Sagnir - 01.06.1993, Síða 93

Sagnir - 01.06.1993, Síða 93
Fyrir þá vinnu er fangarnir leystu af hendi fengu þeir borgað og fóru launin hækkandi eftir því sem á refsivistina leið en mismunandi var hve hátt fangamir komust í launum allt eftir þvi hve lengi þeir sátu inni. Jón Jónsson vinnumaður- inn úr Rangárvallasýslu sem sat inni í sex mánuði af átta fékk til að byija með 10 aura fýrir vikuna, eins og allir aðrir fang- ar, en hæst komst hann í 24 aura og þegar hann yfirgaf hegningarhúsið fékk hann útborgaðar 2 krónur og 22 aura.47 Guðlaugur Þórðarson snikkari sem sat inni í heil sex ár, byijaði á sama hátt og Jón með 10 aura fyrir vikuna og þegar mest var fékk hann 56 aura í eina viku en vikulaun hans vom vanalega 48 aurar síðustu mánuðina og þegar Guðlaugur yf- irgaf hegningarhúsið fékk hann útborgað- ar 64 krónur og 90 aura.J“ A meðan á afþlánun stóð fóm fangar á milli vinnustiga og þann 21. apríl 1875 var Guðlaugur Sigurðsson „búinn að vera í 3 mánuði á undirbúningsstiginu og ... [var] þá fluttur upp í 2. flokk þvingun- arstigsins."49 Þvingunarstigið kom á eftir undirbúningsstiginu sem allir fangar hófu vistina á og skiptist upp í þrjá flokka. Atti fanginn að vera ákveðin tíma í hveijum flokki allt eftir því hve þung- an dóm hann hafði hlotið. Þegar fangi fór af undirbúningsstiginu yfir á þvingunar- stigið var mismunandi hvort hann lenti í fýrsta eða öðmm flokki þvingunarstigsins og fór það eftir því hvemig hann hafði hagað sér á undirbúningsstiginu. Góð hegðun gat orðið til þess að stytta þann tíma er hann var á þvingunarstiginu og flýtt fýrir því að hann kæmist á yfirferðar- stigið sem var þriðja stig refsivistar og þar með flýtt fýrir frelsi sinu. Samkvæmt reglum hegningarhússins var refiingunni háttað á annan hátt en áður. Vinnutími fangans var styttri og hann átti að fa sambærilega iðju og hann myndi starfa við eftir að hann öðlaðist frelsi og hann var ekki lengur skyldugur til að vera við guðþjónustur. En umffam allt átti að hafa góðar gætur á því „hvemig hann notar hið meira ffelsi, sem honum er veitt.““ Yfirferðarstigið einkenndist því af millivegi helsis og frelsis. Bama- morðinginn Kristbjörg Björnsdóttir sat til að mynda aðeins inni í þijú ár af fimm og Guðlaugur Sigurðsson sat aðeins inni í 11 mánuði af 16.51 Með góðri hegðun hefhr þeim verið fært að stytta vistina og hefhr svo verið með flest alla fanga hegningar- hússins á nitjándu öldinni; með góðri hegðun tókst þeim að stytta sér vistina innan veggja hússins. Betrunarhúsfangar gátu jafnframt stytt hegningartímann „með þvi að vinna einir sér í kompu og vera í henni dag og nótt...“52 Fjórða og síðasta stigið sem var skilyrð- isbundin náðun eygðu aðeins fángar eins og Guðlaugur Þórðarson snikkari sem dæmdur var til sex ára typtunarhúsvistar og aðrir fangar er hlotið höfðu þyngri dóm. Til að fa náðun vom skilyrðin þau að fanginn hefði verið á yfirferðarstiginu í ákveðinn tíma og talið væri víst að hann mundi eftirleiðis hegða sér ráðvendilega og að búið væri að útvega fanganum sómasamlega atvinnu. Þann 5. október 1880 ákvað stjóm hegningarhússins að hafá samband við landshöfðinga varðandi Guðlaug Þórðarson, að hann „fengi uppgjöf á jafnlöngum tima af þvi sem hann á eftir að taka út af hegningu sinni og hann sat í gæslu- varðhaldi u.