Sagnir - 01.06.1993, Side 106
Lára Magnúsardóttir
Hvers vegna var
þrælahald afnumið
í Bandaríkjunum?
Hugleiðingar um hreyfiafl sögunnar.
Hvemig stendur á þvi, að þræla-
liald var við lýði í Bandaríkjun-
um í meira en 200 ár? Þessi
spurning er oft borin upp og hefur nálega
jafnoft verið svarað með því, að hagsmunir
hvítra, sérstaklega í Suðurríkjunum haft
verið þar í húfi. Gífurlegir hagsmunir,
sem þeir hefðu fyrir engan mun viljað
glata. Sú skýring verður ekki dregin í efa,
enda er auðvelt að skilja, að menn sleppi
hendinni ekki auðveldlega af jafngóðum
kjörum og vinnumönnum, sem ekki þarf
að taka tillit til á nokkurn hátt. Að vísu
er ekki einsýnt, að þrœlafyrirkomulagið
liaft verið eins gott fyrir plantekrueigend-
urna og œtla mcetti, því að ekki er sjálfgef-
ið að þrælar séu gott vinnuajl. Þeir hafa
engan hvata til að standa sig vel í statft og
eru oft illa á sig komnir. En hvað blasti
við Bandarikjamönnum ef þrcelar fengju
frelsi og borgararéttindi? Fyrir hvíta, sem
stundum voru í minnihluta í þrcelaríkjun-
um, var það ekkifögur sjón. Tilhugsunin
um, að svertingjar gcetu kosið, haft áhrif
og umgengist hvíta, var ncestum óbærileg,
en svo fráleit, að festir töldu óhugsandi að
slikt gæti gerst. Hvers vegna var þrcelum
þá gefið frelsi? Hér verður reynt að leiða
rök að því, að í þessu máli, liafi hreyfiafl
sögunnar ekki verið efnahagslegir hags-
munir ákveðins Itóps, hvorki hvitra né
svartra, ekki stórmenni sögunnar, ckki
náttúruhamfarir eða veðurfar, ekki stétta-
barátta, heldur siðferðileg sjónarmið.
104 SAGNIR