Sagnir - 01.06.2001, Side 90

Sagnir - 01.06.2001, Side 90
Hrafnkell Lárusson er fæddur árið 1977. Hann stundar BA nám I sagnfræði við Háskóla íslands. Hnútukast og létt skot Ummæli tengd Magnúsi Ketilssyni sýslumanni í Búðardal Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns í Búðardal, hefur helst verið minnst í íslandssögunni fyrir störf hans við prentsmiðjuna í Hrappsey, fyrstu veraldlegu prentsmiðjuna á íslandi, þar sem Magnús var ritstjóri Islandske Maanedestidende, fyrsta íslenska tímarits- ins. Hann kom þó víða við og lagði auk embættis- starfa stund á fjölbreytt fræðastörf og var umsvifa- mikill búmaður og mikill framfaramaður í búskap. Minning hans lifir þó í ritum hans og öðrum skrifum sem hann lét eftir sig. Þau gefa af sér mynd vísinda- lega þenkjandi manns með ákveðnar skoðanir sem á stundum gengu í berhögg við stefnu þeirra yfirvalda sem þessi íslenski embættismaður starfaði fyrir. Sú grein sem hér birtist er unnin upp úr hluta lokaskýrslu verkefnisins „Upplýsingarmaðurinn Magnús Ketilsson" sem unnin var sumarið 2001 og var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Um var að ræða frumrannsókn á áhrifum Magnúsar á þróun Upplýsingarinnar á íslandi. Það sem fjallað verður um hér hefur þó ekki svo mjög með aðalatriði skýrslunnar, upplýsingaáhrif Magnúsar, að gera. Hér gefur að líta nokkur brot af umfjöllunum um Magnús og skoðanir samtíma- manna hans og ekki síður seinnitíma manna á því hvaða mann hann hafði að geyma og fyrir hvað hann stóð. Einnig verður getið umfjallana Magnúsar um nafnkunna embættismenn í riti sínu Stiftamtmenn og amtmenn á íslandi. En áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir Magnúsi. Lífshlaup Magnús Ketilsson mun hafa fæðst í Húsavík í Þing- eyjarsýslu árið 1732'. Hann var sonur sr. Ketils Jóns- sonar (1690-1778) sem var prestur í Húsavík og Guðrúnar Magnúsdóttur (1712-1738) sem var systir Skúla Magnússonar fógeta. Magnús fór ungur í fóst- ur til Sigmundar Þorlákssonar lögréttumanns í Saltvík og konu hans Þorbjargar Stefánsdóttur. Þau munu hafa verið barnlaus en alið Magnús upp sem einkason sinn. Haustið 1745 var Magnús skráður inn í Hólaskóla en hann hafði þá hlotið námsstyrk. Magnús var í skólanum í fjögur ár en dvaldi á sumrum hjá Skúla frænda sínu sem þá bjó á Ökrum. Magnús var útskrifaður árið 1749 af skólameistara Hólaskóla, Gunnari Pálssyni, sem síðar átti eftir að verða prófastur í Hjarðarholti í Dölum og áttu þeir Magnús eftir að takast á um hrossakjötsmál um miðjan áttunda áratug 18. aldarinnar.2 Að loknu prófi gerðist Magnús skrifari hjá Sveini Sölvasyni lögmanni á Munkaþverá og var hjá honum til ársins 1751. Þá um haustið sigldi hann til Kaupmannahafnar. Magnús lauk inn- gangsprófi í heimspeki við Hafnarháskóla og hóf að lesa lög- fræði að því loknu en því námi lauk hann aldrei. Mynd Sæmundar Hólm af Magnúsi Ketilssyni frá árinu 1802. Höfundi þessarar greinar er ekki kunnugt um að til séu aðrar myndir en þessi af Magnúsi en hann lést ári eftir að þessi var gerð. Síðla árs 1752 lést Sigurður Vigfússon sýslumaður í Dala- sýslu og var staða sýslumanns Dalamanna því laus til umsóknar. Ári síðar sótti Magnús um stöðuna og fékk veitingu fyrir sýslunni 19. febrúar árið 1754 þótt hann hefði ekki lokið laga- prófi. Er líklegt að Skúli Magnússon hafi haft áhrif á að Magnúsi var veitt sýslan þótt ákveðnar sannanir skorti fyrir að svo hafi verið.3 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.