Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 103
sviptir hún af sér sænginni, leggur bamið
frá sér og augu hennar leita með trylltum
svip um herbergið, án þess þó að vita að
hverju þau eigi að leita eftir. An þess að
fa neitt við ráðið staðnæmast ráðvillt augun
á litlum sjálíikeiðung á hillu við hlið
rúmsins. Stjórnlaus, þvöl höndin falmar
eftir hnífnum, titrandi opnar stúlkan
kutann, hefur hann á loft og heimurinn
umhverfist í undarlegri móðu.
Þegar hún kemur aftur til sjálfrar sín
með agnarlírið lik sér við hlið er heimurinn
breyttur. Það er skuggsýnt og henni
stendur á sama um allt. Hún skreiðist
fram úr, leggur blóðugt bamið undir
koddann og leggst í rúmið aftur. Þegar
Guðrún kemur stuttu síðar inn, biður
stúlkan hana að búa um en leggst sjálf í
rúmið við hliðina. Guðrún gerir það sem
Kristbjörg biður um, tekur upp koddann
og hristir hann til, býr um rúmið* og
gengur að þvi loknu út, en stúlkan sofnar
önnagna af þreytu.
Daginn eftir vaknar hún á níunda
tímanum og atburðir gærdagsins em
fjarlægir og óraunverulegir i fyrstu. Litla
likið undir koddanum er þó hvorki
fjarlægt né óraunverulegt. Stúlkan fer á
fætur, svipast um frammi og þegar hún
er þess viss að enginn sjái hana laumast
hún fram og nær í lítinn strigapoka.
Hún lætur bamið í pokann og sætir síðan
feris að sleppa óséð út úr bænum. Þegar
hún kemur út heldur hún í vesturátt frá
bænum og stoppar við mógröf eina
skammt frá. Þar hendir hún pokanum
niður i gröfina og leggur síðan nokkra
móhnausa ofan á.9 Að þessu loknu held-
ur hún aftur til bæjarins og tekur til við
verk sín, eins og ekkert hafi í skorist.
Þegar fósturforeldrar hennar koma
heim, segir Guðrún Helgadóttur þeim
fregnir af veikindum Kristbjargar, en
ekki kvaðst hún vita hvemig á þeim
stæði. I framhaldi af þessum fregnum
heyra þau hjónin ávæning um að
Kristbjörg hafi verið ólétt, og fer þá Guð-
laug rakleiðis til hennar og spyr hvort
veikindin hafi stafað af völdum bamsfæð-
ingar. Sem fyrr neitar Kristbjörg öllu og
segist aðeins hafa misst mikið blóð, því
blóð hafi lengi staðið með henni. Taka
fósturforeldrar hennar þessu trúanlega
og er ekki minnst á þetta aftur.10 Lifið
heldur áffarn sinn vanagang, en aðeins í
stuttan tíma. Dag einn í lok október,
hrollkaldan haustdag, er Kristbjörg stödd
ut á hlaði þegar hún verður vör manna-
ferða. Hún rýnir stutta stund á mennina,
sem skunda yfir freðið grasið, og þegar
hún ber kennsl á þá hendist hún inn í
bæinn og skellir hurðinni.
Upp kemst um síðir
Kristbjörg Bjömsdóttir situr frammi
fyrir bæjarfógeta L. E. Sveinbjömssyni
og segir hægt og næsta óeðlilega rólega
dapurlega sögu sína. Hún viðurkennir
strax að hafa í lok surnars fætt barn í
heiminn. I fyrstu reynir hún þó að telja
mönnum trú um að bamið hafi feðst látið
og Guðrún Helgadóttir hafi þegar að
lokinni fæðingu fárið með líkið eitthvert
sem hún sjálf vissi ekkert urn. Þá er
Guðrún yfirheyrð og segist ekkert um
fæðingu þessa vita. Þegar þær em síðan
“confronteraðar”, leiddar saman, gefur
Kristbjörg sig brátt og viðurkennir að
hafa fætt bam á laun, fýrirfarið því og
falið i mógröf En með því að komið er
langt fram á kvöld og niðamyrkur skollið
á, ákveður fógeti að fresta yfirheyrslum
fram til morguns og freista þess þá að
finna likið.11
Arla næsta dags eru bæjarfógeti og
aðstoðamtenn hans tveir, ásamt
Kristbjörgu, komin út að Sauðagerði þar
sem hún vísar þeim þegar á pokann.
Hann er tekinn upp úr gröfinni, lagður á
grafarbarminn en annar mannanna
sendur heirn að Sauðagerði að ná í stokk til
að láta líkið í. Að því loknu var pokinn
ristur utan af líkinu og það lagt í stokk-
inn. Þegar kornið var aftur að bæjar-
þingastofunni var hlutaðeigandi læknir
þegar beðimi um að skoða bamið. Komu
þá í ljós átta stungur í brjósthol barnsins,
þar á meðal tvær í hjartastað. Nú er
Kristbjörgu sýndur sjálfskeiðungur með
brotinn odd, og segir hún að þetta sé
hnífiirinn sem hún hafi notað, en hann
hafi þó brotnað nokkm eftir verknaðinn
þegar hún risti bein til mergjar.12
Næstu daga voru þeir yfirheyrðir sem
tengdust á einhvern hátt atburðunum og
þann 8. desember 1874, rúmum mánuði
eftir að lögregluþjónamir tveir vom
sendir eftir Kristbjörgu, lá fýrir niðurstaða
undirréttar:13 „Akærða Kristbjörg Bjöms-
dóttir skal sæta 8 ára betrunar-húsvinnu
og greiða allan af varðhaldi sínu og máli
þessu löglega leiðandi kostnað, þar á með-
al 5 rd. til svaramannsins...”
SAGNIR 101