Sagnir - 01.06.1993, Page 30

Sagnir - 01.06.1993, Page 30
Þuríðar Jónsdóttur. Uni haustið 1656 sendi séra Jón mann á fund Þorleifs Kortssonar norður í Hrútafjörð og beidd- ist þess að hann rannsakaði málið. Hann lét ennfremur bera Magnúsi Magnússyni orð en svo virðist sem hvorugum þeirra hafi þótt rnálið svaravert íýrr en þrýst var á þá af öðrum embættismönnum.55 beir Magnús sýslumaður og Gísli, fúlltrúi borlcifs boðuðu nú til þings að Eyri en tepptust að Holti í Onundarfirði ásamt Þuríði sakbomingi svo að ekkert varð af þinghaldi fram til vors, Jóni þumlungi til sárrar gremju. Á vorþingi hundsuðu sýslumennimir beiðni Jóns um að taka málið fyrir þrátt fyrir að flestir sveitamienn óskuðu þess bréflega.56 Vildu þeir Gísli og Magnús nú taka upp þráðinn en ekkert varð af því þar sem prestur bannaði allt þinghald á Eyri og illa gekk að fa menn í dóm.57 Jón þumlungur tók þá til þess ráðs að leita á náðir Alþingis sumarið 1657 en tal- aði að því er virðist fyrir daufbm eyrum. Þó skipaði lögrétta svo fýrir að sýslu- mönnum væri skylt að taka málið fastari tökum.5* Samt sem áður neitaði Magnús sýslumaður að þinga í málinu það sumarið. Eftir þráfaldar beiðnir Jóns þumlungs kallaði Magnús sýslumaður loks Þorleif Kortsson til að rétta í málinu en hann sagði pass og því fór málið til Alþingis sem dæmdi Þuríði til tylftareiðs í héraði.59 Þuríður sór eiðinn fýrir þeim Magnúsi og Gísla á Mosvöllum í Onundarfirði 1658. Séra Jón kærði dóminn til Alþingis árið eftir en fékk honum að engu breytt."1 Við fýrstu sýn virðist kannski hæpið að eigna Þorleifi Kortssyni stóran hlut í máli Þuríðar Jónsdóttur. En hafa ber í huga að þrátt fýrir að lögsagnari Þorleifs, Gísli Jónsson, fjalli að mestu um máhð fýrir hans hönd þá er ljóst að Þorleifur hefúr alla tið haft fulla vitneskju um framgang málsins. Áhugaleysi Þorleifs kemur berlegast í ljós þegar hann virðir að engu áskoranir Jóns þumlungs um að taka upp máhð. Ennfremur rná benda á að Þorleifhr virðir að vettugi allar ábend- ingar Alþingis um að taka máhð fastari tökum. Eins og áður kom fram fékk Þorleifur öll málsgögn send frá Magnúsi sýslumanni. Þar hefhr hann fengið aha málavexti og þar á meðal ásakanir á hendur Þuríði um klæðaskipti við djöful- inn og fleira en samt sér hann ekki ástæðu til þess að beita sér fýrir sakfell- ingu eða jámingu Þuríðar. Galdra-manga Mál Þuríðar Jónsdóttur er á margan hátt lýsandi dæmi um vantrú Þorleifs Kortssonar á galdrahæfileikum íslenskra kvenna. Þó kemur vantrú Þorleifs enn skýrar fram ef htið er á mál Margrétar Þórð- ardóttur eða Galdra-Möngu. Margrét þessi var borin galdri í Strandasýslu árið 1655 en strauk úr sýslunni. Þorleifur lét lýsa eftir henni á Alþingi árið 1656.61 Svo virðist sem síðan hafi ekkert gerst fram til ársins 1659 er Margréti var dæmdur tylftar- eiður í héraði. Ári seinna kemur máhð til Alþingis sem breytti í engu dómnum.“ Heima í héraði fell Margrét á eiðnum en samt sem áður vís- aði Þorleifhr máli hennar til Alþingis á þeim forsendum að fimm eiðamenn sóru ekki. Málið kom enn fýrir Alþingi 1661 en var dæmt aftur heirn í hérað og skyldi nú sveija á ný.“ 1 héraði fell Margrét enn á eiðnum með sex á móti og fimrn með. Enn var málinu skotið til Alþingis. Þar dæmdi Þorleifur Kortsson, þá nýskipaður lögmaður, að Margrét skyldi enn fa kost á að vinna tylftareið þar sem lif hennar lá við.“ Margrét kom loks fram eiðnum og var fijáls ferða sinna. Af framgöngu Þorleifs Kortssonar i undangengnum kvennamálum er fátt sem bendir til þess að honum hafi verið umhugað að koma galdrakonum á báhð. Þorleifur hefur mál Margrétar alfarið á sinni könnu, fýrst sem sýslumaður og síð- an sem lögmaður. Oll málsmeðferð Þor- leifs bendir til þess aö hann hafi alls ekki trúað á sekt Margrétar. Mjög langur tími leið frá því að Margrét var borin galdri og til þess að hún var dæmd og þar fýrir utan vísar Þorleifur máhnu frá sér til Al- þingis. Og á endanum dærnir Þorleifur Margréti tylftareið á þeim forsendum að hf hennar hggi við þrátt fýrir að hún hafi í tvígang fallið á eiði í héraði og þess utan strokið úr sýslu sem er áhugavert í ljósi þess hversu hart var tekið á stroki Þórar- ins Halldórssonar sem sagt er frá hér að framan. Af þeim fjórum kvennamálum sem rakin eru hér á undan niá ætla að Þor- leifur hafi einfaldlega ekki trúað á galdra- mátt íslenskra kvenna. Þó er vert að benda á að þessi kvennamál áttu það sam- eiginlegt nteð flestum þeirn málum sem 28 SAGNIK
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.