Sagnir - 01.06.1993, Page 7
5igriður Matthíasdóttir
Hvað er þjóð ?
Nokkur orð um íslenska þjóðarímynd
IMAGINE.
Imagine there's no heaven
It's ectsy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Livingfor today...
Imagine there's no countries
It isn 't hard to do
Nothing to kill or diefor
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace. ..
Imagine no possessions
I wonder if you can
No need forgreed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world...
You may say I'm a dreamer
But I'm not thc only one
I liope some day you ’lljoin us
And the world will be as one
Texti: John Lennon.
Höfundur þessa
texta, John Lennon,
lét lífið í desember 1980.
Síðan eru liðin tæplega 13 ár. Á þessum
árum leið kalda stríðið undir lok en
draumur John Lennon um frið á jörð og
einingu allra manna færðist ekki nær
' eruleikanum. Árið 1992 má kalla
Annus Horribilis, ekki bara hjá bresku
konungsfjölskyldunni heldur víða um
heim þar sem þjóðir og þjóðarbrot beij-
ast um gæði heimsins. Bandaríska tíma-
ritið Newsweek nefndi árið „The year of
fratricide” og vísaði þar til heimshluta
sem við flest þekkjum lítt eins og
Kúrdistan og Kákasus en einnig til svæða
sem við könnumst betur við, s.s. fyrrum
Júgóslavíu. Þar hefur nú ríkt borgara-
styijöld í 2 ár og ekkert lát á, styijöld
sem háð er undir merkjum áratuga- og
aldagamals haturs milli þjóðanna. Og
engin hætta er á að kom-
andi kynslóðir í Júgóslavíu
muni skorta harma til að hefna.
Hins vegar er engin þörf á að fara
sérlega langt til að finna átök í nafni þjóð-
ernis. I norðlægari löndum Evrópu,
einkum Þýskalandi, ríktu á síðasta ári
önnur tegund slíkra átaka, þar blossaði
upp kynþáttahatur og þúsundir Þjóðveija
sem flestir eru of ungir til að muna
hrylling Þriðja ríkisins fylktu sér undir
merki nýnasismans.1 Þýskaland er á með-
al ríkustu landa heims en á tímum at-
SAGNIR 5