Sagnir - 01.06.1993, Qupperneq 102
fógeta. Skömmu síðar hverfa mennimir
með stúlkuna á milli sín út í hrollkaldan
norðanvindinn.
Sveinn Bjarnason stendur eftir á hlað-
inu og horfir á eftir fósturdóttur sinni í
fýlgd mannanna tveggja. Osjálfrátt flögr-
ar hugurinn til þeirrar stundar er Krist-
björg lida kom til Sauðagerðis, þá á fjórða
ári. Þeim hjónum hafði ekki auðnast að
eignast börn og tóku Kristbjörgu sem
eigin dóttur. Foreldrar hennar höfðu
ekki verið í stakk búin til að sjá henni
farborða, fáðirinn hafði takmarkaðar tekjur
af handtökum og þáði af sveit á meðan
móðirin sat heima með ungan son þeirra.2
Sveini var þungt i sinni þegar hann
gekk aftur inn í bæinn og lokaði hurð-
inni. Illur grunur sem undanfarið hafði
leitað á Ituga hans blossaði upp á nýjan
leik, en hanti vonaði hið besta fyrir hönd
nítján ára fósturdóttur sinnar.
Forboðin ást
I húsi fógetans var kalt. Þar sem
Kristbjörg Björnsdóttir sat og beið eftir
yfirheyrslum fór annað slagið skjálfti um
líkama hennar, en kannski stafaði sá
skjálfti af öðmm orsökum. Um huga
hennar flugu hundrað hugsanir, hver úr
sinni átt, en enduðu þó allar í sama
punktinum. Þessi hræðilegi dagur fleytti
henni aftur í martröðina sem hún var að
rísa upp úr, en var nú sokkin í dýpra en
nokkru sinni fyrr. Martröð sem hófst með
hræðilegum grun er læddist inn í huga
hennar með fýrstu vorboðunum og náði
hámarki einn nöturlegan og skelfilegan
dag að loknu sumri. Hún vissi ekkert
hvert hún átti að snúa sér. Þorlákur var
farinn úr vistinni upp í Borgarfjörð, en
hún sat ein eftir og þorði ekki að segja
fósturforeldrum sínum frá afleiðingum
ástarfunda hennar og Þorláks. Enda hafði
þeim verið illa við hann og þá sér í lagi
Sveini sem hafði ímugust á honum.3
Kristbjörg vissi því ekki sitt rjúkandi ráð,
var hrædd um að þeim myndi stórlega
mislíka að hún ætti barn með Þorláki og
greip því til eina ráðsins sem gafst í stöð-
unni. Hún þagði. Ædaði sér að láta
tímann leysa málið og bíða þess að einhver
annar en hún tæki af skarið.
Þannig leið sumarið 1874 áfram. Hún
gildnaði ekki meira en svo að gömlu fötin
leyndu þunganum að mestu, en hún
gættí þess þó ætíð að klæðast sem flestum
flíkum og var að jafnaði í fjórurn klæðnuð-
um og síðri peysu utan yfir. Eigi að síður
tók þeim sem nærri henni stóðu að gmna
að ekki væri allt með felldu. Þegar langt
var liðið á sumarið spurði Guðlaug
Magnúsdóttir fóstumióðir hennar, hvort
eitdivað amaði að henni þar sem hún væri
svo föl og tekin í framan.4 En Kristbjörg
tók þessu falega og sagði að líklega yrði
um sig sagt, að hún væri vanfær. Lét þá
Guðlaug talið niður falla, þar sem hún
vildi ekki gera fósturdóttur sinni órétt
til. Fleiri tóku eftir því að unga stúlkan
var ekki eins og hún átti að sér, þ.á.m.
Sveinn fósturfaðir hennar. Enginn krafði
Kristbjörgu þó sagna unt málið, en
orðrómurinn var kominn af stað og varð
þrálátari eftir því sem á sumarið og
haustið leið.
Leynd fyrir opnum tjöldum
Kristbjörg situr enn og bíður þess að yfir-
heyrslur hefjist. Hugurinn leitar
stjómlaust fram og aftur í leit að úrræð-
um, en þau finnast ekki. Unga stúlkan
neyðir sig til að líta til baka og lifa atburð-
inn skelfilega á nýjan leik. Hún leitar
svara sem engin eru, þarfnast huggunar
en finnur ekkert nema blákaldan veru-
leikann.
