Sagnir - 01.06.1993, Page 100

Sagnir - 01.06.1993, Page 100
hagsmunum þess af málsúrslitum, þroska þess, áreiðanleika skynjunar þess á atvik- um, minni, ástandi og hegðun þess við skýrslugjöf, öryggi þess og skýrleika í svömm og samræmi í frásögn. Að öðm leyti er mat á einstökum öðmm sönnun- argögnum frjálst, þótt venjur í réttar- framkvæmd hafi mótast sem gefi sumum gögnum meira gildi en öðmm. I núgildandi lögum em, eins og fyrr segir, fa ákvæði sem beinlínis mæla fýrir um mat á sönnunargögnum. Hér er helst að geta 2. og 3. mgr. 70. gr. laga um meðferð einkamála urn sönnunargildi opinberra skjala. I þessu sambandi er þó rétt að geta þess að í 2. mgr. 129. gr. eldri laga um meðferð einkamála var orðuð sú regla að gæfú tvö eða fleiri óaðfinnanleg vitni samhljóða skýrslu i öllu veralegu um sömu staðreynd, er þau hefðu sam- timis skynjað, skyldi að jafnaði telja fram komna fulla sönnun fýrir þeirri stað- reynd, enda kæmi ekkert fram í máHnu er vemlega veikti skýrsluna. Þegar ákvæði laga um sönnunarmat em skoðuð kemur i ljós, þegar ffaman- greindum ákvæðum sleppir, að um mat á sönnunargögnum em ekki gerðar aðrar kröfur til dómara, en að hann meti þau á gmndvelli heilbrigðrar skynsemi og almennrar mannlegrar reynslu. Þessi mælikvarði hefúr leitt til þess að sum sönnunargögn hafa í raun meira gildi en önnur. Þannig er t.d. gerður greinar- munur á beinni og óbeinni sönnun. Bein sönnun merkir að sönnunargagn lýtur beinlínis að því atriði sem sanna þarf, en með óbeinni sönnun er átt við að sönnunargagn leiði Kkur að staðhæfingu. Dæmi um beina sönnun er vitni sem segist hafa staðið þjóf að verki og beinlínis séð hann taka verðmæti ófijálsri hendi, en dæmi um óbeina sönnun er frásögn vitnis um að hann hafi séð þýfi í fómm manns, sem leiðir eingöngu Kkur að því að hann hafi tekið það ófijálsri hendi, þar sem hann gæti hafa keypt það af öðmm. Þá má nefha að skynsamlegt er að gefa vitnisburði aukna þýðingu ef hann er studdur af tveimur óháðum vitnum, eins og lögin mæltu beinlínis fýrir um áður. Ennfremur má nefna að læknisvottorð og viðKka áKtsgerðir viðurkenndra óháðra sérfræðinga hafa nrikið gildi. Þannig mætti áfram telja. Snúum okkur þá að sagnfræðinni til samanburðar. Endursköpun sagnfræð- ingsins á fortíðinni byggir, rétt eins og sönnun um málsatvik i dómsmáli, á sönnunargögnum. Gögnunr sem sýna að atburðir hafi gerst með tilteknum hætti. Þessi sönnunargögn em í sagnfræðinni kaKaðar heimildir. Heimildir sagnfræðinnar em margvís- legar og mismunandi eftir því hversu langt er um Kðið síðan þeir atburðir gerðust sem fjaKað er um; frásagnir samtíðar- manna (ritaðar eða munnlegar), skjöl (einkaskjöl og opinber skjöl; bréf, skýrslur o.fl.), opinber gögn (lagatextar, dómar o.s.frv.) og fomminjar i víðustu merkingu þess orðs (fomir munir, rústir, gömul hús o.s.frv.). Þá má hér nefna vísindarannsóknir svo sem í jarðfræði, blóðflokkagreiningar o.fl. Þessi upptaln- ing er alls ekki tæmandi, ekki frekar en upptalningin á sönnunargögnum í dómsmáK hér að framan. Rétt eins og sönnunargagn í lögfræði, getur heimild í sagnfræði verið hvað eina, sem á mæKkvarða heilbrigðrar skynsemi og almennrar reynslu hefur tengsl við þann atburð sem um er að ræða og getur varpað ljósi á hann. Sönnunaraðferðin í sagnfræð- inni er m.