Sagnir - 01.06.1993, Side 125
„Konur áttu sér drauma og þrár enfórnuðu þeim fyrir skyldur sínar í þjóðfélaginu.
Um hvað dreymdi konur? Hvað heföu
þær gert við líf sitt ef þjóðfélagsaðstæður
heföu verið aðrar? Flestar sóttust eftir
menntun. Olínu Jónasdóttur farast svo
orð: “Eg þráði að læra eithvað meira en al-
geng störf. Eg var þunglynd og draum-
óragjöm, og vísur mínar og kvæði lýstu
megnustu svartsýni.”29
Sigríður Pálsdóttir lætur sig dreyma
um hvað hún myndi gera ef væri hún
unglingsdrengur, í bréfi til bróður síns.
En væri ég unglingsdrengur með
nokkmm kjark og menningarhug og
mætti sjálfur fýrir mig kjósa, held ég
reyndi að koma mér á norskan land-
búnaðarskóla og reyna að læra þar jarð-
arrækt o.s.frv. Líka þætti mér gaman
að læra lifandi mál. Nú get ég ekki
lengur verið drengur, þó mig langi til
þess, af því mér er svo illt undir síð-
unni.30
Þetta er ekki einleikið; Guðrúnu Borg-
fjörð dreymdi einnig um að vera drengur.
Hvers vegna?
Eg var ekki gömul þegar ég skildi
það, að ég væri ófríð, og var það Guðríð-
ur Davíðskona, sem best gekk fram í
því að láta mig vita það og skilja ...
T.d. sagði hún einu sinni við
migf’Blessuð, láttu ekki augabrýmar
á þér fara alveg niður fýrir augu. Þú
ert nógu ljót samt.” I annað sinn
komum við Finnur (bróðir hennar) til
konu einnar. Ég var víst send þangað.
Þar var Guðríður stödd. Þá segir hún:
,Ja, hvað stelpan er inikið ljótari en
drengurinn. Hann er svo laglegur.”
... Ég var svo óheppin að vera elst og
þar að auki stúlka. Oft óskaði ég, að ég
heföi verið drengur.3'
Ohnu Jónasdóttur dreymdi einnig um að
fa að mennta sig. “Mig dreymdi vöku-
drauma, mig langaði til að fara í skóla og
læra, sérstaklega langaði núg til að læra
landafræði, en þó helst um Island.”32
Annars vegar dreymdi konur fram-
sækna drauma um að vera í spomm karl-
manna, þ.e. hljóta menntun og vera
metin að verðleikum burtséð ffá úditi.
Hins vegar dreymdi þær fórnfúsa
drauma um hag sinna nánustu, eða hóg-
væra drauma um örHtla jarðneska gleði.
Þar rná nefna konuna sem ekki fór fram
á meira en mann sem ætti svolítinn jarð-
arskika. Draumur hennar var lítillátur,
og sagði hún það vera vegna þess,
SAGNIR 123