Sagnir - 01.06.2001, Page 105

Sagnir - 01.06.2001, Page 105
embættið að sér, þótt sú tilhugsun hafi lagst mjög illa í hann, að því er virðist til að hefna sín á honum síðar. Þeir bræður tóku þessari afsetningu mjög illa, enda skiljan- legt þar eð hún virtist ekki stafa af neinni ástæðu annarri en per- sónulegri óvild Trampes í garð Magnúsar. Skrifuðu þeir stjórn- inni 10. ágúst 1810 þar sem þeir töluðu mjög illa um eftirmenn sína, þá Frydensberg og ísleif. Telja þeir hegðan þeirra á meðan Gilpin64 var hér hafa verið sérstaklega huglausa og ámælisverða. Þeir benda á að Frydensberg, sem þeir kalla m.a. gungumenni og raggeit, hafi einungis 2. einkunn til embættisprófs, meðan þeir hafa báðir 1. einkunn „með æru“, og að „þeim hafi ekki getað dottið [í] hug, að fara að leggja sig í lífsháska fyrir ætt- jörðina og koma þar á skipulagi til þess svo að fá annarri eins herfu og Frydensberg svo stjórnina í hendur". Isleifur fær ögn skárri útreið en þeir segja það þó varla boðlegt að setja þá, „miklu æðri embættismenn", af fyrir „ótignasta dómarann“ í landsyfirréttinum. Eigi þeir að skilja það svo að þeir séu „lélegri embættismenn en þessir framtakslausu menn“ eða að þeir hafi gert mistök með því að hafa „einir allra...frelsað ættjörð sína“?65 Og ritdeilan hélt áfram. Trampe, sem snéri aldrei aftur til íslands, heldur fékk stiftamtmannsstöðu í Þrándheimi 1810,46 var inntur svara við þessu bréfi þegar hann kom til Kaupmanna- hafnar um vorið 1813 og brustu nú allar flóðgáttir. Með „dómadags rogaskömmum“ ásakar hann Magnús um að hafa logið að konunginum, „þagað yfir athöfnum“ og „rangfært aðrar“. Hann gerir lítið úr þeim lífsháska sem Magnús segist hafa lagt sig í og kveður til vitnis Jones skipherra sem hafi „opt með hlátri sagt [honum] frá aumingjaskap etatsráðsins“ þegar Jörgensen hótaði honum. Ennfremur segir hann að Jörgensen hafi sagt sér að Magnús væri „mesti þrælmenni, er hann þekti [sic]“, því hann hafi smjaðrað fyrir honum meðan á valdatíma hans stóð en svo troðið hann „undir fótunum". Þá nefnir Trampe ásakanir Phelps um að Magnúsi sé að kenna hvernig farið var með hann um sumarið. Hann lætur ennfremur ekki hjá líða að minnast á að Magnús „hafi lostið upp liðsafnaði ísleifs“ og tekið við skipunum frá Jörgensen með því að skipa Sigurð Pétursson í Landsyfirréttinn. Þá telur Trampe einnig ómögulegt að Magnús hafi ekki vitað af og samþykkt prentanir á auglýs- ingum Jörgensens því að „Guðmundur [Skagfjörð, prentari] sé honum of auðsveipur til þess“ að hafa prentað þær án vitundar hans. Stefán, segir Trampe, er „í rauninni skikkanlegur maður“ en að hann þjáist af „breyzkleika“ og hefur alltaf „látið leiðast af bróður sínum sem er eldri en hann og gáfaður maður“. Trampe þykir það miður að þeir bræður hafi tekið við stjórninni sem „innbornir íslendingar" og segir það skárra að hafa gert það sem „kóngsins menn“. Hann ábyrgist ísleif og Frydensberg sem drengskaparmenn og vini sína og fær á endanum mikla útrás með því að gera grín að hégómagirnd Magnúsar. Að lok- um segir hann: „Ég skoðaði það þess vegna sem fyrstu skyldu mína að reka jafnómaklega menn frá embættisstjórninni svo fljótt sem ég mögulega gat, og þurfa þær ráðstafanir eingrar réttlætingar; Rentukammerið félst á þær, konungur staðfesti þær og þær standa ennþá.