Sagnir - 01.06.1993, Page 111
Þrœll verður hennaður; nieð frelsisskráimi l.janúar 1863 gengu margir leysingjar til liðs við her Norðurríkjaniia.
Rétt og rangt
Rök afnámssinna voru fyrst og fremst
siðferðileg og þrælahaldssinnum gekk illa
að hafa áhrif á skoðanir þeirra með sínum
siðferðilegu rökum, enda voru hagsmunir
einu rökin fýrir áframhaldandi þræla-
haldi og siðferði einu rökin fýrir því að
leggja það af.
Richard Kluger, bandarískur fræði-
maður, leggur áherslu á, að mannúð hafi
ekki alltaf verið ástæðan fýrir því, að
menn berðust gegn þrælahaldi. Hann
segir, að verkamenn í Norðurríkjunum
hafi óttast og fyrirlitið frjálsa svertingja
og litið á þá sem keppinauta um vinnu
og dragbita í launabaráttu. A sama hátt
var bændum og landnemum i vestri
meinilla við að fa þrælahald í nýju ríkin.
Hann leggur til dæmis áherslu á, að það
hafi ekki verið af mannúðarástæðum, sem
barist var gegn þrælahaldi i Kansas
heldur hafi hagsmunir almúgamanna,
sem töldu þrælana vera í samkeppni við
þá urn atvinnu, ráðið þar mestu. Hann
segir:
Og því var það að hvorki verkafólk í
Norðurríkjum né plantekrubændur í
Vesturríkjum kröfðust þess að þræla-
hald væri afnumið og svertingjar
fengju kosningarétt og pólitískt jafn-
rétti að öðru leyti.22
Hvorugur hópurinn, sem Kluger talar
um barðist fýrir mannréttindum, heldur
voru þeir báðir að veija hagsmuni sína,
sem þeim fannst ógnað af svörtum
verkamönnum og þrælum. Oðru gegndi
um þá, sem börðust á móti þrælahaldi í
einstökum nýjum ríkjum en þegar barist
var fýrir afnámi þess almennt. I fýrra
tilvikinu var verið að byggja upp nýtt
kerfi á nýjum stað, þar sem sérhver mað-
ur hlaut að taka afstöðu út frá eigin h^gs-
munum. Auðveldara var fýrir fatæka
bændur að koma undir sig fótunum þar
sem borgað var fýrir vinnu. Þar er engin
siðferðileg spuming á ferðinni. Menn gátu
barist hlið við hlið, hvaða afstöðu sem þeir
hafa tekið til þrælahalds almennt, hafi
þeir á annað borð tekið afstöðu. Þeir sem
börðust á móti þrælahaldi í Kansas gerðu
það fýrir eigin hag; í því stríði var hvorki
tekist á um mannúð né réttindi
svertingja.
Það má ekki rugla saman þrælahaldi
og misrétti milli kynþátta. Afnámssinnar
töldu, að þrælahald væri ómannúðlegt og
það samræmdist ekki kristilegu siðferði.
Flestir töldu þeir þó, að misrétti kynþátt-
anna væri eðlilegur hlutur og sambúð
svartra og hvítra væri óeðlileg, hvort sem
það byggðist á raunsæju mati á kynþátta-
fýrirlitningu almennt, eins og hjá
Thomasi Jefferson, eða á því, sem þótti
einnig raunsætt, mati á lágu þroskastigi
svertingja.
Abraham Lincoln, sem mýktist
reyndar mjög í afitöðu sinni til svertingja
og harðnaði i afstöðu sinni gegn þræla-
haldi með árunum, beitti báðum þessum
rökum. Hann sagði eitt sinn, að kynþátta-
fýrirlitning væri svo mikil, að ómögulegt
yrði að koma á pólitisku og lagalegu
jafnrétti2’ Þess vegna þótti honum rétt,
að koma svertingjunum burt. Nokkmm
SAGNIR 109