Sagnir - 01.06.2001, Page 82
innar. Jón bjóst við að gegna veigamiklu hlutverki sem tónskáld
og hljómsveitarstjóri árið 1930 er 1000 ára afmæli stofnunar
Alþingis yrði fagnað. Spé Spegilsins beinist að öðru tveggja aðal-
mála sem Jón og Pál greindi á um fyrir Alþingishátíðina. Ann-
ars vegar voru þeir á öndverðum meiði um hvort koma ætti með
erlenda hljómsveit til Islands til að sjá um flutning tónlistar við
hátíðina. Hins vegar komu upp deilur milli þeirra vegna keppni
sem haldin var um hátíðarkantötu sem flutt skyldi af sama til-
efni. Þrátt fyrir oft á tíðum heiftúðlegar deilur virtust vináttu-
bönd þau sem skapast höfðu milli Jóns og Páls halda, þótt
sennilega hafi aldrei gróið fullkomlega um heilt með þeim eftir
orrahríð þá sem undirbúningur Alþingishátíðarinnar var þeim.
Hinn 15. október árið 1926 var haldinn fyrsti fundur hátíð-
arnefndar sem skyldi gera tillögur um hátíðahöld árið 1930 í
minningu um stofnun Alþingis. Undirbúningsnefnd Alþingishá-
tíðarinnar kallaði Pál ísólfsson til sem ráðgjafa vegna tónlistar-
flutnings á hátíðinni. Haustið 1927 var svo valinn fimm manna
hópur til að taka sæti í söngmálanefnd Alþingishátíðarinnar.
Nefndina skipuðu Sigfús Einarsson tónskáld og dómkirkju-
organisti, tónskáldin Jón Laxdal og Árni Thorsteinson, Jón
Halldórsson söngstjóri og Páll ísólfsson. Söngmálanefndin
skyldi hafa það verk með höndum að gera tillögur um fyrir-
komulag tónlistar við hátíðina. Einnig bar henni að koma með
uppástungur um hvernig velja mætti tónlist til flutnings við
texta nýrra hátíðarljóða sem semja átti að gefnu tilefni.8 Svo fór
að ákveðið var að halda samkeppni bæði um hátíðarljóðin og
kantötuna.
Eitt af því fyrsta sem söngmálanefndinni barst í hendur eftir
að hún tók til starfa voru þrjú bréf frá Jóni Leifs þar sem hann
bauðst til þess að koma með þýska hljómsveit til hátíðarinnar.’
Nefndin hafnaði því boði þar sem henni þótti ekki viðkunnalegt
að erlend hljómsveit væri látin annast hljóðfæraslátt á þessari
íslensku hátíð. Nefndinni var þó fullljóst að mikið yrði að gera
til þess að íslenskir hljómlistarmenn gætu valdið þeim hlut-
verkum sem inna þurfti af hendi.10 Páll skýrir fyrir Jóni hvers
vegna hann telji erlenda hljómsveit ekki vænlegan kost fyrir Al-
þingishátíðina strax og málið hafði verið afgreitt af söngmála-
nefndinni. Páll var þeirrar skoðunar að erlend hljómsveit kæmi
ekki til greina vegna aðstöðuleysis. „Alt öðru máli væri að
gegna ef um stórt húsnæði væri að ræða þar sem hægt væri að
halda konserta“, segir hann.11 Jón lét sér þó ekki segjast. Ekki
hugðist hann láta smávægilegan vanda á borð við aðstöðuleysi
hamla gegn áformum sínum. Lausnir hafði hann á reiðum
höndum. Jón svarar Páli um hæl:
verður því svarað hvort Jón hafi haft í hyggju að taka
þátt í fyrrnefndri kantötukeppni og hvers vegna
ekkert varð af þátttöku hans.
Þeir Jón Leifs og Páll Isólfsson höfðu báðir
stundað nám við Konunglega konservatóríið í
Leipzig. Páll var nemandi númer 11.9133 en Jón
12.388.4 Konunglega konservatóríið í Leipzig var frá
árinu 1843 þungamiðjan í tónlistarlífi Þýskalands og
allrar Evrópu. Það var hið elsta í landinu, stofnað af
Felix Mendelssohn og Robert Schumann.5 Á náms-
árum félaganna sköpuðust með þeim sterk vin-
áttubönd sem áttu þrátt fyrir allt eftir að halda er
á reyndi.
