Sagnir - 01.06.2001, Page 85

Sagnir - 01.06.2001, Page 85
armanna á þessum árum. Ekki er laust við að Páli sárni ómak- legar aðdróttanir Jóns: Þú segir í bréfi þínu „En þú gatst ekki felt þig við þá hugsun að eg hefði í einhverju og ýmsu yfirburði fram yfir þig.“ Þetta er vægast sagt illa sagt. Jeg hef aldrei eitt augnablik öfundað þig, Jón minn. Jeg hef altaf vitað um þínar gáfur, sem eru miklar í ýmsar áttir. Annars hefði mjer ekki verið mögulegt að vera með þjer. Jeg er altaf reiðubúinn að rjetta þjer hönd mína. Aðeins mátt þú ekki ganga of nærri mjer. Þú getur ekki krafist af mjer fremur en öðrum, að jeg sje þjer í öllu samdóma. Jeg held að enginn standi þjer í raun og veru nær en jeg. En það sem hefir fjarlægt okkur eru kjaftasögur, sem bornar hafa verið á milli og svo það, að mjer hefir þótt bardaga- aðferð þín ógeðfelld. Jeg held t.d. að þú lítir of stórum augum á sjálfan þig. Mjer hefir fundist þú of einhliða og fullur af gorgeir. En úr þessari tilfinningu hafa aftur á móti endurminningar um skemmtilega samverudaga dregið. Mjer er altaf hlýtt til þín persónulega. Þessvegna fær oft á mig að lesa greinar þínar o.fl. Mjer finnst líka að jeg eigi einhvern lítinn þátt í því að þú fórst út á þessa braut. Jeg krefst einskis þakklætis fyrir það. Þú hefur aftur á móti goldið það með mörgu sem áreiðanlega hefir orðið mjer til góðs. Þú átt nokkurri andstöðu að mæta hjer heima. Þú hefir skapað þjer hana með skrifum þínum. Þó jeg sé þér nú oft ósammála, og mjer líki hvergi nærri aðferðir þínar oft og einatt, þá get jeg þó sagt þjer það, að þú átt fáa, sem láta þig frekar njóta sannmælis en jeg - sem og sjálfsagt er. En jeg neyðist til að segja þetta vegna þess, að jeg er ekki grunlaus um, að þið hjónin haldið að jeg spilli á allan hátt fyrir ykkur hjer heima.26 Einlægur var vilji Jóns Leifs til að gera Alþingishátíðina sem best úr garði. Staðföst trú hans var að svo mætti aðeins verða ef hlutur hans yrði sem mestur í undirbúningi hennar sem og fram- kvæmd. Vonir Jóns um að fá að stjórna þýskri hljómsveit við Alþingishátíðina höfðu verið að engu gerðar. Þó að hljómsveit- arferðin hafi verið Jóni hið mesta hjartans mál var þó ekki öll von úti um þátttöku í Alþingishátíðinni. Bara svínarí Þrátt fyrir allar þær efasemdir sem Jón Leifs hafði látið í ljós um keppnina um kantötuna bað hann formlega um að fá eintak af ljóðaflokknum sem borið hafði sigur úr býtum í keppninni um hátíðar- ljóðin í bréfi til undirbúningsnefndar Alþingishátíð- arinnar hinn 31. október árið 1928. Gagnrýni sú sem Jón hafði haft í frammi um fyrir- komulag á því hvernig velja skyldi kantötu fyrir Alþingishátíðina átti vissulega við nokkur rök að styðjast. Að ætla tónskáldum að semja kantötu við fyrirfram gefinn texta var áhætta af hálfu fram- kvæmdanefndarinnar. Enginn vissi hvort ljóðabálk- urinn sem færi með sigur af hólmi myndi henta til söngs. Meirihluti íslenskra tónskálda fékkst ekki við annað en sönglagagerð á þessum árum og hafði vart burði til að semja stórt verk á borð við kantötu. Hefði það því sparað tíma og fjármuni ef nefndin hefði einfaldlega pantað kantötu frá því tónskáldi sem hún treysti best til verksins. Auk þess var tíminn orðinn naumur. Ekki lá ljóst fyrir hverjir hefðu borið sigur úr býtum í ljóðasamkeppninni fyrr en seint f desember árið 1928. Páll ísólfsson átti sæti í dóm- nefndinni um hátíðarljóðin. Varð niðurstaðan sú að Davíð Stefánsson og Einar Benediktsson hlutu báðir fyrstu verðlaun en þó lagði dómnefndin til að tón- skáldin semdu verk við texta Davíðs en flokkur Einars yrði sagður fram á hátíðinni.27 Er niðurstaða samkeppninnar um hátíðarljóðin liggur fyrir skrifar Páll Jóni: „Nú er það leiðinlega kantötutextamál útkljáð frá okkar nefndarinnar hálfu. ... Mér er sagt að Ejinar] Bjenediktsson] beri mig mjög út og sví- virði á allan mögulegan hátt. En ég fór eftir sannfær- ingu minni og bestu samvisku. Og er mér þá sama hvað E.B. og slíkir höfðingjar meðal íslenskra bak- talara segja.“28 Jón svarar um hæl og getur ekki látið hjá líða að gagnrýna störf nefndarinnar sem og vinnubrögð Páls. Hann segir það hafa verið mjög óhyggilegt að láta ekki tónskáldin sjálfráð um hvort þau semdu kantötu við texta Davíðs eða Einars. Hann segir hættu á að Sigfús Einarsson dómorganisti hafði farið fyrir um- Davíð Stefánsson og Einar Benediktsson hlutu báðir fyrstu verðlaun í keppninni um hátíðar- bótum íslensks tónlistarlífs allt frá árinu 1906 er hann ljóðin sem semja skyldi kantötu við. Dómnefndin lagði þó til að tónskáldin semdu verk við hafði lokið námi. Segja má að Sigfús hafi verið fyrsti texta Davíðs en flokkur Einars yrði sagður fram á hátíðinni. fslendingurinn sem helgaði sönglist ævistarfið allt, en hann hafði hastt laganámi til að gerast liðsmaður lista. 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.