Sagnir - 01.06.1993, Page 25

Sagnir - 01.06.1993, Page 25
°g hafi síðan þá talað mjög bjagað mál. Þetta kann þó að vera orðum aukið enda bendir fatt til þess að þeir Jón og Þorleif- ur hafi verið málkunnugir auk þess sem at dómabók Þorleifs, sem er varðveitt, naa sja að hann hefiir verið ágædega að sér ' málnotkun til skrifta.’ Þorleifur sneri aftur til íslands fyrir 1647 og er þá gerður að lögsagnara Guðmundar Hákonatsonar móðurbróður sins og sýslumanns í Húnavatnsþingi. 1652 varð Þorleifur sýslumaður í hálfri Isafjarðarsýslu en nokkru fyrr hafði hann einnig hlotið hálfa Strandasýslu.4 í kaup- hæti fékk hann svo umboð helmings konungsjarða í báðum sýslum. Sama ár og Þorleifur var sýslumaður í Isafjarðarsýslu gekk hann að eiga Ingi- þjörgu Jónsdóttur. Hún var dóttir Jóns sýslumanns eldra Magnússonar, Jónsson- ar prúða. Hún var áður gift í tvígang en mtssti báða eiginmenn sína, var vel stæð °g því fjárhagslega fysilegur kvenkostur. Þau eignuðust fjögur böm. Ráðahagur borleifs og embætti juku mjög á auð hans og á næstu ámm hóf hann jarða- kaup og keypti meðal annars Prestbakka °8 Bæ i Hrútafirði og bjó þar allt til þess a_ð hann fekk Þingeyraklaustur árið 1663.5 'ðrið 1662 var Þorleifur kosinn lögmaður n°rðan og vestan og hlaut konungsstað- festingu árið 1664/' Stóð valið á milli Þor- leifs, Sigurðar Jónssonar í Einarsnesi, sem varð lögmaður sunnan og austan árið eftir °g Visa-Gísla Magnússonar, sýslumanns 1 B-angárþingi. Þegar svo stóð á að margir v°ru í kjöri var varpað hlutkesti og kom UPP hlutur Þorleifs. Sagnir henna þó að þingheimur hafi heldur viljað Vísa-Gísla 1 lögmannssætið en hann hafi aftekið það með öllu.7 Þorleifur lét af sýslumannsembætti í Strandasýslu árið 1669 og í ísafjarðarsýslu árið effir.1' Árið 1679 var heilsa hans þrot- m og þyí sagði hann af sér lögmennsku.1' Þorleifur lenti árið 1678 í deilum við s°n sinn Jón um Þingeyraklaustur og var þá Jóni veitt klaustrið. Þorleifur sat þó sem fastast á Þingeyrum til ársins 1683 er Jón sonur hans lést og Lámsi Gottrúp var veitt klaustrið.10 Þorleifur fluttist þá aftur að Bæ i Hrútafirði og lést þar árið 1698 eftir langa legu. Þorleifur virðist hafa notið hylli almennings á sinni tið ef marka má sam- t'maheimildir og má ætla að þær vin- ssldir hafi ekki hlotist af ytri fegurð. í Ættartölubók sinni segir Jón Halldórs- son að Þorleiffir hafi þótt fremur óhöfð- inglegur og ekki haft sig í frammi á þingum, enda ekki glæsilegur ásýndar, bæði lítill og eineygður." En sér til fram- dráttar virðist Þorleiffir hafa haft aðra kosti, talinn hæglyndur og vel að sér, með gott náttúruvit.12 Samtímamenn hafa og vel kunnað að meta framgang hans í galdramálum þar sem hann hefur löngum verið talinn hafa notið sín best. Refsiglaður embættismaður I tímans rás hafa ýmsir aðilar skrifað um galdramál hér á landi. Eins og gefur að skilja hefur þáttur Þorleifs Kortssonar fléttast inn í frásagnir þessar og svo virð- ist sem margir höfundanna ætli honum umtalsverðan hlut í galdraofsóknum 17. aldar. I grein Sigfúsar H. Andréssonar sem var á margan hátt tímamótagrein og þykir skrifuð á allhlutlægan hátt segir: Eftir heimildum að dæma hefir hann [Þorleifur] þó farið fremur varlega af stað í meðferð fyrmefndra galdramála en þegar fram í sótti, hafa bæði hann og aðrir ... misst á sér alla stjóm ... þegar galdraæðið stóð þar sem hæst.13 Ekkert ris eða stígandi er sjáanlegt í galdramálum Þorleifs. Þau eru flest mjög keimlík eins og Sigfús bendir reyndar réttilega á í grein sinni.14 Sigríður Þorgrímsdóttir heffir kynnt sér áhrif einstakra manna á íslensk galdramál. I grein sinni segir Sigríður: „Ein af þekktari frásögnum um umsvif Þorleifs var þegar hann reyndi að koma Margréti Þórðardóttur ... á bálköstinn.“15 Hannes Þorsteinsson stígur skrefið til fulls, í skrifum sínum um Pál í Selárdal, þar sem hann segir að margt hafi breyst í galdramálum hér á landi „eftir að brennuvargurinn Þorleifur Kortsson var oltinn úr völdum.”"' Hannes heldur svo áfram: “Það er mála sannast að enginn einn maður á meiri sök á galdraofsókn- um og galdrabrennum 17. aldarinnar hjer á landi en Þorleifur lögmaður Korts- son, þessi lítilmótlegi einsýni og líttlærði valdsmaður...”17 Sigurður Nordal er á sama máli er hann segir að á Vestfjörðum hafi verið „einhver smitvaldur eða pestarbrunnur, og er einginn líldegri til þess en Þorleif- ur sýslumaður Kortsson...”18 Helgi Skúli Kjartansson lætur ekki sitt eftir liggja í umfjöllun sinni um galdramál hér á landi. „Raunar eru mál þessi mjög sprottin af refsigleði eins sýslumanns...”19 Hvergi hallar þó meira á Þorleif Kortsson en i skrifum Siglaugs Bryn- leifssonar. Frásögn Siglaugs er mjög at- hyglisverð. Hann telur að Þorleiffir Kortsson hafi á námsárum sínum í Þýskalandi mótast ntjög af „þýsku mati, svo að hann gekk allra íslenskra valds- manna frekast fram í ofsóknum á hend- ur galdramönnum.” I framhaldi af þessu bendir Siglaugur á að Þorleiffir „auðgaðist vel sem sýslumaður, tekjur sýslumanna vom hluti sakeyris og ýtti það auðvitað undir refsigleði sumra manna í ábata- skyni.”2" Þetta kemur vel heim og sam- an við mat Siglaugs á hrósi samtíma- SAGNIR 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.