ö.o. fijáls í þessum skilningi. Mat á gildi heimilda er gmndvallar- atriði í sagnfræði. Um er að ræða margþætt og flókið svið, sem ekki verða gerð góð skil nema í löngu máh. Fmmatriðið er að gera greinarmun á fmmheimildum og af- leiddum heimildum á hliðstæðan hátt og í lögfræði, þar sem munur er gerður á beinni og óbeinni sönnun. Stafar frá- sögn frá einhverjum sem lifði sjálfur þá atburði sem hann lýsir, eða styðst hann við frásögn annarra? Hver var afstaða hans til atburðanna; var hann í aðstöðu til vita það sem hann greinir frá, hafði hann sjálfur hagsmuni af því að móta frásögnina á tiltekinn hátt og í hvaða tilgangi var frásögnin sett saman? Þá skiptir nákvæmni í frásögn, skýrleiki og inn- byrðis samræmi máK. Ef um er að ræða frásögn þess sem Kfði þá atburði sem hann lýsir, þarf að hafa í huga hversu löngu síðar frásögnin er sett saman og meta hversu Kklegt er að viðkomandi muni þá atburði sem hann lýsir. Þá er það mjög þýðingarmikið ef tvær sjálfstæðar heimildir greina frá því sama, ýmist tvær frásagnir, sem sannanlega em óháðar hvor annarri, eða að frásögn fer saman við t.d. fomminjar. Rétt eins og í lögfræði verður að telja að sagnfræðingar geti í ríkara mæli reitt sig á þau skjöl sem sannanlega em opinber skjöl og að þau hafi ríkara heimildagildi en önnur. Að öKu samanlögðu hygg ég að orða megi þá almennu reglu í sagnfræði, að mat á gildi heimilda (sönnunargagna) sé fijálst og bundið af þeim takmörkum einum sem heilbrigð skynsemi og sammannleg reynsla setja í því efni. I því sem hér segir er samlíking miUi lögfræðilegra og sagnfræðilegra vinnu- bragða augljós. Lögfræðingar geta margt lært af meðferð sagnffæðinnar á heimildum, einkum þeim sem fýrnari eru. I ýmsum málum, sem rekin em fýrir dómstólum, reynir á fæmi og þjálf- un sem fýrst og fremst sagnfræðingar búa yfir, svo sem í málum vegna landa- merkja og eignaryfirráða yfir landar- eignum. SKk mál em ósjaldan rekin fýrir dómstólum og krefjast sum víðtækrar heimildaöflunar langt aftur í tímann og mats á gildi gamaUa heimilda. A sama hátt geta sagnfræðingar lært af lögfræð- inni, sem oftar en ekki fjaUar um nýKðna atburði á mæKkvarða sögunnar; þar sem kostur er fjölskrúðugra heirrúlda, fjölda vitna og margvíslegra annarra gagna sem em til þess faUin að varpa ljósi á hina raunvemlegu atburðarás. Dómari veit að jafnvel í slíkum málum getur verið erfitt og stundum ómögulegt að “endurskapa” hinn liðna atburð; hina raunvemlegu rás atburðanna, í öUum atriðum. Kynni sagnffæðings af þessum vinnubrögðum og skýr meðvitund um að jafnvel atburðir gærdagsins verða ekki auðveldlega “endurskapaðir” þrátt fýrir traustar heimUdir, ættu að vera honum stöðug áminning um það hversu erfiðleikamir hljóti að vera margfaldir þegar um löngu Kðna atburði er að ræða og heimUdir mun færri og sundurleitari. Skýr meðvitund um þetta minnir okkur á hversu mynd okkar af fortíðinni hlýmr í reynd að vera brothætt. 98 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.