Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 113
Ríkisstjómin samþykkirfrelsisskrá þræla í júlí 1862. Abraham Lincoln þriðji frá vinstri.
un að frumkvæði Lincolns, þar sem þeim
ríkjum, sem afnæmu þrælahald smám
saman, var lofað fjárhagslegum stuðningi
og boðuð friðsamleg lausn á máhnu, en
óttinn við blóðbað var ein af ástæðunum
fyrir hræðslunni við frelsun þrælanna.31
Þar segir meðal annars:
Breytingin sem þannig er fýrirhuguð
kæmi Ijúflega eins og dögg af himn-
um en skildi ekki eftir sig slóða eyði-
leggingar. Viljið þið ekki fallast á
hana? Aldrei áður hefur svo heillaríkt
verk verið unnið með sameinuðu átaki
eins og þið eigið nú, ef Guð lofar, kost
á að vinna. Megi menn ekki þurfa að
harma það um alla ffamtíð að þið hafið
látið tækifæri ganga ykkur úr greip-
um.32
Hér er enn vísað til kristilegrar siðffæði,
en þessari beiðni var ósvarað. Það hefiir að
vísu ekki verið harmað sérstaklega á síðari
tímum, því nú var orðið stutt í að stjór-
völd létu sjálf til skarar skríða. I júlí
samþykkti þingið að frelsa þræla þeirra
eigenda, sem vom í óvinaliðinu. Það
dugði skammt, en í september sendi
Lincoln blöðunum yfirlýsingu um, að
þrælar í þeim ríkjum, sem enn yrðu i
uppreisn 1. janúar 1863, skyldu öðlast
frelsi. Þann 1. janúar var svo gefin út
frelsisskrá fýrir þræla (The Emancipation
Proclamation). Þar var, eins og til stóð,
samkvæmt yfirlýsingunni frá í septem-
ber, einungis þrælum í þeim ríkjum,
sem vom í andstöðu við Norðurríkin gefið
frelsi.33 Með þessu var þrælum suðursins
boðið í her Norðurríkjamanna. Mann-
aflinn, sem fekkst með þessu dugði Norð-
urríkjunum til að vinna stríðið. I ffelsis-
skránni segir rneðal annars þetta:
Og vegna þessara laga, sem ég trúi
einlæglega að séu réttlætislög er
stjómarskráin heimili þar eð hemaðar-
leg nauðsyn krefúr, vil ég höfða til
yfirvegaðs dóms mannkyns og náðar
almáttugs Guðs.31
Árið 1865 var gerð 13. stjómarskrár-
breytingin, sem bannaði þrælahald með
öllu. Stuttu seinna var Lincoln myrtur.
Arftaki hans, Andrew Johnson, hafði lít-
inn áhuga á málefnum svertingja og fýrst
á eftir var lögum einstakra ríkja víða
breytt, til þess, að halda þeim nánast í
óbreyttri stöðu, enda, eins og áður kom
fram, höfðu menn lítið leitt hugann að
þvi, hvað tæki við þegar þrælar öðluðust
ffelsi. Árið 1866, var öllum íbúum lands-
ins tryggður jafn rétmr með 14. stjómar-
skrárbreytingunni ,35
Hvers vegna fengu þrælarnir
frelsi?
Þrælahald hafði verið við lýði í Bandaríkj-
ununi í meira en 200 ár og var samofið
samfélaginu. Hvítir töldu sig þurfa að
stjóma og hafa taumhald á óæðri kyn-
stofni, sem þeir vom sannferðir um, að
svarti kynstofninn væri. Menn óttuðust
blóðbað við breytingar. Fyrir utan þetta
voru hagsmunir hvítra í húfi, bæði fjár-
hagslegir og pólitískir. Þrælar vom
ódýrasta vinnuafl sem völ var á og
ógnin um klofning ríkisheildarinnar var
yfirvofandi mikinn hluta 19. aldar vegna
ótta Suðurríkjanna við að missa þrælana.
Suðurríkjamenn vörðu málstað sinn með
skírskotun til hagsmuna sinna og Norð-
urríkjamenn skildu þá vel og deildu með
þeim fýrirlitningu á svarta kynstofnin-
SAGNIR 111