Sagnir - 01.06.1993, Page 16

Sagnir - 01.06.1993, Page 16
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir „Fáar voru frelsisstundir nar ’ ’ ✓ Um vinnukonur á Islandi 1880-1940 Við erum stödd í hrörlegu eldhúsi á gömlum bæ í afdal á Vestur- landi. AUt umhverfið ber þess merki að lengi hefhr verið búið þama. Græna málningin á steinveggnum er farin að flagna af og á einstaka stað hefur steinninn kvamast úr veggnum. Að gömlum og góðum sveitasið hefur okkur verið boðið upp á hressingu, nýbakaðar pönnukökur og ilmandi kafli. Eftir að húsfiúin á bænum hefiir séð dl þess að við höfum nóg af öllu, þá fyrst sér hún sér fært að setjast hjá okkur. Astæða þess að við emm stödd hjá þessari konu er sú að okkur fysir að heyra sannar sögur frá gamalli tíð. Kona þessi hefiir lofað okkur að segja frá lífi móður sinnar sem var mest allt sitt líf vinnukona. Við hverfum aftur til ársins 1921 á bæ einn á Vesturlandi. Þar er nýkomin á bæinn sem vinnukona Lóa með ungt bam sitt, viðmælanda okkar sem þá er tæplega ársgömul. Foreldrar bamsins höfðu nýlega verið búin að gifta sig þegar það uppgötvaðist að hann var með berkla og til að fa lækningu þurfti hann að láta aleigu sína, 40 kindur. Það eina sem vinnukonan hafði meðferðis var nýtt koff- ort með fatæklegum reytum sinum í. Hún hafði ráðið sig um veturinn að bæn- um til þess að mjólka kýmar og átti kaup hennar að felast í því, að hún hefði mjólk sér til viðurværis um veturinn. Viðmæl- andi okkar telur það næsta víst að móðir sín hafi ekki setið auðum höndum á með- an bamið hennar svaf í vöggunni, heldur hafi hún gengið til þeirra verka er til féllu á bænum. En um vorið þegar Lóa var að hætta í vistinni tóku húsbændur hennar sig til og tóku koffortið upp í þá mjólk sem hún hafði dmkkið um vetur- inn og í uppburðaleysi sínu þá þorði unga Vinnukonan Ólöf Gíslína Gísladóttir. konan ekki að mótmæla því. Þessi sanna saga er bara eitt af mörgum dæmum um ómilda framkomu húsbænda við vinnu- konur sínar.1 Mörg voru verkin en fáar voru stundirnar Hagur vinnukvenna var eins breyti- legur og vistimar vom margar. Víða var gert vel við stúlkumar og vom þær tekn- ar inn á heimilið sem einn af fjölskyld- unni en annars staðar urðu þær að búa við þröngan kost ýmist vegna fatæktar eða nísku og þröngsýni húsbænda. Við skul- um heyra hvað tvær vinnukonur höfðu að segja um vistir sínar. Fyrsta köflum við fram Steinunni Þórarinsdóttur sem segir frá vist sem hún var i árið 1902: Snemma um haustið nreiddi ég mig í hendinni ... og brátt fór höndin að bólgna, og ég fékk verk í hana. ... þar kom að, að ég lagðist í rúrnið. Sama og ekkert var sinnt um meinið, og lá ég þannig í hálfan mánuð. Eg heyrði það undir væng, að húsbænd- um mínum þótti það súrt í broti að hafa mig svona rúndiggjandi ... kröf- ur vom gerðar til mín, sem ég gat ekki uppfyflt; og engin ráðlagði mér neitt, hvatti mig eða hughreysti. ... Loks ákvað ég það eina andvökunótt- ina, að ég skyldi rífa mig upp úr rúminu og fara.... Eg kveið því að þurfa að fara til húsbænda minna og biðja þá um hjálp til þess að komast til læknis, og eftir nokkra umhugsun stundi ég upp hjálparbeiðni minni með þessum orðum: „Verð.... verð ég að fára aftur heim að Hlíð?”2 En aðra sögu hafði Stefanía Ferdínands- dóttir að segja af sínum húsbændum sem hún vann hjá um 1890: I tvo vetur gerði Jónína mér, sem þetta ritar, það vinarbragð að gefá mér klukkustund á dag frá vinnu til þess 14 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.