Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 65

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 65
ráðleggja sumir uppeldisfræðingar ungum mæðrum í dag að reifa börn sín. í bók Penelope Leach um barnauppeldi er einmitt fjallað um reifun sem góða aðferð til að sefa ungbörn í stað þess að ganga með þau um gólf endalaust en þar segir. Hins vegar er hægt að koma að mestu leyti til móts við snertiþörf barnsins með því að dúða það vel. Sjal getur veitt barninu hlýju og öryggistilfinningu. Þegar barnið er vafið reifum á þennan hátt er tilgangurinn að hindra að rykkjóttar hreyfingar þess trufli það. Slík dúðun hefur undraverð róandi áhrif á flest ungbörn. Ef barnið er dúðað á þennan hátt heldur það betur á sér hita en þegar breitt er ofan á það á venjulegan hátt. Dragsúgur kemst ekki auðveldlega í gegnum reifarnar.30 í köldum og lekum torfbæjum 18. aldar hafa reifarnar haldið góðum hita á líkama ungbarnsins og komið í veg fyrir ofkæl- ingu. í bæjunum var oft þröngt á þingi, fullorðnir sinntu vinnu sinni og innan um ærsluðust smábörn og húsdýr á takmörkuðu gólfplássi. Þá hefur barninu verið best borgið í þéttum reifunum sem vörðu það gegn hnjaski og áreiti smábarna og húsdýra. Snemma á 18. öld gætir mikillar andstöðu gegn reifun í Englandi og Frakklandi. Hinn frægi heimspekingur Rousseau reið á vaðið með kenningum sínum um að frelsa skyldi börn undan reifunum sem heftu bæði andlegan og líkamlegan þroska þeirra. Kenningar Rousseau um barnauppeldi höfðu víðtæk áhrif en þessar hugmyndir tímabilsins er frekar hægt að tengja breyttu viðhorfi til fjölskyldulífs og barna almennt.31 Vel má vera að efnameira fólki hafi hentað að losa börn sín við reif- arnar, enda væsti ekki um ungbörnin í hlýjum og vönduðum vistarverum efnafólks en á meðal alþýðunnar sem bjó við kulda og klæðleysi hefði barnið eflaust ofkælst og dáið hefði það misst hlýjar reifar sínar. Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að börnin hafi fengið ljót sár vegna þess að þau hafi verið látin liggja tímunum saman hlandblaut í reifunum.32 Á þessum tíma var almennt hreinlæti mjög bágborið, fullorðnir þvoðu sér almennt ekki um líkamann en samt sem áður böðuðu foreldrar ungbörn sín svo oft að læknum fannst ástæða til að vara við sífelldum baðferðum ung- barna þar sem þeim væri svo hætt við ofkælingu þegar þau væru berháttuð í köldum baðstofunum.33 Einnig ber að hafa í huga að hlandbruni ungbarna er síður en svo 18. aldar vandamál, tengt reifun ungbarna, heldur óhjákvæmileg afleiðing þess að unga- barn hefur ekki stjórn á þvaglátum sínum og getur því hlotið hlandbruna. Slíkt vandamál var vel þekkt langt fram á 20. öldina og var ekki leyst fyrr en með tilkomu pappírsbleyjunnar rakadrægu í Iok aldarinnar. Nútíma sagnfræðingar hafa gjarnan litið svo á að reifarnar væru sjálfselsk aðferð foreldra til þess að þurfa ekki að sinna ungbarninu34 en að mínu áliti voru allar aðstæður í 18. aldar samfélaginu slíkar að barninu var betur borgið vafið inn í reifar en án þeirra. Á þessu skeiði og á þessum tíma var öryggi mun mikilvægara barninu en frelsi. Hinn illi andi særöur út í húsagatilskipuninni frá 1746 var valdsmönnum greinilega meira í mun að hafa afskipti af að börn væru færð til skírnar en af almennum aðbúnaði þeirra enda var þar skýrt kveðið á um að börn skyldu skírð innan sjö daga frá fæðingu og ekkert barn mátti skíra nema í kirkju, nema líf þess lægi