Sagnir - 01.06.2001, Page 21

Sagnir - 01.06.2001, Page 21
keppni á sem flestum sviðum og gera endurbætur á því sem þeir kölluðu úrelt stjórnkerfi i átt frá miðstýringu og koma á raun- vöxtum í stað niðurgreiddra vaxta.50 Rétt er og að hluti af þeim tillögum sem Davíðsnefndin gerði kom til framkvæmda í ráð- herratíð Jóns Sigurðssonar og hann beitti sér auk þess fyrir víð- tækara frelsi í gjaldeyrismálum með því að í reglugerð frá 1. september 1990 er gert ráð fyrir að gjaldeyrisviðskipti verði frjáls hinn 1. janúar 1993.51 Því er óhætt að fullyrða að Alþýðu- flokkurinn var ekki á móti markaðsvæðingunni þó svo flokks- samþykktirnar segi annað, en það er fráleitt að eigna flokknum frumkvæði breytinganna. Frjálshyggjustjórn? Hugmyndir talsmanna nýfrjálshyggjunnar beggja vegna Atlantsála mörkuðust af kröfum um minni afskipti ríkisins af efnahagsmálum. Áherslan var á að fyrirtæki og einstaklingar réðu sínum málum sjálfir án afskipta ríkisvaldsins að svo miklu leyti sem mögulegt var. Þeir töldu að markaðnum væri best treystandi til að ná hagkvæmustu niðurstöðunni fyrir samfé- lagið í heild sinni. Ríkið ætti ekki að taka ákvarðanir um verð- lag og þjónustu einkafyrirtækja og skipta sér sem allra minnst af atvinnurekstri og koma sér útúr honum þar sem það átti við. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar beitti sér fyrir breyt- ingum á veigamiklum sviðum efnahagsmálanna. Bönkunum var veitt frelsi til að ráða sínum málum sjálfir, ákvarðanir um verð- lagningu vöru og þjónustu voru að langmestu leyti úr höndum hins opinbera og gjaldeyrisviðskipti voru að mestu leyti frjáls er ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar lét af völdum. Hins veg- ar var ekki um að ræða að ríkið drægi sig út úr þeim atvinnu- rekstri sem það hafði með höndum; það átti enn stærsta hluta bankakerfisins, rak verksmiðjur og þjónustufyrirtæki. Aðgerðir stjórnarinnar í þeim málum sem hér hafa verið skoðuð voru tví- mælalaust undir áhrifum frá nýfrjálshyggjunni enda hafði ann- ar stjórnarflokkanna haldið sjónarmiðum þeirrar stefnu mjög á lofti um nokkurt skeið og flestir talsmanna Framsóknarflokks- ins virðast hafa aðhyllst sum þessara sjónarmiða í megin- atriðum. Andstöðu var helst að finna hjá Alþýðubandalaginu en þar sem það var utan stjórnar hafði það lítil áhrif á framvindu mála. Alþýðuflokkurinn var í reynd sammála þessum breyt- ingum í meginatriðum þrátt fyrir kosningayfirlýsingar og stefnuskrár í öðrum anda sem kann að hafa mótast af tengslum flokksins við verkalýðshreyfinguna. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar virðist því með réttu mega kalla frjálshyggjustjórn. Tilvísanaskrá: 1 Grein þessi er byggð á BA ritgerð höfundar í sagnfræði frá árinu 2001, „Endurreisn markaðshyggjunnar - á íslandi á níunda tug 20. aldar“. Þar er ítarlegri umfjöllun um þær breytingar sem urðu á tilteknum þáttum í íslensku efnahagslífi á tímabilinu 1981-1990 og greiningu á afstöðu stjónrmálaflokkanna til þeirra. Guðmundi Jónssyni eru þakkað- ar nytsamlegar ábendingar og athugasemdir við samningu þessarar greinar. 2 Henrik Christofferson, Danmarks 0konomiske Historie. Efter 1960. Árhus 1999, bls. 160-172 - Andrew Gamble, The Free Economy and the Strong State The Politics of Thatcherism. Basingstoke og London, 1989, bls. 3 og 7. 3 Sjá allítarlega umfjöllun um nýfrjálshyggjuna í David Green, The New Right. The Counter-Revoltion in Political, Economic and Social Thought. Brighton, 1987 - John Gray Beyond the New Right. Markets, government and the common environment. New York, 1993 og um Thatcherisma sérstaklega í Gamble, The Free Economy and the New State. The Politics of Thatcherism. Basingstoke og London, 1989. 4 Stefnuyfirlýsing og starfsácetlun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. [Reykjavík], 1983, bls. 6. 5 Stjórnartíðindi 1979 A, 22-25. 6 ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/525 2 Bankamálanefnd. Bréf dags. 29/4 1983 undir- ritað Þ.ól. er líklega Þórður ólafsson. 7 ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/525 2 Bankamálanefnd. Fréttatilkynning frá viðskiptaráðuneytinu um störf bankamálanefndar dags. 23.3 1984. 8 Þjóðarbúskapurinn 1988, Reykjavík, 1989, bls. 61. 9 Stjt. 1985 A, 280-308. Um er að ræða lög nr. 86 og 87, 4. júlí 1985. 10 Alþingistíðindi 1984-1985 A, 2990-2991 - Stjt. 1985 A, 280-308. 11 ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/525 2 Greinargerð Kjartans Jóhanns- sonar um frumvarp til laga um viðskiptabanka dags. 5.4. 