Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Síða 9

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Síða 9
Matthías lohannessen talar við SVAVAR GUÐNASON: ,, Frjálst er í fjallasal“ I. Þegar ég heyrði Svavars Guðnasonar fyrst getið, var mér sagt að hann væri snakillur klessumálari. Ég vissi engin deili á manninum og hafði ekki séð verk hans, svo ég gat þar ekki um dæmt og lét málið liggja milli hluta. Klessumálari þótti mér allvirðulegur titill í þá daga og ekki laust við að svo sé enn. Svo liðu nokkur ár án þess ég fengi tæki- færi til að kynnast Svavari Guðnasyni. Ég hugsaði með mér, að það væri ekkert undar- legt, þó leiðir okkar lægju ekki saman, því ég hafði heyrt að hann væri mjög upptekinn við að segja sögur, já, allskonar sögur af kyn- legu fólki og einstæðum atburðum: Það er annars einkennilegt, hvað listmálurum þykir gaman að segja sögur, hugsaði ég með mér. Næst þegar Svavar Guðnason hélt sýningu í Listamannaskálanum, fór ég þangað ásamt Ólafi K. Magnússyni ljósmyndara. En þá eins og stundum endranær var samvizkan ekki í sem beztu lagi, því förin var eiginlega farin í því skyni að stríða lesendum Morgunblaðs- ins svolítið með því að birta mynd eftir þann erkióvin íslenzkrar menningar, Svavar Guðna- son. Þegar við gengum inn í Listamannaskál- ann, stóð Svavar á miðju gólfi — og var að segja sögur. Við heilsuðum, gengum síðan um salinn til að velja mynd. Ég sá að Svavar gaut hornauga til okkar og var augsýnilega ekki um þessa óvæntu innrás íhaldsins. Ég lieyrði að hann rak í vörðurnar í miðri frá- sögn, svo fór hann að pata út í loftið og gekk loks díróið til okkar og síðan í kringum okkur eins og silungur, sem langar í beituna en þorir ekki: — Hvað var það fyrir ykkur, drengir? spurði hann svo allt í einu með slíkri festu í röddinni að engum gat blandazt hugur um, hver þar réð húsum. — Ja, við ætluðum bara að fá mynd í Morgunblaðið af einhverju málverki, sagði ég- Hann sagði ekkert, en horfði á okkur og hefur fundizt við heldur kothrófslegir, þar sem við stóðum fyrir framan eina myndina, óboðnir gestir og alls ekki vel séðir að auki. Svo hreytti hann út úr sér: — Það hafa ekki birzt myndir af mínum málverkum í Morgunblaðinu hingað til, sagði hann og ætlaði að ganga inn í hópinn aftur og halda áfram sögu sinni: — Hvaða mynd viltu helzt birta í Morgun- blaðinu? spurði ég og beit á neðri vör. — Ég geri ekki ráð fyrir, að Morgunblaðið vilji birta mynd eftir mig. Það fauk í mig og ég sagði upp á blaða- mannsvísu: — Vertu ekki með þessa helvítis tjöru, af hvaða málverki viltu fá mynd? Það færðist bros yfir andlit Svavars Guðna- sonar og hann fór að líta í kringum sig og athuga myndirnar. Svo gekk hann að einni og sagði: — Ja, er þessi ekki ágæt, ætli hún sé ekki nógu góð í Morgunblaðið? Svo þurrkaði hann sér á enninu og fór með mig til Ástu konu sinnar og kynnti mig hátíð- lega fyrir henni með svofelldum orðum: — Hún var þín barnapía, þegar þú varst á fyrsta ári, forpestandi margar bleyjur á dag. Eftir þessa uppljóstrun vorum við Svavar sáttir að kalla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.