Haustíð læddist að með skuggum sín-
um. I tuttugustu viku sumars fara hjónin
í Sauðagerði í ferðalag upp í Borgarfjörð. A
leiðinni ræða þau heilsu Kristbjargar og er
greinilega órótt um að stúlkan kunni að
vera ófrísk. Spyr Sveinn konu sína hvort
það geti hugsast að hún muni eiga barnið
á meðan þau séu í burtu, en það aftekur
Guðlaug með öllu. Eigi að síður ákveður
Sveinn að spyrja sira Bjama Sigurðsson að
Lundi i Borgarfirði hvort Þorlákur
Kristjánsson vinnumaður hans ætti eitt-
hvað kaup inni hjá presti og ef svo væri
að halda þvi þá eftir, ef ske kynni að
Þorlákur hafi skilið eitthvað eftir sig í
vistinni í Sauðagerði og meintí hann með
því Kristbjörgu vanfæra.5 Ljúka þau
hjónin siðan erindum sinum og halda
heirn á leið.
Daginn áður en Sveinn og Guðlaug
koma heim er Kristbjörg að sinna verk-
um sínum i bænum. Hún liggur á
hnjánum og þvær gólf þegar henni
skyndilega verður illt, likt og hún sé með
kveisu. Stúlkan stendur því upp og
leggst í rúm sitt upp á lofti. A bænum
em einnig tvö böm og stálpaður piltur á-
samt tveimur vinnukonum, þeim Guð-
rúnu Helgadóttur fimmtugri og Krist-
björgu Þórðardóttur, tuttugu og eins árs
gamalli. Kristbjörg Þórðardóttir var ný-
komin í vistina úr Biskupstungum og
Guðrún hafði verið í kaupavinnu yfir
sumarið. Reyndar hafði Guðrún heyrt
eitthvert umtal um að Kristbjörg fóstur-
dóttir húsbænda væri með bami, en ekki
hugsað meira um það vegna þess að henni
var kunnugt um að stúlkan hafði neitað
þvi þegar húsmóðirin spurðist fýrir um
heilsu hennar.6
Þar sem Kristbjörg liggur upp á lofti
í rúmi sínu finnur hún að eitthvað er að
ske innra með henni. Hún dragnast þó
niður og skammtar bömunum að borða,
en leggst að því búnu í hjónarúmið niðri.
Þar sem hún liggur í rúminu missir hún
mikið blóð, nætuigagnið orðið fullt og
rúmfötin útötuð ásamt þeim klæðum sem
hún var i. Þær Guðrún og Kristbjörg
Þórðardóttír koma við og við til að líta
eftir henni, en hún segir þeim að hún
hafi einhveija kveisu og með henni
standi blóð. Láta þær það gott heita. Þeg-
ar hún hefir legið þama nokkra stund,
finnur hún að bamið er að því komið að
fæðast. I sömu andrá kemur Kristbjörg
vinnukona inn í herbergið og færir
henni mjólkurtevatn og tvíböku. Hún
sest síðan í rúmið á móti. A meðan hún
situr þar er bam ungu stúlkunnar að fæð-
ast. Eftir litla stund stendur hún upp og
gengur að dymnum. Þegar hún er
komin i dymar verður bamið viðskila við
móður sína og hljóðar. Þetta litla org er
þó ósköp lágt og vesældarlegt undir
sænginni, sem hggur yfir móður og
bami. Vinnukonan gengur út og lokar á
eftir sér hurðinni.7
Unga stúlkan liggur ein eftir í
rúminu með nýfætt bamið. Nú var felu-
leiknum lokið, nú varð hún að taka
ákvörðun um hvað gera skyldi. Ættí hún
að kalla á þær Guðrúnu og Kristbjörgu
og segja þeim si sona að hún hafi ekki
verið að missa blóð, heldur hafi þetta nú
verið bam sem hún skilji ekkert í
hvemig sé til komið. Eða, og tilhugsunin
varð skyndilega óbærilega áleitin, ætti
hún, þar sem enginn virtist vita af barn-
inu, að losa sig einhvem veginn við þetta
óæskilega afkvæmi sitt og hverfa aftur á
vit hins áhyggjulausa, dásamlega hvers-
dagsamsturs, laus við hina þungu byrði
líkama og sálar.
Skyndilega nær þessi mikla geðshrær-
ing tökum á henni, án þess að hugsa
100 SAGNIR