Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 86

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 86
verið settur 1. október árið 1929.36 Býðst hann þó til að senda nefndinni verkið til athugunar ef óskað sé. Hinn 27. september var bréf Jóns tekið fyrir í tónlistarnefndinni. Þótti sjálfsagt að taka því boði Jóns og var honum tafarlaust sent símskeyti þar sem hann var beðinn um að senda handrit sitt til sendiráðsins í Kaupmannahöfn.37 Þrátt fyrir að Jón hafi virst hinn auðmjúkasti í bréfinu til undirbúningsnefndarinnar er hann nánast hortugur í bréfi sem hann sendir til sendiráðsins í Kaupmannahöfn eftir að honum hafði borist áðurnefnt símskeyti: nú fái Páll vissan flokk manna upp á móti sér og ráð- leggur Jón Páli að fá fyrirkomulaginu breytt hið allra fyrsta.29 í dómnefndinni um hátíðarljóðin sat Páll til að meta sönghæfni ljóðanna. Það hlaut að vera næsta víst að Páll myndi senda verk til kantötukeppninnar. Því má deila um hversu hyggilegt það var að bjóða honum sæti í dómnefnd um ljóðin sem semja skyldi tónlistina við. Auðsætt er að tónlist sem fellur vel að einum stíl Ijóðagerðar getur fallið miður vel að öðrum. Ekki verður um það deilt hversu vel kveð- skapur Davíðs Stefánssonar fellur að tónlist Páls, enda áttu þeir einstaklega farsælt og gjöfult listrænt samstarf meðan báðir lifðu. Hins vegar er ekki vitað til þess að Páll hafi samið tónlist við ljóð Einars Benediktssonar.30 Á hinn bóginn átti Jón Leifs aldrei aftur eftir að tónsetja ljóð Davíðs en samdi hins vegar töluverðan fjölda verka við ljóð Einars Benedikts- sonar. Hátíðarljóð Einars eru í sjö köflum og ber fimmti kaflinn yfirskriftina „tvísöngur" og er ortur undir sama bragarhætti og ísland, farsælda frón. Tónbúningur Jóns Leifs hefði vafalaust klætt vel slíkan kveðskap.31 Þrátt fyrir að Jón hafi beiðst þess að fá send hátíðarljóðin virðast efasemdir um eigin þátttöku í kantötukeppninni hafa fljótlega tekið að sækja á hann. Páli skrifar hann: „Mér persónulega er ekki neitt áhugamál, sem þetta snertir, því að mjög óvíst er, hvort eg tek þátt í samkepninni; mun þó skyld- unnar vegna skrifa hátíðanefndinni um það, til þess að ganga úr skugga um, hvort skilyrði til þátttöku minnar eru gefin eða ekki.“32 Jón hafði skrifað und- irbúningsnefnd Alþingishátíðarinnar og beiðst þess að fá að velja milli hátíðarljóða Davíðs Stefánssonar og Einars Benediktssonar. Ekki fékkst það samþykkt af nefndinni. Hafði hann einnig viljað leyfi nefndar- innar til að sleppa hluta úr hátíðarljóði Davíðs og breyta röð kvæðanna. Áleit nefndin að slíkt gæti hún hvorki leyft né bannað.33 Jafnframt lagði Jón til að fengnir yrðu fjórir erlendir dómarar, hver úr sínu landinu, til að dæma keppnina. Þótti nefndinni sú krafa alleinkennileg, er um alinnlenda samkeppni væri að ræða.34 Hinn 13. september árið 1929 ritar Jón Leifs und- irbúningsnefnd Alþingishátíðarinnar bréf þar sem hann harmar það að geta ekki tekið þátt í kantötu- keppninni: Háttvirta nefnd! Því miður get eg ekki tekið þátt í samkepninni um tónsmíð við Þingvalla- Ijóð Davíðs Stefánssonar. Að vísu hef eg í smíðum kantötu fyrir blandaðan kór og litla sinfoníuhljómsveit við sjö kvæði úr hátíðar- ljóðum Davíðs, en eg hefi ekki getað starfað að tónsmíðum um sumarmánuðina og verður verkið ekki fullklárað fyrr en í desember, sennilega. Skyldi nefndin óska að láta athuga verk mitt, þá er það velkomið og nægja í rauninni þeir kaflar, sem nú eru fullgerðir í partitur, til þessa að gefa hugmynd