1984. Einnig birt sem fylgiskjal frumvarpsins er það var lagt fram á Alþingi sjá Alþt. 1984-1985 A, 3008-3010. 12 ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/525 2, Bankamálanefnd. ódagsett sér- álit Lúðvíks Jósepssonar. 13 Sama heimild. Einnig birt sem fylgiskjal frumvarpsins er það var lagt fram á Alþingi sjá Alþt. 1984-1985 A, 3011-3012. 14 Alþt. 1984-1985 B, 4425-4435, beina tilvitnunin er á blaðsíðu 4432. 15 Alþt. 1985-1986 B, 2366. 16 Handstýringu var beitt í september 1988. Sjá Stjt. 1988 A, 216-220 - Morgunblaðið, 29. september 1988, bls. 2 og 41, Annáll efnahagsmála 1988-1992, bls. 23. 17 Alþt. 1985-1986 B, 2363-2365. 18 Sama heimild, 2370-2381, 2424-2434. 19 Sama heimild, 2429. 20 Stefnuyfirlýsing og starfsácetlun ríkisstjómar Steingríms Hermanns- sonar, bls. 6. 21 ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/481 1 Afnám verðlagsákvæða 1984, [ódagsett] - ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/480 2, Bréf dags. 21. 6. 1984 frá Georg Ólafssyni til Matthíasar Á. Mathiesen. 22 ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/480 2. Bréf dags. 21. 6. 1984 frá Ge- org ólafssyni til Matthíasar Á. Mathiesen. 23 Stjt. 1979. A,: 206-209 - Stjt. 1979 B, 1007-1016. 24 Sjá t.d. mál Jakobínu Eriksen í ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/507 2, bréf dagsett 14.10. 1980 frá utanríkisráðuneytinu og fleiri bréf í sömu öskju. 25 ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/509 1 Skipunarbréf Þórhalls Ásgeirs- sonar. ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/509 1, minnisblað um hverjir skip- aðir höfðu verið í nefnd ráðherra, ódags. 26 ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/509 1, Bréf frá gjaldeyrisnefndinni til ráðherra um skilaskyldu gjaldeyris dags. 27. október 1983. 27 Þjóðarbúskapurinn: annáll efnahagsmála 1977-1988. Reykjavík, 1988, 70. 74 sjá og lög nr. 73/1983, Stjt. 1983 A, 121. 28 ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/509 1, Breytingar á reglum Seðlabank- ans um innlenda gjaldeyrisreikninga, dags. 30.8. 1984 (Drög) - Sjá Þjóð- arbúskapurinn. Annáll efnahagsmála 1977-1988, bls. 78. 29 Lýður Björnsson, Saga kaupmannasamtaka íslands. Afmœlisrit. Kaup- menn og verslun á íslandi. Reykjavík, 2000, bls. 93-94 - ÞÍ. Viðskipta- ráðuneyti 1994 B/509 1: Bréf Davíðs Ólafsssonar til viðskiptaráðuneytis- ins um störf gjaldeyrisnefndarinnar, dags. 26. maí 1987. 30 Þjóðarbúskapurinn. Annáll efnahagsmála 1977-1988, bls. 84. 31 ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/509 1, Bréf Davíðs Ólafsssonar til við- skiptaráðuneytisins um störf gjaldeyrisnefndarinnar, dags. 26. maí 1987 - ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994 B/392 2, Changes in trade policy and exchange restrictions. Ódagsett skjal. Sjá ennfremur reglurgerð Seðla- bankans í ÞÍ. Viðskiptaráðuneyti 1994, B/509 1, Reglur gjaldeyriseftirlits- ins um fjármögnunarleigu byggðar á auglýsingu viðskiptaráðuneytisins, dagsett 6. maí 1986 og reglum gjaldeyrislaga nr. 63/1979. Drög. nóvem- ber 1986 og reglugerð nr. 227/1987 Stjt. 1987 B, 457-461. 32 Stjt. 1990 B, 843-851. 33 Sjá Árni Helgason, Endurreisn markaðshyggjunnar, bls. 26-28. 34 Tillögur Alþýðubandalagsins í efnahags- og atvinnumálum. Reykjavík, 1978, 5.3.3. 35 Þingtíðindi: flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins 19.-21. nóvember 1982. Reykjavík, 1983, bls. 9. 36 Alþt. 1983-84, B, 5908-5912, einkum 5908. 37 Sama heimild, 5938-5939. 38 Leiftursókn gegn verðbólgu, bls. 1. 39 Sama heimild, bls. 9-10 - Frá upplausn til ábyrgðar, Kosningayfirlýsing Sjálfstceðisflokksins við Alþingiskosningarnar 23. apríl 1983, Reykjavík, 1983, bls. 1-2. 40 Alþt. 1981-1982 B, 2567. 41 Dagur B. Eggertsson, Steingrímur Hermannsson. Forsœtisráðherra. Ævisaga, III, Reykjavík, 2000, bls. 79-82. 42 Alþt. 1986-1987, 2950-2951. 43 Sjá t.d. Morgunblaðið 21.12. 1979, bls. 16-17. 44 Tíminn 20.4. 1983, bls. 5. 45 Alþt. 1977-1978 B, 4344: Alþt. 1981-1982 B, 2579, 3945, 4163-4164. Alþt. 1983-1984 B, 5915. 46 Dagur B. Eggertsson, Steingrímur Hermannsson III, bls. 40-41. 47 Stefnuskrá Alþýðuflokksins. Samþykkt á 43. flokksþingi t október 1986, Reykjavík 1988, bls. 6. 48 Sama heimild, bls. 6, 9, 13-14 og 19. 49 Helstu umbótamál Alþýðuflokksins 1987-1995, [án staðar] 1995, einkum bls. 6. 50 Alþt. 1981-1982 B, 2064, 2570, 2572, 3945 - Alþt. 1983-1984 B, 1470, 5944-5945 - Alþt. 1986-1987, 2870, 4057-4059. 51 Morgunblaðið 3. ágúst 1990, bls. 23. 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.