Sagnir - 01.06.1993, Page 113

Sagnir - 01.06.1993, Page 113
Ríkisstjómin samþykkirfrelsisskrá þræla í júlí 1862. Abraham Lincoln þriðji frá vinstri. un að frumkvæði Lincolns, þar sem þeim ríkjum, sem afnæmu þrælahald smám saman, var lofað fjárhagslegum stuðningi og boðuð friðsamleg lausn á máhnu, en óttinn við blóðbað var ein af ástæðunum fyrir hræðslunni við frelsun þrælanna.31 Þar segir meðal annars: Breytingin sem þannig er fýrirhuguð kæmi Ijúflega eins og dögg af himn- um en skildi ekki eftir sig slóða eyði- leggingar. Viljið þið ekki fallast á hana? Aldrei áður hefur svo heillaríkt verk verið unnið með sameinuðu átaki eins og þið eigið nú, ef Guð lofar, kost á að vinna. Megi menn ekki þurfa að harma það um alla ffamtíð að þið hafið látið tækifæri ganga ykkur úr greip- um.32 Hér er enn vísað til kristilegrar siðffæði, en þessari beiðni var ósvarað. Það hefiir að vísu ekki verið harmað sérstaklega á síðari tímum, því nú var orðið stutt í að stjór- völd létu sjálf til skarar skríða. I júlí samþykkti þingið að frelsa þræla þeirra eigenda, sem vom í óvinaliðinu. Það dugði skammt, en í september sendi Lincoln blöðunum yfirlýsingu um, að þrælar í þeim ríkjum, sem enn yrðu i uppreisn 1. janúar 1863, skyldu öðlast frelsi. Þann 1. janúar var svo gefin út frelsisskrá fýrir þræla (The Emancipation Proclamation). Þar var, eins og til stóð, samkvæmt yfirlýsingunni frá í septem- ber, einungis þrælum í þeim ríkjum, sem vom í andstöðu við Norðurríkin gefið frelsi.33 Með þessu var þrælum suðursins boðið í her Norðurríkjamanna. Mann- aflinn, sem fekkst með þessu dugði Norð- urríkjunum til að vinna stríðið. I ffelsis- skránni segir rneðal annars þetta: Og vegna þessara laga, sem ég trúi einlæglega að séu réttlætislög er stjómarskráin heimili þar eð hemaðar- leg nauðsyn krefúr, vil ég höfða til yfirvegaðs dóms mannkyns og náðar almáttugs Guðs.31 Árið 1865 var gerð 13. stjómarskrár- breytingin, sem bannaði þrælahald með öllu. Stuttu seinna var Lincoln myrtur. Arftaki hans, Andrew Johnson, hafði lít- inn áhuga á málefnum svertingja og fýrst á eftir var lögum einstakra ríkja víða breytt, til þess, að halda þeim nánast í óbreyttri stöðu, enda, eins og áður kom fram, höfðu menn lítið leitt hugann að þvi, hvað tæki við þegar þrælar öðluðust ffelsi. Árið 1866, var öllum íbúum lands- ins tryggður jafn rétmr með 14. stjómar- skrárbreytingunni ,35 Hvers vegna fengu þrælarnir frelsi? Þrælahald hafði verið við lýði í Bandaríkj- ununi í meira en 200 ár og var samofið samfélaginu. Hvítir töldu sig þurfa að stjóma og hafa taumhald á óæðri kyn- stofni, sem þeir vom sannferðir um, að svarti kynstofninn væri. Menn óttuðust blóðbað við breytingar. Fyrir utan þetta voru hagsmunir hvítra í húfi, bæði fjár- hagslegir og pólitískir. Þrælar vom ódýrasta vinnuafl sem völ var á og ógnin um klofning ríkisheildarinnar var yfirvofandi mikinn hluta 19. aldar vegna ótta Suðurríkjanna við að missa þrælana. Suðurríkjamenn vörðu málstað sinn með skírskotun til hagsmuna sinna og Norð- urríkjamenn skildu þá vel og deildu með þeim fýrirlitningu á svarta kynstofnin- SAGNIR 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.