Sagnir - 01.06.1993, Page 122

Sagnir - 01.06.1993, Page 122
ert um þann trúarhita gefið sem blómstr- aði í húsagatilskipuninni, en fór æ minnkandi er leið á 19. öld. Karlmenn, ást og hjónaband Hvernig kynin drógu sig saman og stofnað var til hjónabanda á 19. öld var með nokkuð öðmm hættí en nú tíðkast. Oft var þar krafan um ást víðsfjarri. Kon- ur þráðu þó ástina; að giftast þeim sem þær elskuðu og vera elskaðar. Yfirstéttar- konur gátu frekar leikið sér með ástina. Þær áttu fjársterka að svo þær gátu setið heima lengur en fatækar alþýðustúlkur og kjáð við hitt kynið. 1 sendibréfi til vin- konu sinnar árið 1872 skrifar yfirstéttar- stúlkan Þóra Pétursdóttir um ástamál sín: Með Queen fór núna ungur, enskur piltur, 18 ára, ég man ekki nafn hans, en þess betur eftir andlitinu. I think I am falling in love with him ... Mér lá við að gráta þegar hann fór. Himininn grét hástöfum, því rétt sem Queen var að sigla burt af höfninni, var eins og hellt væri úr fotu, svo mikil var rigningin ... Eg held samt ég væri ó- huggandi, ef ég hefði ekki annað eftir, sem er nærri því enn betra, og það er -Lordinn þinn-, hann er dæmalaus. Við K. emm hreint frá okkur. Þú sérð ég hef stórt hjarta, fýrst það rúmar tvo í einu, ... 11 Konur vom óhressar með hömlur þjóðfélagsins á ástum þeirra. Þeim fannst þær svo sannarlega ekki alltaf eiga skilið fordóma þjóðfélagsins fyrir sakir sem þær að vilja ekki giftast eða að eignast bam i lausaleik. Stundum gátu þær staðið upp á móti straumnum en oftar, grunar mig, þurftu þær að beygja sig. Gunnþómnn Sveinsdóttir var ein þeirra sem klauf sig frá hefðunum og púaði á eiginmenn. Hún fæddist 1885, var einstæð ntóðir og vinnukona en náði þó með útsjónarsemi og hörku að konia sér áfram. Hún lét byggja hús á Sauðárkróki þar sem hún opnaði verslun. Hún vann mikið í bygg- ingunni sjálf, þvi henni ofbauð að taka tímavinnumenn til allra verka. Dag einn kom vinkona að máli við hana og sagði sí svo að hún skyldi nú betur fara að gifta sig en vera að atast í þessu. Gunnþómnn vissi lengra nefi sinu og svaraði: „Heldurðu að ég þurfi ekkert að gera, ef „Bóndalaus ég braska hcr, bóndinn erogfríiin. ég gifti mig? Ég held ég vilji nú heldur atast í þessu og öðm eins, heldur en leggja út í að gifta mig.” Að endingu samdi hún fjórar stökur af þessu tilefni. Hér er ein þeirra. Bóndalaus ég braska hér, bóndinn er og frúin, því forðum reyndist fallvölt mér frænda og vina trúin.12 1844 skrifar Guðríður Magnúsdóttir til Finns bróður sins. Ahyggjur af framtíð Sigríðar dóttur hennar vom henni efst í huga. Hún var orðin gjafvaxta og pilt- arnir famir að lít’ana hým auga. Þar kom að einn bað um hönd dótturinnar sent svaraði að hún ...hefði öngvan hug á honum eða neinum manni, sem hún hefði augum litíð, svoleiðis, að sig langaði til að eiga þá. Þar fýrir vissi hún ekki, hvort það ætti fýrir sér að liggja að deyja ógift, mundi því vera vogun að afsegja þetta, ef hann væri eins guðelskandi og góður og madaman segði, því um gáfur hans og lærdómsdugnað og sparsemi væri öllum augljóst.13 Staða Sigríðar var erfið. Hún vildi bíða þar til hún rækist á þann sem næði ástum hennar. En með væntíngum um ást, eða “hafa hug” á þeim útvalda var hún um leið að hætta á að missa góð mannsefni út úr höndunum. Jafnvel að deyja ógift. Það var nú ekki það sem konum var ædað. Þær áttu að elska og eignast böm, í heilögu hjónabandi. Hlutskipti þeirra sem ekki giftust var oft vinnumennska. Ekki var þó tómt ástleysi og einber hagsýni í hjónaböndum síðustu aldar. Oft kraumuðu eldheitar tilfinningar und- ir torfþökunum. Rétt eins og í dag gátu karlmenn fýllt hjörtu kvenna jafnt af gleði sem sorg eins og dæmin hér á eftir sýna. Júlíana Jónsdóttir orti fýrir aðra konu ljóðið “Skilnaðatskrá”. Að eiga þræl fýrir einkavin aldrei mun tryggðum fest; þar á jeg skyldi þekkja skyn; þú hefur kennt mjer best. Sakleysis þú með blíðum blæ brostir mjer hýrt á mót, en höggonnsins grimmd, - jeg gleymt ei fæ- geymdir i hjartarót.14 Ingunn Jónsdóttir segir sögu af hjón- um sem hún kynntist ung. Þau voru komin af æskuskeiði og höfðu verið farsæl og samhent í sínu hjónabandi. Síðan gerðist það eins og Ingunn sjálf orðar það 120 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.