Sagnir - 01.06.1993, Page 49

Sagnir - 01.06.1993, Page 49
Sverrir Jakobsson Heimsókn hirðstjórans Um Reykhólareið Einars og Bjarnar Þorleifssona 1445; baksvið hennar, afleiðingar og sögulega þýðingu Saga þessi hefst árið 1445 á Reykjanesskaga. Ekki þeim skaga sem flestum á suð- vesturhomi íslands kynni að verða hugsað til, heldur hin- um sem hýsir stórbýlið Reykhóla á Barða- strönd. Þegar þessi orð eru rituð, við sólarlag tuttugustu aldar eftir burð Krists, búa þrír af hveijum fimm Islendingum á litl- um skika á suðvest- urhomi landsins, sem í daglegu tali er nefndur höfúð- borgarsvæðið eða jafnvel skrýddur þeim mikilúðlega titli, Stór-Reykjavíkursvæðið. Okkur, sem tilheyrum þessum meirihluta, hættir til að lita á Vestfirðina sem fá- mennan og afskekktan útkjálka, langt frá höfhðborgarsvæðinu og þar með siðmenningunni. En þannig hefur það ekki alltaf verið. Breiðafjörðurinn var einu sinni meira miðsvæðis en Faxaflóinn °g þá var gott að búa á Barðaströnd. Reykhólar vom áður taldir ein besta bú- jörð landsins, höfbðból og mikil hlunn- mdajörð vegna sjávarfangs og æðarvarps í 300 eyjum sem fylgdu jörðinni. Þar bjó hver stórhöfðinginn á fætur öðrum.' Arið 1445 bjó á Reykhólum sá höfð- mgi sem auðugastur var í þá tíð, sennilega mesti auðmaður sem ísland hefur alið. Guðmundur Arason hét hann, kallaður Innsigli Bjarnar hirðstjóra Þorleifssonar Guðmundur ríki. Á Reykhólum átti hann mikið bú; hátt i þúsund gripi alls, sauðfe, nautgripi, hross, svín og uxa.2 Innan gátta var einnig mikið um dýrðir og Guðmundur gat tekið höfðinglega á móti gestum á Reykhólum. Þangað hafa líka eflaust margir vitjað hans. Slíkt telst vart til tíðinda en eina gestkomu til Reykhóla á því herrans ári 1445 má telja sérdeilis mikilvæga. Þetta ár sóttu Guðmund ríka heim Einar Þorleifsson, nýskipaður hirð- stjóri norðan lands og vest- an, og bróðir hans Bjöm. Af þeirri heimsókn fara raunar engar sögur. Það sem gerðist í henni er eitt af leyndannálum sög- unnar. Mikilvægi hennar liggur í því sem á eftir fylgdi. Ein af ástæðum þess að litlar frá- sagnir eru af Reyk- hólafór þeirra bræðra er að á þessum árum gerðist nokkuð sem haft hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá sagn- fræðinga sem kanna vilja sögu þessa tíniaskeiðs. Hin foma sagnaritun Islendinga lagðist niður. Eftir að Nýja annál, seinasta miðaldaannálnum, sleppir árið 1430 höf- um við engar samtímafrásagnarheimildir, Það var ekki fýrr en eftir siðskiptin 1550 að þjóðin tók aftur að rita sögu sína. En þó að sagan hafi ekki verið rituð er ekki þar með sagt að ekkert hafi gerst. Þessi tími var mikið unibyltingaskeið í sögu þjóðarinnar. I lok fjórtándu aldar gerðust þau stórtíöindi að öll Norðurlönd sameinuðust undir einum konungi, Eiríki af Pommem. Á þriðja áratug ald- arinnar flutti hann aðsetur ríkisstjómar- innar til Kaupmannahafnar, sem átti eftir SAGNIR 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.