Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Síða 15

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Síða 15
JRJÁLST ER í FJALLASAL" 147 Svo eru þeir líka kaldir og bjartir. Og þarna er mikið af grunnum vötnum, affallar allskonar og vætlandi á leirum. Jöklarnir skila ekki að- eins vatni heldur bera líka fram leir og aur. Milli þessara hvítu og björtu jökla og þessa grunna vatns, sem er svo grunnt að það þarf að vera býsna hvasst til að það gárist, því þær eru eiginlega bara rök soppa þessar leirur, já, þarna á milli þessara vatna og þess- ara affalla og flóa er meira endurskin sólar- ljóss en annars staðar, sem ég þekki til. Bæði vatnið og jökullinn endurkasta geislunum milli sín og þarna verður bjartari og lýriskari stemning en alls staðar annar staðar á jörð- inni: „Ó, Hornafjörður þín liátign skín sem háleitra vonabjarma blik, þín fegurð er hrein sem flekklaust lín . . .“ kvað Þorbergur í Hólum, en hinn Sobbegginn afi sagði eitthvað á þessa leið: Elskulega Suðursveit, geturðu nokkurn tíma fyrirgefið mér að hafa fallið með þessari konu í kirkjugarði í Reykjavík? Af þessum sökum fannst mér svo dökkt og þungt hér á ásunum og lyngmóunum við Reykjavík, þegar ég kom hingað fyrst, en nú er ég farinn að kunna betur við mig og held bara að hér sé helvíti fallegt. — Birtan í Hornafirði hefur þá haft mikil áhrif á myndirnar þínar. — Já, enginn vafi. Hún hefur mótað mína litasjón. — En fjöllin? — Þau eru björt og hvöss eins og greinds manns tunga. Mér líkaði þau vel og við urð- um miklir mátar. En stundum fannst mér þau rísa upp á skottleggina og vaða á mig og inn í mig og skilja þar eitthvað eftir, ég veit ekki hvað. Þetta er einhver óafvituð reynsla. En þarna eru þau og hjá því verður ekki komizt. Það er eins með litina, maður fær þá gratís. Þeir eru fyrsti veruleiki umhverfisins, þessa umhverfis sem er manns heimur til góðs eða ills. Svona er nú þetta, góði, það er erfitt þetta líf, sagði karlinn. — Það er sagt það sé einhver ljóðrænn tónn í myndunum þínum og hægt að rekja hann til fyrstu myndanna. Finnst þér það rétt, Svavar? —- Já, það er vafalaust rétt. Finnst þér það líka? — Ja. — Það gleður mig, því hugmyndir, sem maður gerir sér upp sjálfur um sitt starf geta verið mjög hæpnar. Jú, það er einhver Ijóðrænn óskadraumur í þessum myndum, ég held það þurfi áræði að mála eigin draum, en auðveldara eftir því sem hann er fallegri og siðlegri. Ég vona eðli míns óskadraums sé fallegt og rómantískt. Sjáðu „haustskógarsin- fóninn“ frá 1945 . . . laufið eldað við haust- geisla. — Og hvað er svo þessi draumur? — Ætli hann sé nokkur skapaður hlutur nema svo sem eins og viljinn liests eða dyn kattar. Mann dreymir bara af því maður er ekki alveg dauður. Líklega dreymir dauða menn ekki. Ég get ímyndað mér að þessir draumar væru að miklu leyti reflexar frá umhverfinu, sem maður hugsar um og lifir í og verður kannski sjálfur árangurinn af. Þær höfðu svo sem nógu mikil áhrif á mann í gamla daga hégiljurnar og hjátrúin austur á Hornafirði, svo ekki sé talað um myrk- hræðsluna. Ó-jú, það var alveg nóg af svona lekkrum hlutum fyrir austan. Það komu sjaldan bjarndýr, en ég heyrði talað um baul- hveli. En draumurinn, sem við vorum að tala um áðan, ætli hann sé ekki einskonar lífs- neisti? Hann má vera eins ótrúlegur og vill, það fer auðvitað eftir ætt, upplagi og uppeldi hvers og eins. En hann er lífsóskin og því alveg nauðsynlegur. Ég fann að þetta tal var að renna út í sand- inn, eins og draumar gera oftastnær, og minnt- ist því aftur á fjöllin. Svavar sagði: — Fjöllin, já? Viltu tala meira um þau? Jæja, góði. Þegar ég elzt upp er lífið ólíkt fábrotnara en nú. Ég held náttúran hafi orkað miklu sterkar á okkur í þá daga, því við höfðum svo lítið að horfa á. Nú er Ungmennafélagið búið að setja upp bíó í bragga í Hornafirði og þar eru víst ekki sýnd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.