Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 56
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
• •
OEGTA BORN
Tvær persónur hittust, litu hvor
aðra hýru auga en gengu of langt
svo úr varð bam. Bamið taldist
óegta því foreldrarnir voru ekki í hjóna-
bandi. Fram á 18. öld hefði þeim verið
refsað eftir stóradómi. En óskilgetnum
börnum fjölgaði og á seinni hluta 19.
aldar var fimmta hvert bam fætt utan
hjónabands og því afkvæmi ólöglegs
losta. Hvaða augum var litið á sambönd
foreldranna, eymdi eftir af harðýðgi stóra-
dóms eða er hann svo greiptur í hug
okkar að við gemm ekki greinarmun á
16. og 19. öld? Eitt er víst að forsenda
þess að fólk mætti eignast böm var
hjónaband og forsenda hjónabands var
aðgangur að jarðnæði. Islendingum fjölgaði
mjög á 19. öld og þegar líða tók á öldina
varð mikill skortur á jarðnæði. Sumir
leystu það vandamál með því að flytjast til
Vesturheims, aðrir fluttust á möhna en
landbúnaður var enn aðalatvinnuvegur
landsmanna og flestir bjuggu áfram í
sveitum. Sagnfræðingar telja því fjölgun
óskilgetinna bama tilkomna vegna jarð-
næðisskorts.1 Þó hefur verið bent á að
mæður óskilgetinna bama hafi verið í
mismunandi aðstöðu og bamsfæðing utan
hjónabands hafi verið litin mildari aug-
um ef foreldramir vom i föstu sam-
bandi.2 Gæti breyting á viðhorfum til
barneigna utan hjónabands ekki rétt eins
og jarðnæðisskortur verið orsök þess að
þeim fjölgaði?
Frjósemi í fimm sóknum
Hér verður leitast við að svara þessari
spumingu og verður notast við tvær mis-
munandi aðferðir. Tölfiæðileg úttekt verð-
ur gerð úr kirkjubókum nokkurra sókna,
og kannaðar þær aðstæður sem óskilgetin
böm fæddust við. I öðm lagi verður notast
við dóma því kynlíf utan hjónabands var
ólöglegt langt fram eftir 19. öld og því
veita dómar vegna siðferðisbrota upplýs-
ingar um viðhorf yfirvalda til óskilgetni.
Fyrir þá sem eignuðust böm utan hjóna-
bands hafa viðhorf almennings ekki haft
minna að segja, en svör við spuminga-
skrám á Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns
Islands verða notuð til að nálgast hugsun-
arhátt almúgans. En fyrst er að finna
börnin og foreldra þeirra.
Kirkjubækur em heimildir okkar um
bamsfæðingar. Hver sóknarprestur hélt
sína kirkjubók sem hét öðm nafni prests-
þjónustubók, þar sem hann skráði hjá sér
dauðsföll, fermingar, giftingar, brottflutta
og innflutta í sóknina. Þar er einnig að
finna allar fæðingar, þar með talin and-
vana fædd börn. Gefin er upp hjúskap-
54 SAGNIR