Sagnir - 01.06.2001, Page 15

Sagnir - 01.06.2001, Page 15
Árni Helgason er fæddur árið 1964. Hann útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 2001. Árni stundar nú MA nám við University of Sussex. Sigur nýfrjálshyggjunnar?1 Um efnahagsstefnu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar 1983-1987 Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sem sat að völdum frá því í maí 1983 til júlí 1987, beitti sér fyrir róttækum breytingum í átt til markaðsvæðingar íslensks efnahagslífs. Vextir voru gefnir frjálsir, verðlag varð frjálst að mestu og hömlum af gjald- eyrisviðskiptum var að miklu leyti aflétt. Allt gerðist þetta á til- tölulega stuttum tíma, eða frá janúar 1984 til loka árs 1986. Voru þessar breytingar í takti við það sem var að gerast í Evrópu á sama eða svipuðum tíma og rakið er til nýfrjáls- hyggju? Fylgdi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hug- myndafræði nýfrjálshyggjunnar? Á níunda áratugnum urðu hugmyndir, sem voru kenndar við nýja hægrið, nýfrjálshyggju eða ámóta hugtök vinsælar. Þessar hugmyndir spruttu úr jarðvegi háværrar gagnrýni á velferðar- kerfið og efnahagslíf sem rekið hafði uppá sker á áttunda ára- tugnum. Sífellt hærri ríkisútgjöld og auknar kröfur um félags- lega þjónustu og meiri réttindi almennings, á sama tíma og olíu- verðskreppa og almenn efnahagsleg lægð ríkti á Vesturlöndum kallaði á nýjar og breyttar hugmyndir um stjórn efnahagsmála. Ríkisstjórnir Evrópu þurftu að glíma við vaxandi óstöðugleika í efnahagslífi, aukna verðbólgu og atvinnuleysi, svo og meira óöryggi í peningamálum eftir að fastgengiskerfið hrundi til grunna á árunum 1971-1973 og við tók fljótandi gengi. Atvinnuleysið jókst eftir 1973 og verðbólgan magnaðist á sama tíma og tiltrú almennings á hefðbundnum úrræðum ríkisstjórna í efnahagsmálum minnkaði. Keynesisminn2 sem byggði á eftir- spurnarstjórn ríkisins til að jafna út sveiflur í hagkerfinu og á því að valið stæði um atvinnuleysi eða verðbólgu, dugði ekki lengur. Þegar samdráttur og atvinnuleysi fór saman við aukna verðbólgu gagnaði ekki að auka opinberar framkvæmdir til að slá á atvinnuleysið því líklegast var að það myndi einungis auka á vandann með aukinni þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Við þessar aðstæður komu fram frjálshyggjuviðhorf sem ekki höfðu verið áberandi frá því fyrir fyrri heimsstyrjöld. Þessi viðhorf hafa verið kölluð ýmsum nöfnum s.s. Thatcherismi, rót- tæka hægrið, framboðshagfræði, uppreisn skattgreiðenda, pen- ingamagnshyggja eða Reaganhagfræði og nýja hægrið. Ekki er um eina hugmyndastefnu að ræða heldur margar hugmyndir sem fram komu á sama eða svipuðum tíma. Áttu talsmenn þeirra það flestir sameiginlegt að þeir gagnrýndu hvernig efna- hagsmálum hafði verið stjórnað frá lokum seinni heims- Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem sat að völdum 1983 til 1987 gerði veigamiklar breytingar á efnahagsmálum í frjálsræðisátt. Er hægt að kenna stjórnina við nýfrjálshyggju? styrjaldar og töldu þeir að verkefni og valdsvið rík- isins væru komin út yfir eðlileg mörk. Hlutverk ríkisins væri fyrst og fremst að gæta öryggis borgar- anna og setja skýrar leikreglur sem markaðurinn og ríkisvaldið störfuðu eftir. Þess yrði að gæta að ríkið misbeitti ekki valdi sínu í þágu óskilgreindra almannahagsmuna til að seilast inná þau svið sem einstaklingnum tilheyrðu. Samkeppni einkafyrir- tækja á markaði væri hin rétta og eðlilega leið til að draga fram bestu þjónustuna fyrir neytendur og þar með almenning og því bæri ríkinu að tryggja sam- keppni þar sem henni yrði við komið og vera ekki sjálft í rekstri.3 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.