Sagnir - 01.06.2001, Page 48

Sagnir - 01.06.2001, Page 48
undi sumarið 1809, hafði skort nærfellt allar nauðsynjavörur um alllangt skeið. Kaupmaðurinn á Arnarstapa hafði verið víðs- fjarri landinu undanfarin tvö ár og engar nauðsynjar höfðu borist í kaupstaðinn á þeim tíma. Það eina sem var fáanlegt voru steinkol, salt og lítilsháttar af timbri. íbúarnir í nágrenni við Arnarstapa höfðu neyðst til þess að kaupa nauðsynjar á borð við færi og járn með miklum tilkostnaði í Ólafsvík. Ástandið var því hið óvænlegasta að mati íbúanna. Hvað skorti þá helst? Thorlacius drakk t.d. í sig kjark og þrótt á erfiðis- stundu úr „hálfflösku af messuvíni..." sem kaupmað- urinn hafði fengið henni, „og saup...vænan munnsopa úr henni...“.108 Séra Sæmundur Oddsson sá sig nauðbeygðan til þess að rita biskupi sínum ,,[a]uðmjúk[a] fyrirspurn“ í september 1811 þar sem í óefni stefndi vegna skorts á messuvíni: Hver ráð á ég að hafa, minn elskuverðasti herra biskup...þegar eg get hvorki fengið messu- eða rauðavín handa þeim, sem til altaris ganga? Prófastur minn...leiddi í tal við mig um berjalög, sem hér í landi hefði um eina tíð brúkaður verið í viðlíka tilfelli, vegna styrjaldar í umliðinni tíð, en nú eru hér ekki ber svo vaxin, að til þess séu brúkanleg. Mundi minn herra ekki vilja leyfa mér að brúka mjöð í staðinn fyrir vín, ef fengið gæti, eður blanda hana lítið með vatni, þar fleiri af mínum fáu sóknarmönnum vilja heldur tómt vatn í víns stað, heldur en að vera mjög lengi án sakramentisins... að fá ekki þá eptir- þreyðu endurnæring af sakramentinu, vill gera það mikið óþolinmótt ... Þessvegna bið eg hér með auðmjúkast, að þér, minn herra! Vilduð gefa mér yðar einlæga og föðurlega þanka til eptirréttingar, svo að mín sóknar- börn geti fengið sína nauðsynlegu sálaránægju í svo mikilvægu efni...109 í boði hjá Frydensberg árinu áður greindi Hr. Fell, kaupmaður, frá því að hann hefði flutt með sér dálítið af oblátum til kirkjunnar á íslandi og að biskup hefði undir eins svarað á þá leið, með aðstoð túlksins: „ Tell the gentlemen that the Icelandic church could have relished some wine too;’ and followed the speech by a vociferous burst of laughter."110 Biskup virðist því hafa verið hinn rólegasti yfir nauðþurftum kirkjunnar og svaraði séra Sæmundi norður í Húna- vatnssýslu á þá leið, þremur mánuðum síðar, að það væri ekki þóknanlegt að bjóða sóknarbörnum upp á berjalög eða mjöð, hvað þá vatn! Biskupinn benti Sæmundi á að ágætis rauðvín og madeira væri fáan- legt í Reykjavík. Það væri að vísu dýrt en svo sterkt að óhætt væri að blanda það með vatni.111 Ráðlegg- ingar biskups voru í samræmi við boð konungs frá árinu 1808 þegar vínskortur í landinu var fyrirsjáan- legur. En konungur hafði mælst til þess að messuvín yrði drýgt með vatni. Ef svo bæri við að algjör vín- skortur væri í landinu bæri biskupi að meta hvað mætti nýta í stað vínsins.112 Skortur á Snæfellsnesi árið 1809- staðbundið dæmi um bjargræði íbúanna íslendingar dóu ekki ráðalausir á harðinda- og styrj- aldarárunum í upphafi 19. aldar. Það sem skorti var reynt að bæta með öðrum úrræðum. Skorturinn var þó greinilega almennur líkt og Jörgen Jörgensen, öðru nafni Jörundur hundadagakonungur, komst að raun um eftir að hann hrifsaði