við. Jafnvel mátti sekta foreldra sem drógu það lengur en sjö daga að færa barn til skírnar. Skírnin táknaði að barnið var tekið í tölu kristinna manna sem þýddi trúfræðinni samkvæmt að það var helgað Guði og naut verndar hans. En það var ekki bara hinn harði lagabókstafur sem hafði þau áhrif að foreldrar lögðu líf barn síns í hættu við að ferðast með það nýfætt langar leiðir til kirkju, heldur var það hluti sígildrar krist- innar trúar að börnin fæddust með byrði erfðasynd- arinnar og því gætu illir andar tekið sér bólfestu í barninu óskírðu. Ef barnið dæi óskírt hlyti það ekki himneska sælu heldur færi til helvítis.35 Samkvæmt kirkjutilskipuninni frá 1537 skyldi nakið barnið þrisvar ausast vatni yfir bert hörundið í skírnarathöfninni, en þó skyldi hafa gát á að þau þyldu að flettast klæðum.36 Á meðan á þessum til- burðum stóð þuldi presturinn særingu yfir barninu sem hljóðaði svo. „Far þú út héðan, þú óhreini andi, og gef rúm heilögum anda“.37 Vera má að einhver börn hafi ekki þolað tilkomumikla særingarathöfn prestsins og ofkælst og jafnvel dáið en mestu skipti þó að barninu var borgið því skírnin hafði jú tryggt því himneska sæluvist hjá Guði. Sagnfræðingarnir Gísli Gunnarsson og Helgi Þorláksson, eru báðir sammála um að þótt fátækir foreldrar teldu ungbörn sín best geymd hjá Guði, kunni ást þeirra til barnanna engu að síður að hafa verið mikil.38 Skiljanlega hefur foreldrum ekki þótt verra þó að ungbörn sín dæju fljótlega úr þessu eymdarlífi, þar sem ekkert beið þeirra annað en hungur og vosbúð. Ömurlegar aðstæður foreldra sem daglega neyddust til að horfa upp á hungurþjáningar, veikindi og dauða barna sinna ásamt blindri trú þeirra á betra líf hinum megin hefur sætt þau við óbærilegan barnsmissinn svo framarlega sem skírnin væri afstaðin og þeim væri þannig tryggð himnarík- isvist hjá Guði. Auövitaó elskuöu þær börnin sín Hvernig sem við reynum að túlka sögu löngu liðinna tíma er það fullvissa mín að nútímamanninum sé ómögulegt að skilja tilfinningar og líðan manna er hér tórðu við erfiðar aðstæður á 18. öld. Sulturinn, kuldinn, ástvinamissirinn og bjargarleysið er mann- inum á 20. og 21. öld svo fjarlægt að engin heimild getur tjáð líðan manna við slíkar aðstæður. Daglegt líf íslenskrar alþýðu á 18. öld, og þá ekki síst kvenna og barna, var margbrotnara en svo að hugrenningar fræðimanna, sem láta á köflum gildismat síns eigin tíma hafa sterk áhrif á niðurstöður sínar um líf fólks fyrr á tímum, geti gert því skil að fullu. Það getur einnig verið erfitt fyrir marga karlkyns fræðimenn að skilja til fullnustu það flókna samspil tveggja ein- staklinga sem brjóstagjöfin er og alla þá erfiðleika sem konur bæði nú, en ennþá meir fyrr á öldum, gátu átt í við að gefa börnum sínum brjóst. í þessu sam- hengi er rétt að benda á grein Moniku Magnúsdóttur „Hnípin kona í vanda“, sem einmitt fjallar sérstak- lega um þetta efni.39 Umfram allt þurfum við að varast gömul skrif lærðra manna sem mótast stund- um nokkuð af kreddum og fordómum í garð kvenna. Ungbarnadauðinn á íslandi á 18. öld var að mínu áliti ekki orsök vanrækslu mæðra, þvert á móti gerðu þær allt sem í þeirra valdi og þekkingu stóð til að veita börnum sínum góðan aðbúnað með því að sveipa þau í hlýjar ullarreifar, gefa þeim mjúka dúsu til að sjúga, feita mjólk að drekka og tryggja þeim himnaríkisvist með skírnarathöfninni. 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.