Sagnir - 01.06.1993, Qupperneq 70
„Þegar þeir félagar komu suður undir Dalatanga, gerði mótvind, svo að þeim steinmarkar varla. Það fylgir og, að á móti þeim kemur
hrafitaflokkur með uef og klœr af jámi og sækir að þcim, svo að þeir urðu að verjast með árum, og öðnim bareflum. “
sendibréf hans til séra Þorvarðar Magn-
ússonar í Arnesi, sem í registri bréfabók-
ar biskups er nefnt: „nákvæm huggun í
djöfulsins árásum þar”. Virðist Þorvarður
hafa skrifað biskupi og lýst yfir áhyggjum
sínum af þessu ófremdarástandi, sbr. eft-
irfarandi hluta úr svarbréfi biskups:
Læt ég yður kunnugt, ég meðtók yðar
... bréf í sumar fyrir þing, hvar inni
ég mcrki að nærri í sama máta standi
um sárgrætilegt háttalag yðar sókna og
fyrrum hafið gáð, hvað Gud almáttugur,
sá alleina gjörir dásemdaverkin, láti
sér til hjarta ganga og vegna Jesú
Kristi best bæti.5
Hefur klerkurinn í Amesi verið gjör-
samlega ráðþrota gagnvart háttalagi sókn-
arbama sinna og þvi afráðið að leita ráða
hjá biskupi.
Upphaf galdrafarsins iná rekja til
þess, er Þórður, faðir Margrétar, var kærð-
ur fyrir krankdóm og pínu á konum „af
óhreins anda ónáðan”.6 Er veikindum
kvennanna lýst í Ballarárannál, sem
„plágu af vondunt anda eður draugi”,
sem einkum lagðist á þær „kvenpersón-
ur, sem óspilltar píkur voru.”7
Eins og fram kemur lagðist þessi
svæsni sjúkdómur eingöngu á óspjallaðar
meyjar. I ffamhaldi af þessunt atburðum
gekk yfir Trékyllisvík þvílíkur galdraótti
að líkja mætti við farsótt. Eins og sjá má,
er þessi dularfulla sjúkdómslýsing mjög
áþekk þeirri lýsingu sem birtist í þjóð-
sögunni hér í upphafi.
Tók sýslumaðurinn, Þorleifúr Korts-
son málið í sínar hendur af miklum skör-
ungsskap og lét brenna Þórð, foður Mar-
grétar, ásamt tveimur öðmm, árið 1654.*
Svo virðist sem hinn dularfulli sjúkdóm-
ur hafi síður en svo rénað við þessar að-
gerðir sýslumanns, heldur herjað eftir sem
áður á kirkjuræknar jómfrúr í Trékyllis-
vík. Beindust þá böndin að Margréti og
er engu líkara en að hún hafi fengið
galdraorðið aö erfðum eftir foður sinn.
Verkmeistari djöfulsins
Galdra-Manga var ekki eina konan, sem
ofsótt var fyrir fordæðuskap á þessum
viðsjárverðu tímum galdraofstækis. Indriði
Helgason hefúr fjallað um samtíðarkonu
hennar, Galdra-Imbu, sem hét réttu
nafni Ingibjörg Jónsdóttir. Hann telur að
varla „... hafi nokkur kona á seytjándu
öld orðið að þola, sennilega alsaklaus, jafn-
smánarlega meðferð á nafhi sínu og þessi
prestsdóttir úr Svarfaðardal.”9
68 SAGNIR