eftirminnilega til sín völdin sumarið 1809. Jörundur hafði óskað eftir því að yfirvöld sendu skýrslur um það hvað skorti í hverjum landshluta og líkt og sjá má í eftirfarandi bréfi, sem nokkrir íbúar í Snæfellsnessýslu sendu Jör- vier... hier vid Siósíduna sunnan Snæfellls Jökul, naud- syniar ... um Matvörur, svo og um Fære, Járn, Tiöru, Vín til kyrknanna, Sallt, Lack, Pappír, Indigoe og anare Kramvöru. En á mót höfum vier ad bióda mest Lýse, Fisk og ullarvörur.113 Indbyggernes tarvelige benyttelse af indenlandets prod- ucter, sparsomhed i at bruge og kjöbe kornvarer og afholde fra at tage nyt laan, vil, efter min formening, ikke Lade frygte nogen Mangel af det nödvændige livs ophold for dette syssels indvaanere.114 Líkt og kemur fram í bréfi bændanna til Jörundar var skortur- inn greinilega tilfinnanlegur en skýrsla sýslumanns til stiftamt- manns sem var ritaður síðar á árinu ber greinileg merki þess að íbúar landsins vildu sýna þá viðleitni að fara eftir ráðleggingum stjórnarinnar um sparnað og hagnýtingu landsgæðanna. Lokaorð Löngum hefur verið deilt um það hvort Islendingar hafi verið sjálfum sér nógir eða hvort þeir hafi verið háðir innflutningi á erlendum varningi. Tímabilið sem hér hefur verið skoðað bendir til þess að íslendingar hafi að einhverju leyti haft burði til þess að komast af án ýmiss konar óþarfainnflutnings, líkt og þeim er lýst í samtímaheimildum. En ekki í langan tíma. Harðindatíðin í kjölfar Napóleónstyrjalda orsakaðist þó ekki aðeins af samdrætti í samgöngum til landsins og vöru- skorti, slæmt árferði átti einnig hlut að máli. En viðbrögð fólks í harðindum höfðu tekið miklum breytingum frá fyrri tímum. Friðrik 6. hafði almennt sýnt það í verki að hann bar hlýjan hug til þegna sinna norður í Atlantshafi og hafði hjálpað nauð- stöddum íslendingum með peningagjöfum og styrkjum eða með því að senda meiri vistir til landsins þegar ráðamenn á íslandi óttuðust hungursneyð í landinu. Sá kostur var því sem næst úr sögunni eftir að Danir drógust inn í ófriðinn í Evrópu árið 1807. Þegar samgöngur voru stopular var íslendingum ljóst að konungur gat ekki komið þegnum sínum til bjargar. íslendingar urðu að reiða sig á eigin hugvitssemi til þess að komast af. Þegar hungrið svarf voru íslendingar duglegir að tileinka sér hug- myndir stjórnvalda um hagnýtingu landsgæðanna. Víða má sjá heimildir fyrir því að íslendingum hafði ekki hugkvæmst að grípa til þessara bjargræðismeðala fyrr en stjórnvöld hrintu þeim á þá braut, menn fóru að spara mjölkaupin, svo að vísað sé til orða Geirs Vídalín biskups. Samtímamaður hans, Jón Espólín, var einnig á því máli að íslendingar væru orðnir hag- sýnni. I tslenskum sagnablöðttm, frá árinu 1817, var því einnig Sýslumaðurinn á Snæfellsnesi var hins vegar bjartsýnn og greindi frá því í skýrslu sinni, um efnahagslegt ástand sýslunnar á sama ári, að íbúar sýslunnar hefðu verið minntir á að vera sparsamir og nýta landsins gæði. Að mati sýslumanns hafði árangurinn ekki látið á sér standa. Ibúarnir höfðu t.d. verið iðnir við að safna skarfakáli fyrir veturinn og ekki sóttust þeir eftir brennivíni í kaupstöðum sýslunnar það árið. Sýslumaður- inn lauk skýrslunni á þá leið að 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.