Sagnir - 01.06.2001, Síða 39

Sagnir - 01.06.2001, Síða 39
sér í hugarlund að menn hafi notað (stór)gripahúð eða timbur- hurð til að loka dyrum í þeirri vistarveru sem fjölskyldan dvaldi einkum í og draga þannig úr hitatapinu yfir í aðra hluta húss- ins. Auk heldur hafi hún dregið úr loftskiptum eftir mætti og því ekki opnað útidyr nema brýna þörf bæri til. Þá var ónn gjarnan kynntur á bæjum og þar var hann aðalhitagjafinn. Hann er þekktur í torfbæjum hérlendis allt frá 15. öld en ónum fer fækk- andi eftir því sem nær dregur 19. öld og þeir hverfa úr heim- ildum skömmu eftir 1800.3 Það er furðuleg mótsögn við þá stað- reynd að á 18. og 19. öld er veðurfarshiti í lágmarki hér á landi, einna lægstur milli áranna 1860-1890.'' Hugsanlega á sér það skýringu í almennu eldiviðarleysi, hafi eldsneyti skort þá í stórum stíl. Síðast en ekki sízt hafa menn eflaust leitazt við að klæða af sér kuldann. Fimmtán gráóu innihiti naumur á hitaveitutíð Allir hafa þessir þættir, og ef til vill fleiri, lagzt á eitt um að koma hitanum í þær +15° C sem gengið er út frá hér að ofan. Samt má ætla að oft hafi verið mikill barningur að ná því marki. Sjálfsagt hafa fullfrískar manneskjur á góðum aldri staðið einna bezt að vígi í því efni en börn og gamalmenni heldur höllum fæti. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. í öðru dæminu hér að ofan er gert ráð fyrir 14 fullorðnum manneskjum á aðeins 24 fermetra fleti, þannig að hver einstaklingur hefur aðeins um 1,7 fermetra gólfrými. Þar er því þéttskipað, sennilega allir sitjandi við iðju sína á kvöldvöku í baðstofu. Gólfflöturinn er ekki stór eins og sést af því að ekki er óalgengt nú á tímum að tveggja herbergja íbúðir séu 50-60 fermetrar. En 14 manns á 24 fer- metra fleti gefa sýnilega miklu meiri varma af sér heldur en hópur fimm einstaklinga, sem einnig er sýnt dæmi um. Fimm- menningarnir hafa því að öðru jöfnu búið við miklu meiri kulda og hafa jafnframt orðið að leggja mun harðar að sér við að útvega sér nauðsynlegan viðbótarhita. í þessu sambandi er nauðsynlegt að benda á, að +15° C inni- hiti er tveimur stigum lægri en sá lágmarkshiti (+17° C) sem hönnuðum er gert að miða við þegar nýtt íbúðarhúsnæði er hannað nú á tímum. í ofanálag þætti sennilega flestum íslend- ingum sá hiti naumt skammtaður á hitaveitutímum, þegar algengur innihiti mun vera +20° til +25° C. Þau tvö grundvallar- atriði mynda mikilvægan sjónarhól fyrir okkur nútímamenn, er við virðum fyrir okkur þær aðstæður í húsnæðismálum sem áar okkar bjuggu við. Með þær í huga getum við betur gert okkur í hugarlund líðan, heilsu og lífsbjargarmöguleika þess fólks, er mátti búa við hitastig innanhúss sem á vetrum var, löngum stundum, frá því að vera (langt) innan við frostmark og misjafn- lega langt í átt til þess sem við teljum viðunandi nú á tímum. Eðlilegt er að reynt verði að rannsaka sambandið milli torf- bæjanna sem fólkið bjó í, heilsu þess og lífaldurs. Hver var með- alaldur fólksins og hvernig var heilsu þess háttað? Hvaða sjúk- dómar hrjáðu það helzt? Hver áhrif hafði lágur innihiti á börn- in? Átti hann sinn þátt í hinum mikla barnadauða? Og hver áhrif hafði hann á eldra fólk sem stóð ekki jafn vel að vígi? Svo að ekki sé talað um áhrifin á barnafjölskyldurnar, ung hjón með mörg börn. Húsakynnin sem þjóðin býr við í dag, geta talizt fullnægjandi vegna þess að þau eru rúmgóð og hlý, halda bæði vatni og vindi og eru íbúunum heilsusamleg. Þau fullnægja með öðrum orðum sagt þörfum fjölskyldnanna og heimilanna. Þessi atriði einkenndu hins vegar ekki torfbæina gömlu og mældir á sama kvarða hafa þeir því verið afar ófullnægjandi. Við mat á því hve