þ.b. 28 vikur, þarvið hann í síðari tíð hafi hegðað sér vel ... [og] alltaf hefir setið í einhýsi sem komið hefir af þvi að enginn annar typtunar- húsfangi hefir verið honum hér sam- tíða.“53 Fengi Guðlaugur snikkari skilyrðisbundna náðun væri honum fengið í hendur lausnarbréf þar sem mannkostir hans væm tíundaðir og sagt „að hann sé iðju- samur, ráðvandur og reglusamur; að hann nákvæmlega breyti eftir því, sem lög- reglustjómin kynna að leggja honum fýr- ir ... að hann öðmm kosti án ffekari dóms verði aftur setmr í hegningarhúsið, til þess að úttaka það, sem eftir er af hegningu þeirri, sem hann var dæmdur í.“54 Guðlaugur varð hins vegar að sitja inni í fhll sex ár áður en hann öðlaðist frelsi. Kann að vera að honum hafi verið synjað þar sem honum varð á í messunni meðan hann sat inni í hegningarhúsinu en góð hegðun og iðjusemi við vinnu var gmndvallarforsenda þess að föngum væri gefin skilyrðisbundin náðun. Árið 1878 viðurkenndi Guðlaugur Þórðarson að hafa laugardagskvöld eitt fýrir hvítasunnu „fengið vinnukonu fangavarðarins, Jak- obínu til þess að kaupa fýrir sig 1 ’/2 pela af koniaki, og hefur hann þá haft á hendi 2 kr. og ... fengið vinnukonunni 1 kr. til þess að kaupa koníakið og [aðra] sem þóknun fýrir greiðann."55 Hann sagðist „hafa geymt peninga þá er hann hafði, þegar hann kemur inn í hegning- arhúsið með því að pota þeim upp i rass- inn á sér og náð þeim aftur þegar hann hafði hægðir".56 Hæfileg hegning fýrir þetta brot Guðlaugs þótti þriggja daga fangelsi við vatn og brauð. Ekki var þetta í eina skiptið er hann braut af sér. Þann 7. júlí sama ár var hann í fang- elsisgarðinum og sást þá hafá „tal við einn fanga er var í kompu [í] gegnum glugga kompunnar. Var Guðlaugur alvarlega áminntur, að varast þess konar athæfi eftirleiðis."57 Ekki hefur þessi áminningin haft nægjanleg áhrif því tæpum tveimur ámm síðar viðurkenndi Þorbjörg Jóhann- esdóttir betmnarfangi „að Guðlaugur hafi lokið upp hurðinni [að klefa hennar] með lykli eða einhveiju verkfæri"58 og við rannsókn játaði Guðlaugur „að hann síðan skömmu fýrirjól 3 sinnum ... [hafi] farið inn í kompu þá er fanginn Þorbjörg Jó- hannesdóttir situr í með lykli er hann hafi búið til úr zinki og blýi.“59 Þorbjörg hélt því fram að hann hafi „haft við sig holdlegt samræði"60 í eitt skiptið er hann kom í klefa hennar en Guðlaugur „neitar því harðlega að hann hafi ffamið holdlegt samræði við Þorbjörgu, en hún hafi beðið sig um það, en hann hafi ekki viljað láta að vilja hennar í því efni.“61 Guðlaugur stóð fast á því „að hann hafi aldrei framið «reglulegt» holdlegt samræði við Þor- björgu, en aðeins þreifað um hana bera.“62 Undarlegt er þó að enginn dómur var kveðinn upp í agabroti þeirra Þorbjargar og Guðlaugs. Grautur, nærfatnaður og Guðsorð Fangamir þurftu að nærast meðan á vist- inni stóð og þann 22. júní 1874 var sett reglugerð „fýrir matarhæfi fanganna“ í hegningarhúsinu. Föngum var boðið upp á uxakjötssúpu eða baunir með svínakjöti á sunnudögum, graut úr bygg- eða hálf- gijónum á mánudögum og fimmtudög- um, súpu úr salt- eða sauðakjöti á þriðju- dögum og föstudögum og á laugardög- um og miðvikudögum saltfisk eða blaut- fisk. Með öllum þessum rétturn fengu þeir kartöflur eða rófur og „...þar að auki daglega V/2 pund af brauði og 3 pela af undanrenningi, helming til morgunverð- ar og helming á hvíldarstundinni að SAGNIR 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.