um tónstíl- inn og gildi verksins.35 Jón hafði augljóslega í smíðum kantötu sem hann hafði ætlað sér að senda inn til keppninnar. Hins vegar virðist sem honum hafi ekki auðnast rúm til að ljúka henni fyrir tiltekinn skiladag, en hann hafði Háttvirtur sendiherra! Frá framkvæmdarstjóra Alþingis- hátíðar 1930 fekk eg símskeyti með beiðni um að senda yður þá kafla af kantötu minni op.13 við 7 af hátíðar- ljóðum Davíðs Stefánssonar, sem fullkláraðir væru. Eg leyfi mér því virðingarfyllst að spyrjast fyrir um hvaða fyrirmæli þér hafið fengið um þetta, þ.e. hvað þér munduð gera við handritakaflana. Eg óska ekki að taka þátt í samkeppni um slíka tónsmíð, enda ógerlegt, þar sem að eins 3 kaflar af 7 eru tilbúnir í partitúr. Öðru máli gegnir ef á að skera úr hvort æskilegt sé að eg klári verkið í tæka tíð og að það verði flutt á hátíðinni. Hver ætti að athuga það atriðið? Eg get ekki fallist á að veita þeim mönnum úrskurðarvald í þeim efnum, sem ekki geta talist hlutlausir í minn garð eða líta á hinn forníslenzka þjóðlagastíl tvísöngva og ríma sem ólist- rænan „barbarisma"...38 Ástæða þess að Jón var beðinn um að senda handritið í sendi- ráðið í Kaupmannahöfn var sú að Sigfús Einarsson var á leið til Danmerkur með önnur handrit sem borist höfðu í keppnina. En hvað á Jón við er hann segir?: „Öðru máli gegnir ef á að skera úr hvort æskilegt sé að eg klári verkið í tæka tíð og að það verði flutt á hátíðinni.“ Hinn 30. maí árið 1928 hafði Jón skrifað Páli vegna Alþingishátíðarinnar: „Eg er fús eftir sem áður ef menn vilja nota mig og mína krafta, en eg býðst ekki til neins af sjálfs dáðum.“39 Svo virðist sem Jón bíði þess að aðstandendur Alþingishátíðarinnar leiti til hans og biðji hann auðmjúklega um liðsinni. Stolt hans er sært. Ekki vill hann skríða fyrir þeim mönnum sem hann taldi, vegna menntunarskorts þeirra og kunnáttuleysis, vart hæfa til að undirbúa tónlistarflutning við Alþingishátíðina. Svo kann að vera að Jón hafi ekki talið sér samboðið að taka þátt í kantötukeppninni en um framkvæmd hennar hafði hann vissulega látið í ljós efasemdir. Hins vegar virðist sem hann sé boðinn og búinn svo lengi sem þess sé beiðst af honum að fá að flytja tónverk eftir hann á Alþingishátíðinni. Slíkt var þó óskhyggja. Kristján Albertsson var Jóni gjarnan rödd raunsæis. í bréfi til Jóns dagsett 11. júní 1928 segir Kristján: „Þú segist ekki muna bjóðast til neins framar, en vera fús á að taka vel í tilmæli til þín um aðstoð 1930. Því miður er ég hræddur um að Sjigfús] Eijnarsson] verði seint til þess að leita til þín, eftir það sem á undan er gengið.“40 Jón Leifs var ekki meðal þeirra sjö tónskálda sem sendu hátíðarnefndinni tónsmíðar haustið 1929 en kantata Páls ísólfs- sonar bar þar sigur úr býtum.41 íslandskantatan Þjóðhvöt sem Jón Leifs helgaði „minningu forfeðranna" átti eftir að eiga sér aðra sögu. Fór því svo að þrátt fyrir stórhuga áætlanir varð hlutur Jóns Leifs við Alþingishátíðina árið 1930 enginn. Hann mætti ekki til hátíðarinnar. En hvers vegna tók Jón Leifs ekki þátt í keppninni um kantötuna? Kom þar einkum tvennt til. Annars vegar urðu persónulegar aðstæður til þess að smíði kantötunnar tafðist svo að útilokað var fyrir Jón að ljúka verkinu fyrir tilsettan tíma. Hins vegar virðist sem Páll ísólfsson hafi að einhverju leyti dregið úr Jóni kjark með ummælum sínum um verk hans og í kjölfar þess hafi hann hætt við að senda kantötu sína til keppninnar. 84
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.