Sagnir - 01.06.1993, Page 28

Sagnir - 01.06.1993, Page 28
og spurt „hvort hér á bænum væri ekki töng til og kol svo mikil, aö hana heita mætti gjöra ...” Segist prestur hafa því til svarað að hvort tveggja væri til en hafi þó ekki viljað hvetja borleif til verksins svo að sér yrði ekki brigslað um hatur við þá feðga, „en samt virtust mér þau upptök bæði viturleg og nytsöm.”'" Það er margt sem mæhr á móti þvi að fuUyrðingin sé sönn. Af þeim heimildum sem til eru um Þorleif Kortsson bendir flest til þess að hann hafi verið nokkuð vel að sér um lög þó próflaus væri. Ef fullyrðingin er rétt er vert að geta þess að i lögum sem þá voru í gildi í Danmörku í það minnsta, er ákvæði um að ekki mætti pína sakbominga í galdra- málum fyrr en eftir að játning lá fyrir. Pislunum var ekki ædað að neyða menn til sagna heldur vora þær fremur hugsað- ar sem aukreitis refsing fyrir brot þeirra.” Það sama virðist hafa verið uppi á teningnum hér á landi, samanber þegar Herluf Daa höfuðsmaður hótaði að beita þumalskrúfum á Þórdísi nokkra Hall- dórsdóttur árið 1612. Fyrir þetta athæfi hlaut Daa bæði vítur af konungi og missti starf sitt.4" En til píninganna kom líklega aldrei þar sem Jónamir játuðu verknað sinn og vora dæmdir á bálið, enda fallnir á eiðun- um." Játningar þeirra feðga era ansi efnis- miklar og fela margt í sér, allt frá því að eiga galdrablöð upp í samneyti við djöfulinn.42 Þeir Jónar Jónssynir voru brenndir i Skutulsfirði 10. apríl 1656 og var dómurinn samþykktur á Alþingi sama ár og „...þótti öllum guðhræddum og réttvísum dómurum þeir dómar vel, kristilega og loflega ályktaðir.”45 Að ofangreindu má sjá að framganga Þorleifs Kortssonar ræður engan veginn úrslitum í þessu máli. Allt til þess að þeir feðgar höfðu fallið á eiði skiptir hann sér ekkert af málinu og gengur jafnvel svo langt að hundsa beiðni Jóns þumlungs um að taka málið í sínar hendur. Öll rann- sókn málsins er í höndum þeirra Magn- úsar og Gísla. Það verður aldrei með vissu sagt fyrir um það hvort Þorleifur hugðist pina þá Kirkjubólsfeðga til sagna en þó er varasamt að trúa séra Jóni einum í þessu máli því aðrar heimildir, til dæmis dómar og játningar í þinginu, geta þess ekki. Eins er rétt að benda á að á eftir játningar þeirra feðga var i raun óhjá- kvæmilegt að dæma þá á bálið. Það var dauðasök að játa á sig samneyti við djöfúl- inn. Rúnaristing og brúkun óleyfilegra lækninga Aðrir líflátsdómar en þeir fimm sem raktir era hér að framan og Þorleifur átti þátt í vora kveðnir upp eftir að hann tók við lögmannsembætti. Margir þeirra gengu í héraði og vora endanlega stað- festir á Alþingi og því er hæpið að kenna honum einum um. Þvert á móti virðist hann hafa verið mjög varfærinn i galdra- málum þar til fyrir lágu skýlausar játningar sakborninga en ef svo var ekki vísaði hann málunum frá sér til þings.44 Þess ber að geta að á tímum Þorleifs var galdur nrjög alvarlegur glæpur og trú á galdra almenn. I þessu sambandi mætti benda á mál Þórarins nokkurs Halldórssonar sem dæmdur var á Alþingi 1667 fýrir „... meðkennda rúnaristing og brúkun ó- leyfilegra lækninga ... .” sem leiddu að tahð var til dauða ungrar stúlku.45 Þetta mál var ættað úr sýslu Þorleifs, Isafjarðar- sýslu og fór Magnús sýslumaður með rannsókn málsins. Svo virðist sem nóg hafi verið af vimum að framferði Þórarins en hann strauk úr sýslu áður en dómur gekk í héraði og var því lýst eftir honum en málinu vísað til Þorleifs lögmanns 26 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.