Sagnir - 01.06.1993, Page 41
Agústa Bárðardóttir
Teflir hver um tvo kosti
að tapa eða vinna
Um Einar Brandsson og afrek hans
* gegnum tíðina hefur alþýðleg
I sagnaritun verið vinsæl, ástæðan er
Xeflaust sú að verkefnavalið höfðaði
til fólks, beindist að ævi einstakra
manna, þáttum í sögu tiltekinna
sveita og héraða og minnisstæðum
atburðum.1 Nú á dögum er byggða-
saga vinsælt ritunarefni en lítið fer
fyrir öðrum þáttum hennar. Astæðan
fyrir þessu er e.t.v. einföld. I Há-
skólanum í dag er ekki kennd per-
sónusaga. Auðvitað fléttast hún inn í
sum námskeiðin, en áherslan er lögð
á að nemendur reyni að ná fram
heildarlínum. Fólk ber ekki nöfn,
heldur er það kallað alþýða, bændur,
yfirstétt o.s.frv. Það er því óvenju-
legt er nemandi heldur á vit alþýð-
legrar sagnaritunar og færir í letur
minnisstæðan atburð.
Skorðuð af milli
tveggj a sanda, Sól-
heimasands og Mýr-
dalssands, liggur syðsta
sveit landsins, Mýr-
dalur. Það er með sanni
hægt að segja að Mýr-
dalurinn sé sveit þar
sem saman kemur
stórbrotið landslag og
miklar andstæður.
Ovíða er úrkoma eins
mikil og þar.2 Er ekki
laust við að lýsing Ein-
ars H. Einarssonar eigi
þar nokkuð vel við:
En vart fæst rétt
mynd af honum
[Mýrdalnum], ef
hann er aðeins
skoðaður í skini
sumarsólar. Helst
þarf að sjá hann í
ærlegri austanrign-
ingu, þegar meira
vatnsmagn fellur á
hveija flatareiningu
lands á einu dægri
en í flesmm öðrum
sveitum á heilum
ntánuði.3
Dyrhólaey er eins
konar framvörður
landsins í suðri og setur
hún mikinn svip á
landslag sveitarinnar.
A björtum sumarnótt-
um má sjá hana spegla
sig í ósnum. I norðri
hvílir Mýrdalsjökull.
Þar sefur Katla, sem
löngum hefur gert
mýrdælskum bændum
skráveifu. Austan meg-
SAGNIR 39