“67 Jón Þorkelsson álítur að það sé „auðséð að Trampe hefir ætlað sér að sauma hér að þeim bræðrum" og að það hafi verið heppni þeirra að bréfið hafi verið skrifað af jafngreinilegri óvild og raun bar vitni um, því það leiddi til þess að málið var lagt til hliðar með konungsúrskurði 13. júlí 1813 og ekkert frekar að gert.68 En Magnúsi fannst þarna verulega vegið að sér og var honum greinilega ekki nóg að sleppa við ávítur. Samdi hann því sjálfum sér varnarrit og afhenti Kaas dómsmálaráðherra það 19. september 1815, þegar hann var í Kaupmannahöfn. Hann vildi með því að það sannaðist að hann hefði „á háskalegri tíð fyrir fósturjörð" sína, gert eins og samviska hans segði honum og „unnið landinu mesta gagn“. Ritið átti að svipta „grímunni...af óvildarmanni“ hans. Þó vildi hann ekki verða til þess að „steypa neinum embættismanni eða samþegn í vanda", þótt „margir þeirra hafi verið breyzkir mjög og veikir á svellinu.“69 Magnús vill meina að allt málið hafi verið, frá upphafi til enda, ómakleg rógs- herferð Trampe gegn sér enda hafi Trampe ekki þolað hann síðan 1808 þegar þeir voru ósammála um nokkur opinber mál og lausnir Magnúsar á þeim voru taldar fremri Trampes.70 Að þeirri yfirlýsingu gefinni tekur hann til við að greina frá gjörðum sínum um sumarið 1809. Hér hefur áður verið greint frá því misræmi sem er á milli varnarritsins og ann- arra heimilda hvað snertir tímasetningar og hegðan Magnúsar undir Jörgensen. Þó má það teljast Magn- úsi til hróss að hann tilgreinir vitni að heiðarlegri hegðan sinni, svo sem Petræus kaupmann, Bjarna Sívertsen og Jörgen Flood, skrifara Trampe,71 og er afar ólíklegt að Magnús hafi getað kúgað þá alla til að ljúga fyrir sig ef þörf hefði verið á. Þó breytir það því ekki að varnarritinu ber samt sem áður ekki saman við aðrar heimildir í nokkrum atriðum.72 Var Magnús sekur? Þar sem lítill vafi leikur á að varnarrit Magnúsar er ekki fyllilega sannleikanum samkvæmt er rétt að athuga hvaða sakir Trampe ber á hann og hverjar af þeim virðast að sama skapi vera að einhverju leyti sannar og hverjar ekki. Trampe sakar Magnús um lygar og yfirhylmingar, að hafa sleikt sig upp við Jörgensen, stuðlað að fangavist sinni og loks að hafa tekið við embætti sínu sem „innborinn íslendingur“. Aðrar ákúrur Trampes eru lítið annað en persónu- árásir, svo sem sögur um heigulshátt Magnúsar og hégómagirnd hans, og hvort þær eru sannar eða ekki skiptir í sjálfu sér litlu máli. Þær lygar og yfirhylmingar sem Trampe ber á Magnús virðast fyrst og fremst vera þær að Magnús nefndi það ekki í bréfi sínu til Trampe að hafa skipað Sigurð Pétursson í Landsyfirréttinn samkvæmt fyrir- mælum Jörgensens73 og að hafa sent Jörgensen yfir- lýsingu um að ætla að vera áfram við embætti sitt.74 Einnig að hann hafi að öllum líkindum vitað af og leyft prentun auglýsinga Jörgensens. Önnur dæmi og alvarlegri finnur Trampe ekki eða treystir sér ekki í að tilgreina. Sú ásökun að Magnús hafi verið Jörgen- sen auðsveipur og jafnframt stuðlað að hertri fanga- vist Trampes sjálfs virðist eingöngu vera byggð á sögum Phelps og Jörgensens. Hún kemur á engan hátt saman við lífsskoðanir Magnúsar75 né aðrar heimildir um atburði sumarsins og verður að teljast furðulegt að Trampe gleypi möglunarlaust við slíku tali frá fyrrum fangahöldurum sínum. Hér verður því ekki haldið fram að Magnús hafi grátið er hann frétti af Trampe í fangelsi76 en það er stór munur á því að vera áhorfandi að einhverju eða þátttakandi í hinu sama. Ekkert bendir til að Magnús hafi tekið nokkurn þátt í fangelsun Trampes eða stjórn Jörgen- sens. Síðustu markverðu athugasemd Trampes, að honum hafi sviðið að þeir bræður tækju við embætt- um sínum sem „innbornir íslendingar“, er erfitt að líta á sem annað en hártog. Ekki er með nokkru vit- rænu móti hægt að rökstyðja þá skoðun að Magnús hafi með samningnum við Jones ætlað sér nokkuð annað en að koma íslandi aftur sem kyrfilegast undir dönsku krúnuna. Þannig skrifaði Magnús sir Joseph 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.