ófullncegjandi þeir voru í reynd er unnt að taka mið af frásögnum þess fólks sem í bæjunum bjó. Einnig er hægt að framkvæma vísindalegar rannsóknir í þeim bæjum sem uppi standa. En jafnframt þessu má leggja til grundvallar byggingar- efnarannsóknir í vísindalegum rannsóknastofnunum. Þær nið- urstöður sem þannig fást, ættu að gera mönnum kleift að meta, betur en áður, áhrif húsakostsins á líf og kjör fólks- ins í landinu. Mikilvægt er að það verði gert, svo að raunsönn mynd fáist af lífi þess og þeim aðstæðum, sem það bjó við. „Aumlegu húsakynnin setja á oss... skrælingjamerkið." Ófullnægjandi húsnæðisaðstæður í torfbæjunum hljóta að hafa haft gífurleg áhrif í þjóðlífinu. Auðvelt er að gera sér í hugarlund að þau lélegu híbýli sem torfbærinn var, hafi dregið þrek úr fólki, stytt líf þess að marki, valdið þó nokkru um takmarkaða fjölgun landsmanna, bæði um lengri og skemmri tíma, og torveldað bæði einstaklingum og almenningi að njóta sín, í eigin þágu og þjóðarinnar. Guðmundur Hannesson segir um torfbæinn í Skírni árið 1918 að „húsakynnin hafi rík áhrif á allt líf þjóðarinnar, alla hennar menningu. Ég veit dæmi þess að nú í frost- unum síðastliðinn vetur var hitinn í baðstofunni á einum sveitabæ 17° frost eða meira. Og þar voru ung börn. Getur nokkur talið slíkt samboðið siðaðri þjóð? Aumlegu húsakynnin setja á oss, framar öllu öðru, skrælingjamerkið.“5 Dagný Heiðdal bendir á að „ungbarnadauði var mjög mikill á 18. öldinni, eða allt að 40%.“s Þá tók eldsneytisskortur alvarlega að segja til sín hér á landi, „líkamshitinn tók við af varma ofnsins.117 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson komust að þeirri niðurstöðu á 18. öldinni að menn hefðu týnt niður húsagerðarlist forfeðra sinna og því væri húsa- gerð l^ikari en ella.8 Eitt dæmi um það, frá síðari tímum, var, að undirstöður húsveggja (sökklar) voru ekki alltaf nægilega traustar, þannig að hætta var á að húsveggirnir skekktust og aflöguðust, til dæmis af völdum vatns eða frosta sem og vegna frostskemmda inni í þeim.9 Á tímum Eggerts og Bjarna, sem og reyndar á undan og eftir, voru flestir bændur leigu- liðar á jörðum. Eflaust hafa þeir orðið að láta það sitja fyrir að greiða landsdrottnum sínum öll skyldug afgjöld áður en þeir gátu lagt fé til viðhalds á húsum sem ætla má að þeir hafi almennt orðið að snara út, hafi þurft á því að halda. Þá hefur starfsorka einyrkj- anna líka verið takmörkunum háð og líklegt að öflun brýnustu lífsnauðsynja hafi verið látin sitja fyrir öllu öðru. Ætla má að þetta hvorttveggja hafi leitt til langvarandi vanrækslu á viðhaldi sem næsti leiguliði á eftir hefur væntanlega orðið að taka við, ef til vill án þess að fá mikið að gert. Þannig kunna híbýlin smám saman að hafa farið versnandi. Og það hlýtur að hafa komið niður á fjölskyldunum í (sífellt) verri aðbúnaði og lakari heilsu. Þannig hefur myndazt stórháskalegt ástand í húsnæðismálum þjóðarinnar, sem líklegast er að hafi verið við lýði öldum saman. Svo sem áður hefur verið greint frá er torfbær sá sem hér er fjallað um, sýndarveruleiki sem hvergi er til annars staðar en í tölvu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. En hann byggist samt á til- teknum vísindalegum forsendum sem þar hafa verið sannreyndar við rannsóknir á hlutaðeigandi bygging- arefnum. Hann stendur því fyrir sínu. Engu að síður er ljóst að bæjarhúsin gömlu hafa vitaskuld verið afar misjöfn í reynd, háð mörgum efnisþáttum og raunverulegri uppbyggingu þeirra. Þannig eru mörg atriði harla misjöfn, frá einum bæ til annars og milli landshluta. Er því örðugt að „löggilda“ einhvern 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.