Strax á námsárum sínum hafði Jón hafið afskipti
af íslensku tónlistarlífi. Hann skrifaði harðorðar
blaðagreinar um bága stöðu tónlistar á íslandi og afl-
aði sér þannig snemma óvildarmanna.6 Jón Leifs var
afar umdeildur í lifanda lífi. Tónsmíðar hans féllu
ekki að þeim meginstraumum sem ríktu í tónlist
þegar hann var á dögum. Margar hugmyndir hans
gengu þvert á ríkjandi skoðanir á íslandi. Jón var
ekki gefinn fyrir málamiðlanir og átti hispursleysi
hans eftir að afla honum margra óvildarmanna. Páll
ísólfsson var hins vegar hefðbundnari í tónskáldskap
og naut hylli samtíðarmanna sinna. Hann var um
margt mikilhæfur tónlistarmaður. Mörg sönglaga
hans eru orðin samofin þjóðarsálinni og hinar stærri
tónsmíðar hans þjónuðu fyllilega því hlutverki sem
þeim var ætlað.
Að míga úr sér meistaraverkunum
Utan úr mússíkheimi er oss símað, að hinn
frægi landi vor Jón Leifsson (Jónssonar, Leifs-
sonar, Jónssonar með bóluna, Leifssonar
hepna, sem var prestur í Ameríku, dáinn
1256), hafi nýlega fengið afskaplega hljóm-
kviðu, svo að frægt er orðið. Er hún samin um
tónana P-Á-L-L, til lofs og dýrðar? hinum
ágæta organtroðara og söngmanni Páli hrepp-
stjóra ísólfssyni. Kviða þessi hefst niðri á
kontra P í G-moll, og endar ekki fyr en uppi á
52 strikuðu 1, en þar á milli kvað vera stíf
þriggja tíma reið.
Inn í kviðu þessa blandast svo tónar úr
öllum áttum, SSV, NAA og annarsstaðar að,
og íslensk þjóðlög í ýmsum kontrapúnktum,
kontrakommum, kontragæsalöppum, kontra-
háðsmerkjum og yfirleitt öllum kontragrein-
armerkjum (sjá setningafræði Smára), heyrast
ólga innan í öllu saman.
Er svo sagt í erlendum blöðum, sem oss
hafa borist, að hljómkviða þessi sje einhver sú
harðasta, sem skollið hefir yfir í manna minn-
um á Þjóðverjalandi. Höfum vjer átt um þetta
tal við Þorkel og Jón Sívertsen, eða hvað hann
nú heitir þessi nýi á veðurstofunni, og búast
þeir við, að hún muni berast hingað um 1930.
Mússíksjení.7
Þeirri firringu er finnst í greinarstúfnum hér að ofan
sem birtist í hinum háðska miðli Speglinum undir
heitinu „Hljómkviða í P-Moll“ snemma árs 1928 er
ætlað að endurspegla samskipti Jóns Leifs og Páls
ísólfssonar á síðari hluta þriðja áratugs 20. aldar-
Þú segir að húsnæðisleysi hafi hamlað því að þú legðir til
að eg væri ráðinn með aðkomna hljómsveit. Það er mér
óskiljanlegt. Jafnvel húsnæðið í fyrra var brúklegt, þó að
það væri ekki gott. Eins álít eg að vel væri mögulegt að
flytja jafnvel 9. hljómkviðu Beethovens í Fríkirkjunni. Þó
stakk eg upp á í fyrsta bréfi mínu til nefndarinnar... að
reistur yrði t.d. í Reykjavík nokkurskonar skúr, sem
rúmað gæti alt að 2000 manns, en það mætti nota þann
skúr sem fiskpakkhús eða geymsluhús á eftir, ef hann
yrði þá ekki notaður stöðugt til sýninga áfram. Eins væri
athugandi hvort ekki mætti nota eitthvert fiskpakkhúsið,
sem nú er til, og hvort útgerðarmennirnir vildu ekki taka
sig saman um að byggja nýtt fiskpakkhús stórt, sem nota
mætti til sýninga, hljómleika o. fl., en slíkt hús mætti
vera mjög einfalt og ódýrt og klætt innan með fánum
o. s. frv.12
Meginefni þessa bréfs var þó ekki fyrirhuguð hljómsveitarferð,
heldur undirbúningur að samkeppni um hátíðarkantötu. Jóni
var mikið niðri fyrir þegar hann ræddi þessi mál í bréfi sínu til
Páls. Honum þótti fyrirkomulagið á keppninni hið mesta
80