Sagnir - 01.06.1993, Side 13
Guðmundur Hálfdanarson
Kalt stríð
Samskipti félagsfræði og sögu
s
Arið 1939 kom út í svissnesku
borginni Basel mikið ritverk eftir
þýskan félagsffæðing, Norbert
Elias að nafni. Verkið var skrifáð að mestu i
Bretlandi, þar sem Elias dvaldi á flótta
undan ofsóknum nasista. Auk þess sem
þessi bók á sér merkilega sögu, þar sem
hún var skrifiið og gefin út við hinar erf-
iðustu aðstæður, þá sagði hún merkilega
sögu. Verkið, sem heitir Úber den Prozess
der Zivilisatioti. Soziogenetische und
psychogenetische Untersuchungen, fjallar um
þróun vestræns samfélags í grófum
dráttum allt frá miðöldum fram á 20. öld,
og þá sérstaklega um tengsl breytinga á
mannlegri hegðun og pólitískrar þróun-
ar.1 I sjálfu sér skiptir innihald verksins
ekki máh hér, umffam þá staðreynd að
það er lifandi vitnisburður um þann jarð-
veg sem felagsfræðin varð til i sem fræði-
grein, sérstaklega í Þýskalandi, um leið
og örlög þess og höfundarins bera vott
um þann einkennilega aðskilnað sem varð
á miUi sagnffæði og felagsffæði. EHas hafði
upphaflega snúið sér að felagsfræði vegna
þess að honum fannst heimspeki, en í
henni hlaut hann grunnmenntun sína,
líta framhjá sögulegri þróun hugsunar. I
félagsfræði Weimar-lýðveldisins, þar sem
risamir tveir Marx og Weber vísuðu
veginn, var sagan hins vegar aldrei langt
undan. Þegar að útgáfu Úber den Prozess
der Zivilisation kom var áhugi félagsfræð-
innar á sögunni hins vegar á undanhaldi.
I fýrstu var verkið, eins og svo margt
annað, fómarlamb stríðsins, en eftir
heimsstyijöldina síðari féll það algerlega í
gleymsku, enda hófst þá tímabil innan
felagsfræðinnar sem EUas nefndi síðar „-
flótta félagsfræðinga inn í samtíðina."2
Það var svo vart fyrr en EUas var orðinn
gamall maður — en hann hélt reyndar
starfsfjöri aUt fram á tíræðisaldur — sem
hann öðlaðist þá fiægð sem honum bar,
SAGNIR 11