Sagnir - 01.06.2001, Síða 101
Guðmundur Arnlaugsson er fæddur árið 1976.
Hann útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 2001.
Guómundur stundar nú MA nám í sagnfræði við sama skóla.
„[A] sort of miniature revolution in the government of lceland//1
Af afsetningu Magnúsar Stephensen úr embætti
stiftamtmanns og ritdeilum þeim er fylgdu.
Það er óefað, að Magnús Stephensen var afburðamaður
að hæfileikum og starfsemi, og það var sökum þess, að
tillögur hans urðu miklu ráðandi í kansellíinu (- í
rentukammerinu hafði hann aldrei mikinn byr -) allt
þangað til honum árið 1809 lenti ákaflega saman við
stiftamtmann þann, er þá var, greifa Trampe, út af
Jörgensens málinu. Eftir það var meira eða minna ber-
sýnileg óvinátta eða dylgjur milli hans og allra stiftamt-
mannanna, er næst komu á eftir...2
Þann 22. ágúst 1809 var í Reykjavík undirritaður samningur
milli tveggja íslenskra embættismanna, bræðranna Magnúsar
og Stefáns Stephensen og tveggja Englendinga, Alexanders Jones
skipherra og Samuels Phelps kaupmanns. Samningur þessi
markaði endalok stuttrar valdatíðar Jörgens Jörgensens, eða
Jörundar hundadagakonungs og áðurnefnds Samuels Phelps á
íslandi. Um þau mál hefur verið mikið ritað. Hin hliðin á samn-
ingnum er sú að hann markaði upphaf valdatíðar Magnúsar
Stephensen í embætti stiftamtmanns. Hún entist til 6. júní 1810
en þá var Magnús settur af.
Þessi stutta stiftamtmannstíð var um margt merkileg og ekki
verður um það deilt að Magnús gegndi starfinu sómasamlega.
En eftirmál stjórnar hans og valdatöku urðu að sama skapi
langvinn og furðuleg. í kjölfar afsetningarinnar spruttu miklar
deilur milli Magnúsar og fyrirrennara hans í starfi, Trampe
greifa. Enginn vafi leikur á að í þeim deilum var mannorð
Magnúsar illa leikið.
Af deilendum
Höfuðandstæðingur Magnúsar í deilum þessum var danskur
greifi Fredrik Christopher Trampe stiftamtmaður. Hánn hafði
verið stiftamtmaður síðan 1806 og stóð hann nú á þrítugu.3
Bjarni Thorsteinsson, síðar amtmaður, sagði um hann í
sjálfsævisögu sinni að „öllu samanlögðu“ hafði greifinn borið
góðan hug til íslands, og fjærri fór því, að hann vildi rýra virð-
ingu þess í augum útlendra. Honum þótti hann einnig „réttsýnn
maður“ með „gáfur í meðallagi“.4 Utan Trampes voru það helst
Frydensberg landfógeti og ísleifur Einarsson meðdómari Magn-
úsar við landsyfirréttinn, sem Magnús átti síðar sökótt við. ís-
leifur þessi hafði reyndar gegnt stiftamtmannsstörfum, að beiðni
Trampes, í fjaveru hans frá sumri 1807 fram til sum-
ars 1809. Hann átti ekki skap saman með Magnúsi
og voru skoðanir þeirra á refsingum mjög mismun-
andi en ísleifur þótti bæði „einarður, strangur og sið-
vandurV Hafði þó Magnús jafnan vinninginn er þeir
deildu í dóminum, þar eð hinn meðdómarinn, Bene-
dikt Gröndal, var oftar en ekki sammála yfirdómar-
anum.6
Sumarið 1809
Valdatíð Jörgensens um sumarið varð valdur að veru-
legu umróti í stjórnsýslu landsins. Þannig hafði land-
og bæjarfógetinn, Rasmus Frydensberg ekki fengið
að starfa sem slíkur í valdatíð Jörgensens, heldur var
hann settur af. Hafði Frydensberg sig ekki mikið
frammi undir valdaræningjanum, enda líklega „mjök
hræddr, sem jafnan", eins og Espólín lýsir honum.
Jörgensen lét hneppa hann í varðhald fyrir það eitt að
leika sér úti með börnum sínum og lifði Frydensberg
í sífelldri hræðslu við hann eftir það.7Stefán Þórarins-
son, amtmaður í norður- og austuramtinu, sagði
aldrei formlega af sér8 en virðist hafa gefið það fylli-
lega í skyn við Jörgensen að hann myndi ekki gegna
störfum sínum undir honum, því að annar maður var
skipaður í hans stað en það var Guðmundur Schev-
ing, settur sýslumaður í Barðastrandasýslu.9 Geir
Vídalín biskup starfaði undir Jörgensen og Benedikt
Gröndal æðri meðdómari við Landsyfirréttinn hélt
áfram starfa sínum og tók einnig að sér að stýra suð-
uramtinu fyrir Jörgensen.'°Áðurnefndur ísleifur Ein-
arson, átti skrautlegan feril undir valdaræningjanum.
I fyrstu var hann beðinn um að taka að sér stiftamt-
mannsstörfin en neitaði því.11 Þann 2. júlí var hann
svo handtekinn, grunaður um uppreisnaráform gegn
Jörgensen. Hann sat í varðhaldi í tíu daga en var loks
sleppt.12 Fjórum dögum seinna, 16. júlí, sendi ísleifur
svo Jörgensen skilaboð um að hann vilji vera áfram
við embætti sitt. Hann fékk að vera við það í tæpar
tvær vikur en 29. júlí var Jörgensen aftur búinn að
missa trúna á honum og setti hann af. Skipaði hann
99