Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 7

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 7
FORSPJALL 141 væri að safna kröftum til afmælishátíðar þcirrar, sem í vændum var með vorinu. Og nú þegar þetta er ritað er þjóðleik- hússtjóri búinn að auglýsa hvorki meira né minna en tvær hátíðir — afmælishátíð og listahátíð —, sem halda á í tilefni tíu ára afmælisins á nokkurra vikna fresti, og munu báðar hefjast á ávörpum þjóðleik- hússtjóra sjálfs og formanns þjóðleikhús- ráðs, svo að því verður tjaldað, sem til er. Þrátt fyrir allt skrum er þó dagskrá þess- ara hátíða þess efnis, að hún mun vekja ugg í brjósti flestra þeirra, sem annt er um framtíð leikhússins, og skal þó hvorki efast um góðan vilja né dæma fyrirfram þær krásir, sem á borð verða bornar. Ótrúlegast er, að á hinni miklu lista- hátíð, sem halda á í júní, á ekki að frum- sýna eitt einasta leikrit. Og jafnvel á af- mælishátíðinni verður eftir athafnaleysi síðustu mánaða aðeins sett á svið eitt leikrit, í Skálholti, og verður það að teljast kot- ungslegt í samanburði við það, þegar leik- húsið fór af stað fyrir tíu árum með þrjár stórar leiksýningar, þar á meðal ísiands- klukku Halldórs Kiljans. Aftur á móti munu tveir erlendir flokkar sýna á lista- hátíðinni, annar óperu, hinn ballett. Eina nýja íslenzka sýningin verður óperan Rigo- letto, sem sýnd var fyrir nokkrum árum, en nú er gerð á henni sú bragarbót, að kallaðir verða tveir frægir erlendir söngv- arar til að syngja hlutverk, sem einn ís- lendingur var látinn fara með áður. Er þó enn ótalið ævintýralegasta atriði listahátíðarinnar, en það á fram að fara á þjóðhátíðardaginn. Verður þá Þjóðleik- húsinu — væntanlega með gífurlegum kostnaði — breytt í danssal, svo að halda megi ball fyrir hina listþreyttu borgara Reykjavíkur. Verður þessa listræna fram- taks vafalaust lengi minnzt. Vandfundin mun verða betri spegilmynd þess hugsunarháttar, sem ráðið hefur stefnu Þjóðleikhússins en dagskrá þessar- ar listahátíðar, sérstaklega, ef hún er skoð- uð í ljósi hins fátæklega leikárs, sem á und- an er gengið. íslenzk leikiist er að verða hornreka í því húsi, sem átti að vera must- eri hennar, leiksýningar að verða eyðu- fylling á milli erlendra stjörnusýninga. Ahugainál þjóðleikhússtjóra eru önnur. Ilonum er meira umhugað að skreyta sig með hégómlegu hátíðatildri, dansleikja- haldi og erlendum gestaleikjum en að vinna að því að treysta grundvöll og efla vaxt- arþrótt íslenzkrar leikmenningar. Þess sjá sannast að segja hvergi merki, að leikhúsið hafi nokkra listræna stefnu eða að unnið sé skipulega að nokkru ákveðnu markmiði varðandi hlutverk leik- hússins í íslenzku menningarlífi. Óperu- ílutningurinn er gott dæmi um vinnubrögð- in, og hefur þjóðleikhússtjóri þó ætíð litið á hann sem eina helztu skrautfjöður sína. Ekkert er um það hugsað að byggja upp þjálfaðan og samstilltan óperuflokk með markvissu starfi og verkefnavali við hæfi þeirra krafta, sem völ er á. I stað þess er hlaupið stefnulaust úr einu í annað, en treyst á erlenda listamenn og tízkuverkefni til að tryggja aðsókn. Sama handahófið einkennir vinnubrögð leikhússins á flestum sviðum. Það er því engin furða, þótt leiklistarlíf sé nú á tíu ára afmæli Þjóðleikhússins í meiri nið- urlægingu en nokkru sinni, síðan það tók
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.