Sagnir - 01.06.1993, Page 123
að manninn “hendir sú slysni”, að leggja
hug á aðra konu, og eignaðist hann bam
með henni. Af þessu leiddi ósamlyndi
mikið milli hjónanna. Ingunn spurði eig-
inkonuna, að ósk mannsins, hvers vegna
hún gæti ekki, þrátt fyrir hans einlægu
iðmn, fyrirgefið honum og verið honum
ja£n ástúðleg og áður. Svarið var á þessa
leið:
Hér er ekki aðeins um fyrirgefningu
að ræða, “því að” sagði hún, “það er
eins og ef Jón hefði limlest mig, svift
nfig hönd eða fæti; það gæti ég fyrir-
gefið honum, þegar ég sæi að hann iðr-
aði þess, en mér væri ekki í sjálfsvald
sett, að vinna jafnt fyrir hann á eftir,
og gæti ekki látið Hminn vaxa aftur”.15
Ingunn líkir konunni við Brynhildi
Buðladóttur, sem hvorki vildi Hfa sjálf,
eða lofa Sigurði Fáfnisbana að lifá, effir að
hann hafði bmgðist henni. Ekki er þó
laust við að hún dáist að ástríðum sem
þessum.
Konur töldu sig ástríkari en karl-
menn. A þessum tíma var viðurkennd og
af fáum gagnrýnd, hugmyndin um kon-
una sem tilfinningaveru en karlmanninn
sent hinn harða baráttumann, sem aflaði
konu og bami björg í bú. Því kemur
ekki á óvart að lesa skrif Rannveigar
Olafsdóttur Briem til bróður síns, séra
Eggerts Brieni:
Eg var heldur ekki búin að vera þér
lengi samtíða, þegar mig fór að gmna
brjóst þitt um heitari og meiri ást en
almennt gjörist, og ég komst að þeirri
niðurstöðu, að þú gætir elskað eins vel
og kona, og frekar er ekki hægt að
komast, ef miða skal við nokkuð hér í
neðri byggðinni.16
A svipuðum nótum em orð Bríetar
Bjamhéðinsdóttur í fyrirlestri hennar
Um hag og réttindi kvenna. Hún segir:
“...sýnist mjer ekkert vera ókvennlegra
en mannúðarleysi, harðstjóm og ónær-
gætni, og ekkert samkvæmara kvenn-
legu eðli en ntannúð umhyggjusemi og
nærgætni við þá, sem em undirgefnir.”17
Konurnar okkar áttu sér stundum
kærasta á laun sem þær helltu úr skálum
ástar sinnar yfir svo manni verður nóg
um.
...hvað er ánægjulegra en að fa bréf ffá
þér, elskuverðasti kærasti, þegar ert í
fjarlægð, sjá þina gæsku og góða
hjartalag í öllum greinum, já, sú á-
nægja uppfylfir mitt hjarta með þá
gleði, sem ég í mínum kringumstæð-
um get fengið ... O, hvað ég er ánægð
með minn yndis-
legasta kærasta,
með hans eðla rétt
þenkjandi hjarta-
lag, sem vissulega
gerir hann og
mig eilíflega
lukkulega, æ, ég
græt af gleði þá ég
hugsa um það.18
Þrátt fyrir fjár-
hagslegt ósjálfstæði
sitt og réttleysi í
þjóðfelaginu, vom
konur oft viljugar til
að reyna að standa á
eigin fótum. Þær
hlupu svo sannarlega
ekki til að taka hvaða
bónorði sent gafst.
Þær áttu til mikla
seiglu sem gat fleytt
þeim yfir lífsins
hjalla án eiginkarla.
Karllausi kosturinn
þótti þeim þó ekki
mjög árennilegur,
því eins og nú, bera
tvö bök meiri byrðar
en eitt. Kona skrifaði
bréf 1851 og tekur þar töluvert dýpra í
árina. Hún hreinlega segir: “Dauð er
jafnan höfuðlaus kona heima, má ég
segja eins og karlinn.”19
Að uppfylla sín skyldustörf
Konur vildu standa sig sem best í hús-
móðurhlutverkinu og höfðu áhyggjur af
uppeldi bama sinna, eins og Sigríður
Sveinsdóttir segir í tveimur bréfum til
Kristrúnar Jónsdóttur fóstm sinnar árið
1860:
Mínar mestu áhyggjur em nú það að
geta uppalið þessi böm, sem guð gefur
mér, svo þau geti snemrna lært að
ganga á hans vegum, en það er nú
vandaverkið, og ég svo lítið reynd og
vankunnandi í því ... En ég kvíði
mest fyrir sjálfri mér og treysti mér
svo iUa til að uppfyHa mín skyldu-
störf.20
Húsmóðurstarfið var áhygguefhi. Það
þurfti að koma bömunum til manns og
sjá um að aUt gengi vel fyrir sig innan-
stokks. Að auki þessum áhyggjum höfðu
konumar á endanum Htið vald til að taka
og eigmst börn í iieilögu lijómbaudi.
ákvarðanir um mál barna sinna. Þær hafa
kannski verið einskonar umsagnaraðili en
endanlegt úrsfitavald hafði heimifisfaðir-
inn, eiginmaðurinn. Dæmi um það er að
fmna í bréfi Dómhildar Briem til eigin-
manns síns Olafs Briem árið 1851.
Eg ætla að biðja þig að afiáða ekkert urn
að koma Eggert okkar fyrir í Hmna.
Eg get ómögulega látið hann burt
svona ungan, hann er ekki nema 11
ára enn. Ef hann lifir og þú vilt láta
hann læra þess háttar, sem þér datt í
hug í vetur, er nógur tíminn ... Þú
sagðir í vetur þú spyrðir mig ekkert að
því, þó þú kæmir honum fyrir í
Hmna, en því betur ætla ég að biðja
þig fyrir að ráða það ekki fyrir fhUt og
fast í þetta sinn.21
Móðurástin tók dijúgan hluta af hjarta
kvenna; bamaumönnun tók dijúgan
Konur áttu að elska
SAGNIR 121