Sagnir - 01.06.1993, Side 52
lokum hrökklaðist Eiríkur frá völdum
árið 1439.15 Á íslandi ríkti valdatóm allt
þetta tímabil og konungsvaldið hafði hda
stjóm á landsmönnum. Tilraunir Dana-
konungs til að hindra sighngar Englend-
inga til landsins
báru lítinn árang-
ur og þeir héldu
ótrauðir upptekn-
um hætti.'6
Á þessum
tíma vom ís-
lenskir biskupar
skipaðir af páfá en
ekki af hinum
norska erkibisk-
upi í Niðarósi.
Margrét drottn-
ing og eftirmaður
hennar, Eiríkur af
Pommem, höfðu
þó jafnan hönd í
bagga með þeim
embættisveiting-
um en á þriðja
áratug aldarinnar
virðist Eiríkur
hafa misst tökin á
þeim og páfi því
fengið fijálsari
hendur.17 Bjöm
Þorsteinsson telur
líklegt að það hafi verið fýrir áhrif Eng-
lendinga að Marteinn V. páfi skipaði
Englendinginn Jón Vilhjálmsson
Craxton biskup á Hólum 1426. Svo
mikið er víst að hann reyndist Englend-
ingum haukur í homi á valdatíð sinni.
Það styrkti Jón í sessi að hann naut stuðn-
ings Lofts ríka Guttormssonar.18 Starfs-
bróðir hans Jón Gerreksson, biskup í
Skálholti, var ekki jafn heppinn; honum
var drekkt í Brúará af tveim höfðingjum
úr nágrenni Jóns Craxtons, Þorvarði,
syni Lofts ríka, og Teiti Gunnlaugssyni.
Eftirm£ af þessu ódæðisverki urðu htil,
Teitur Gunnlaugsson var t.d. kjörinn
lögmaður skömmu síðar. Bendir það til
þess að banamenn biskups hafi haft sterka
bakhjarla. Seinna þurfti Teitur að standa
fyrir máh sínu vegna þess að hann hélt
áfram að Mta á Eirík af Pommem sem
konung sinn löngu eftir að sá hafði verið
hrakinn firá völdum. Morðið á Skálholts-
biskupi varð honum hins vegar ekki eins
skeinuhætt.
Víg Jóns biskups er skýrt dænti um
að það upplausnarástand sem ríkti hér á
landi á þessum tíma. Hvorki fýrr né síðar
finnast dæmi þess að menn hafi komist
upp með að drepa biskup refsingarlaust.
Tengsl landsins við dansk-norska ríkið
tóku nú aftur að styrkjast þegar vald til að
veita biskupsembætti á íslandi komst
aftur í hendur erkibiskupsins í Niðarósi
og norskur maður, Gottskálk Keneksson,
var skipaður biskup á Hólum árið 1442.19
Ekki siður varð það til að efla stöðu kóngs-
ins á Islandi að nú vora komnir til sög-
unnar ungir höfðingjar sem tóku afstöðu
með kónginum gegn Englendingum og
leituðu eftir frama í skjóh vaxandi
konungsvalds.
Auður skiptir um hendur
Þegar Kristófer af Bæjaralandi, eftir-
maður Eiríks af Pommem á konungsstóh
Danmerkur og Noregs, tók við völdum
var konungsvald veikt í ríki hans og
ókynð ríkti víða. Viðbrögð hans voru að
gefa út þrjár réttarbætur um landsfrið,
lög og reglu í Danmörku, Noregi og
Svíþjóð.20
Veturinn 1444-1445 var Einar
Þorleifsson firá Vatnsfirði með konungi og
var honum falin hirðstjóm á Islandi,
norðan lands og vestan, í staðinn fyrir
mág sinn, Orm Loftsson. Þessa valda-
töku Þorleifssona bar skyndilega að og
telur Bjöm Þorsteinsson að þeir hafi hér
notið stuðnings norska ríkisráðsins, en á
þeim tíma var sú stofnun með sjálfstæðara
móti vegna stjómarkreppu í Dan-
mörku.21 Ekki er
vitað hvað þeir
Einar Þorleifsson
og konungur vora
að bralla þennan
vetur en þegar
Einar kom af kon-
ungsfundi var eitt
fyrsta verk hans að
sækja heim Guð-
mund Arason.
Hvorki er ljóst
hvert tilefni
Reykhólareiðar
Einars var, né
heldur hvað fram
fór á þeim fundi.
Það eina sem vitað
er um hana er að
Bjöm bróðir hans
var með í för.22
Meira er vitað um
næsta skref hirð-
stjórans. Hann og
Bessi Einarsson,
sýslumaður í
Húnavatnssýslu,
stefndu til þings á Sveinsstöðum 9. maí
1446. Vora þar bornar þungar sakir á
Guðmund vegna framferðis hans i norður-
reiðinni 19 árum áður og var hann úr-
skurðaður sekur óbótamaður. Dómur Ein-
ars varð á þessa leið ;
Nú sakir þess að mér hzt þetta fullt
útlegðarverk og lýsti eg Guðmund
Arason útiægan og óheilagan, hvar
hann kann takast utan griðastaða, og
því fyrirbýð eg hveijum manni héðan
í frá hann að hýsa eða heima halda eða
hafá, á styðja eða styrkja eða nokkra
björg veita í móti kóngsins rétti og
landsins lögum undir shka sekt sem
lögbók vottar, ef það dirfist nokkur
gjöra. Svo beiði eg og kref eg og
skylda eg til kóngdómsins vegna
hvem mann, er mitt bréf heyrir, mig
til að styrkja og fiillt lið að veita hann að
fanga og undir rétt lög koma.
Item í annarri grein fyrirbýð eg
hverjum manni í þeim góssum sitja
eða nokkum kostnað hafk, sem fyrr
nefitdur Guðmundur hefúr áður haft
50 SAGNIR