Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 71

Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 71
„Eitt sinn falaði hún kú snemmbæra að manni þar, hvetja hann mátti eigi missa, en bauð henni að taka einhvetja afhinum 6 ... það vildi hún eigi, ett um morguninn eftir lágu þær allar dattðar. “ Ingibjörg var kona Árna Jónssonar prests, sem kærður var fyrir galdra árið 1678, en honum mistókst að fa eiðs- votta ril liðs við sig. Missti hann þá kjarkinn og flýði frá Hofi á Skagaströnd til Aust- fjarða og þaðan í enskt skip 1680.10 Mætifellsannáll getur um utanför Árna og segir hann hafa skrifað heim sumarið eftir, þar sem hann segist eiga “... örðugt að fa sér kost og klæði, því sér sé þar tíðkað erfiði ótamt og andaðist þar ári síðar.”11 Þjóðsagan segir hins veg- ar, „að séra Ámi hafi strokið frá Imbu til að forða lífi sínu.”12 Veitti hún honum eftirför austur í Loðmundar- §örð og dvaldi á næsta bæ við hann. Leitaði Ami sér þá aðstoðar kollega síns og nafna, Áma prests Sigurðs- sonar, „er bæði var andheit- ur og ^ölfróður”.13 Ennfremur fékk hann tvo aðra kunnáttumenn í hð með sér, er nefndir em Hrafn og Erlendur.14 Með klækjum tókst þeim að komast í skip án vitundar Imbu. En er kerla uppgötvaði flóttann, brást hún hin versta við og beitti ^ölkynngi sinni óspart. Segir svo afviðureign þeirra við Imbu: Þegar þeir félagar komu suður undir Dalatanga, gerði mótvind, svo að þeim steinmarkar varla. Það fylgir og, að á móti þeim kemur hrafnaflokkur með nef og klær af jámi og sækir að þeim, svo að þeir urðu að verjast með árum, og öðmm bareflum. Þá sezt klerkur í framstafn og segir: “Á, þetta getur hún þó!” Hrafn lét húfu sína koma á afturskutinn. Hurfu þá hrafnamir. Séra Ami lá á bæn. Varð þá svo, að lognrák gerði fram undan bátnum og rem þeir eftir henni, unz þeir tóku land í Norðfirði. Lét presmr þá ná þrernur gæðingum. Riðu þeir Ámi prestur Jónsson og Hrafn óðfluga heim á þeim. Mætti þeim þá fyrsta sending frá Imbu. Gengu þeir frá henni. Síðan komu fjórar draugasend- ingar Imbu og gengu þeir frá þeim í dýi einu þar á milli bæjanna, sem sið- an heitir Drauga- eða Djöfladý.15 Þannig tókst þeim að sjá við hinni ill- skeyttu galdranorn og komst séra Árni loks undan kerlu sinni í enska duggu.16 Þegar séra Árni var horfinn á braut, lagðist galdraorðið af öllu afli á Ingibjörgu, konu hans. Hún hlaut það bókstaflega að erfðum eins og Galdra-Manga. Báðar urðu þær eins konar blórabögglar, er hinir ákærðu höfðu horfið af sjónarsviðinu. Hannes Þorsteinsson segir, að Ingi- björg hafi haft illt orð á sér fyrir §öl- kynngi og ihvilja, og að.....henni hafi að minnsta kosti verið eignað eptir á aðal- hlutdeild í þeim gerningum, er séra Ámi var sakaður uin.”17 Jón Espólín hef- ur svipaða sögu að segja, þar sem fjahað er um Áma og síðan konu hans „... er þó var meira bmgðin við fjölkynngi,...”18 Imba þótti greinilega slá bónda sín- um við í galdralistinni og var álitin rammgöldrótt. Mælifellsannáll er ágætis heimild um orðspor það er af henni fór: Kona hans Ingibjörg meintist helzt völd af því, sem manni hennar var kennt; ... Var þá mælt hún hefði verkmeistari verið til þessa, ásamt djöflinum, sem hún síðar sýndi merki til. Fór hún líka austur og hleypti þar vanheilsu á tvo presta, er hún fékk eigi það hún umbað. Eitt sinn falaði hún kú snemmbæra að manni þar, hveija hann mátti eigi missa, en bauð henni að taka einhveija af hinum 6 ... það vildi hún eigi, en um morguninn eftir lágu þær ahar dauðar. Presturinn annar, senr fyrr um getur... lifði viku, andaðist síðan af þeim verk, hann fekk í fótinn. En hinum prestinum batnaði aftur, eftir það að hann hafði legið heht ár, því Ingibjörgu voru boðnir tveir kostir; annað hvort fara í eldinn eða láta presti batna.1’ Þar sem Mælifellsannáll er samtímaheim- ild, er afar freistandi að líta á þessa lýs- ingu sem endurspeglun á viðhorfi al- nrennings til galdrakvenna á 17. öld. Ef karlmaður hefði haft á sér þvílíkt orðspor, myndi hann án efá hafa verið kærður fyrir galdra, fáhið á tylftareiði og að lokum verið brenndur. Galdra-Imba, sem talin var verkmeistari djöfulsins, var ekki einu sinni ákærð, heldur fór hún fram á að fa að hreinsa mannorð sitt af þessum andstyggilega áburði á alþingi með eiði. Armur laganna tók hins vegar ekki eins mjúklega á Galdra-Möngu. Kveður nærri kvenna best Hverfum nú aftur til sumarsins 1656. Sögusviðið er Alþingi við Oxará, þar sem sýslumennirnir, Þorleifur Kortsson og SAGNIR 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.