eru margar og flóknar reglur
um það hvaða sönnunargögn megi bera
fram, hvenær og hvernig. Þá hafa slíkar
reglur verið til á ýmsum tímum í
íslenskum rétti, sem og rétti annarra
ríkja. Með reglum af þessu tagi er
sönnun lögbundin eða formbundin. Með
lögbundinni sönnun var átt við að atvik
yrði ekki sannað nema með sérstökum
lögmæltum sönnunargögnum, en með
fomibundinni, að sönnun yrði að bera
ffam með tilteknum hætti. Staðhæfing
um staðreynd varð þá aðeins talin sönnuð,
að gætt yrði þessara reglna, án tillits til
þess hvort sönnun stæðist próf mann-
legrar skynsemi. A sama hátt var gert ráð
fýrir að líta skyldi algerlega ffamhjá öðr-
um sönnunargögnum, þótt þau hefðu
mikið sannfæringargildi á mælikvarða
skynseminnar.
Sanrkvæmt núgildandi réttarfarslög-
gjöf er það aðalregla að málsatvik, þ.e.
staðhæfingu um staðreynd, megi sanna
með sérhverri aðferð sem og sérhveiju þvi
gagni sem rnálið varðar og sem líklegt er
til, eftir heilbrigðri skynsemi og almennri
mannlegri reynslu, að hafa áhrif á mat
dómarans. Krafan er því sú að á
mælikvarða heilbrigðrar skynsemi og
mannlegrar reynslu sé samband milli
sönnunargagns og þess atriðis sem
sönnun beinist að. Þetta er i hnotskum
reglan um fijálsa sönnunaraðferð, sem er
ein meginregla íslenskrar réttarfars-
löggjafar.
Þau sönnunargögn sem byggt er á í
96 SAGNIR