Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 25
°g hafi síðan þá talað mjög bjagað mál.
Þetta kann þó að vera orðum aukið enda
bendir fatt til þess að þeir Jón og Þorleif-
ur hafi verið málkunnugir auk þess sem
at dómabók Þorleifs, sem er varðveitt,
naa sja að hann hefiir verið ágædega að sér
' málnotkun til skrifta.’
Þorleifur sneri aftur til íslands fyrir
1647 og er þá gerður að lögsagnara
Guðmundar Hákonatsonar móðurbróður
sins og sýslumanns í Húnavatnsþingi.
1652 varð Þorleifur sýslumaður í hálfri
Isafjarðarsýslu en nokkru fyrr hafði hann
einnig hlotið hálfa Strandasýslu.4 í kaup-
hæti fékk hann svo umboð helmings
konungsjarða í báðum sýslum.
Sama ár og Þorleifur var sýslumaður í
Isafjarðarsýslu gekk hann að eiga Ingi-
þjörgu Jónsdóttur. Hún var dóttir Jóns
sýslumanns eldra Magnússonar, Jónsson-
ar prúða. Hún var áður gift í tvígang en
mtssti báða eiginmenn sína, var vel stæð
°g því fjárhagslega fysilegur kvenkostur.
Þau eignuðust fjögur böm. Ráðahagur
borleifs og embætti juku mjög á auð
hans og á næstu ámm hóf hann jarða-
kaup og keypti meðal annars Prestbakka
°8 Bæ i Hrútafirði og bjó þar allt til þess
a_ð hann fekk Þingeyraklaustur árið 1663.5
'ðrið 1662 var Þorleifur kosinn lögmaður
n°rðan og vestan og hlaut konungsstað-
festingu árið 1664/' Stóð valið á milli Þor-
leifs, Sigurðar Jónssonar í Einarsnesi, sem
varð lögmaður sunnan og austan árið eftir
°g Visa-Gísla Magnússonar, sýslumanns
1 B-angárþingi. Þegar svo stóð á að margir
v°ru í kjöri var varpað hlutkesti og kom
UPP hlutur Þorleifs. Sagnir henna þó að
þingheimur hafi heldur viljað Vísa-Gísla
1 lögmannssætið en hann hafi aftekið það
með öllu.7
Þorleifur lét af sýslumannsembætti í
Strandasýslu árið 1669 og í ísafjarðarsýslu
árið effir.1' Árið 1679 var heilsa hans þrot-
m og þyí sagði hann af sér lögmennsku.1'
Þorleifur lenti árið 1678 í deilum við
s°n sinn Jón um Þingeyraklaustur og var
þá Jóni veitt klaustrið. Þorleifur sat þó
sem fastast á Þingeyrum til ársins 1683
er Jón sonur hans lést og Lámsi Gottrúp
var veitt klaustrið.10 Þorleifur fluttist þá
aftur að Bæ i Hrútafirði og lést þar árið
1698 eftir langa legu.
Þorleifur virðist hafa notið hylli
almennings á sinni tið ef marka má sam-
t'maheimildir og má ætla að þær vin-
ssldir hafi ekki hlotist af ytri fegurð. í
Ættartölubók sinni segir Jón Halldórs-
son að Þorleiffir hafi þótt fremur óhöfð-
inglegur og ekki haft sig í frammi á
þingum, enda ekki glæsilegur ásýndar,
bæði lítill og eineygður." En sér til fram-
dráttar virðist Þorleiffir hafa haft aðra
kosti, talinn hæglyndur og vel að sér,
með gott náttúruvit.12 Samtímamenn
hafa og vel kunnað að meta framgang
hans í galdramálum þar sem hann hefur
löngum verið talinn hafa notið sín best.
Refsiglaður embættismaður
I tímans rás hafa ýmsir aðilar skrifað
um galdramál hér á landi. Eins og gefur
að skilja hefur þáttur Þorleifs Kortssonar
fléttast inn í frásagnir þessar og svo virð-
ist sem margir höfundanna ætli honum
umtalsverðan hlut í galdraofsóknum 17.
aldar.
I grein Sigfúsar H. Andréssonar sem
var á margan hátt tímamótagrein og
þykir skrifuð á allhlutlægan hátt segir:
Eftir heimildum að dæma hefir hann
[Þorleifur] þó farið fremur varlega af
stað í meðferð fyrmefndra galdramála
en þegar fram í sótti, hafa bæði hann
og aðrir ... misst á sér alla stjóm ...
þegar galdraæðið stóð þar sem hæst.13
Ekkert ris eða stígandi er sjáanlegt í
galdramálum Þorleifs. Þau eru flest mjög
keimlík eins og Sigfús bendir reyndar
réttilega á í grein sinni.14
Sigríður Þorgrímsdóttir heffir kynnt
sér áhrif einstakra manna á íslensk
galdramál. I grein sinni segir Sigríður:
„Ein af þekktari frásögnum um umsvif
Þorleifs var þegar hann reyndi að koma
Margréti Þórðardóttur ... á bálköstinn.“15
Hannes Þorsteinsson stígur skrefið til
fulls, í skrifum sínum um Pál í Selárdal,
þar sem hann segir að margt hafi breyst í
galdramálum hér á landi „eftir að
brennuvargurinn Þorleifur Kortsson var
oltinn úr völdum.”"' Hannes heldur svo
áfram: “Það er mála sannast að enginn
einn maður á meiri sök á galdraofsókn-
um og galdrabrennum 17. aldarinnar
hjer á landi en Þorleifur lögmaður Korts-
son, þessi lítilmótlegi einsýni og líttlærði
valdsmaður...”17
Sigurður Nordal er á sama máli er
hann segir að á Vestfjörðum hafi verið
„einhver smitvaldur eða pestarbrunnur,
og er einginn líldegri til þess en Þorleif-
ur sýslumaður Kortsson...”18
Helgi Skúli Kjartansson lætur ekki
sitt eftir liggja í umfjöllun sinni um
galdramál hér á landi. „Raunar eru mál
þessi mjög sprottin af refsigleði eins
sýslumanns...”19
Hvergi hallar þó meira á Þorleif
Kortsson en i skrifum Siglaugs Bryn-
leifssonar. Frásögn Siglaugs er mjög at-
hyglisverð. Hann telur að Þorleiffir
Kortsson hafi á námsárum sínum í
Þýskalandi mótast ntjög af „þýsku mati,
svo að hann gekk allra íslenskra valds-
manna frekast fram í ofsóknum á hend-
ur galdramönnum.” I framhaldi af þessu
bendir Siglaugur á að Þorleiffir „auðgaðist
vel sem sýslumaður, tekjur sýslumanna
vom hluti sakeyris og ýtti það auðvitað
undir refsigleði sumra manna í ábata-
skyni.”2" Þetta kemur vel heim og sam-
an við mat Siglaugs á hrósi samtíma-
SAGNIR 23