Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 20

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 20
152 HELGAFELL sagði svo: — Líklega segirðu þetta satt, Egg- ert. Og þarna stóð Eggert Stefánsson á miðju gólfi í kamelullarfrakka og hrósaði sigri yfir okkur hirium, sem átum á Heitt og kalt fyrir eina krónu frá Ólafi Friðrikssyni. Einhverju sinni mörgum árum síðar hitti ég Eggert á Austurvelli: Má ég bjóða þér í kaffi á Hressingarskál- anum, elsku vinur? spurði hann. Ég þakkaði fyrir og við fórum inn í skálann. Ég var nýkominn heim og spurði stúlkuna, hvort hægt væri að fá kleinur. Hún sneri upp á sig og ég hélt helzt ég hefði sært hennar kvenlega stolt með því að panta heimabak- aðar ærláfur, en þá segir Eggert: — Nú er allt upp á vöpplur og marmellaði á íslandi. Það er auðfundið, að þú hefur ekki verið hér lengi. Þegar við vorum búnir að drekka, löbb- uðum við út aftur og hvíldum okkur á ræfla- bekk á Austurvelli. Þá voru kosningar fram- undan, en við töluðum lítið um þær, þó segir Eggert: — Veiztu hvað þeir segja idjótarnir núna? Jú, þeir segja: í vor verða átök! Svo kvöddumst við þarna á Austurvelli og ég geng upp Laugaveg og hitti gamlan kunn- ingja minn. Hann stöðvar mig og segir: — Jæja, hvað segirðu frétta? Ég' svara: — Hvað segir þú frétta? Hann verður ógurlega íbygginn og ábúðar- mikill en segir svo: — Það verða átök í vor! Eggert Stefánsson er nefnilega sérfræðingur í íslenzkum lágskrílsanda. V. — Þegar maður var búinn að ná sér upp í Kaupmannahöfn og eignast dálítið nafn, hélt Svavar áfram, þá gerðist það sama og alltaf gerist: Það rísa upp einhverjar afbrýði- samar sneypur, sem reyna að halda rnanni niðri. En einhvern veginn tókst það nú ekki, þó gengi á- ýmsu. Auðvitað var þetta mikið taugastríð og svo kom styrjöldin ofan á allt saman og bætti ekki úr skák. Þá lenti ég í því að hilma yfir mann, sem hafði verið neyddur til að drepa vaktmann varksmiðju einnar, sem var sprengd í loft upp. Þá voru góðir dagar fyrir piparkerlingar. Einu sinni fylgdi ég íslenzkri kerlingu heim til sín. Það var myrkur en sæmilegt veður. Allt í einu er bíll stöðvaður skammt frá okkur og við sjáum menn hlaupa út úr honum. Það voru fangar, sem reyndu að strjúka. Þjóð- verjarnir upphófu mikla skothríð í áttina að okkur og ég heyrði kúlurnar hvína við höfuð- ið. En þá gerðist það sem merkilegast var — að kerlingin hljóp upp í fangið á mér og hló. Sigmund Freud mundi segja, að þarna lægi mjög undirokað rómantískt skot. Á þessum árum var ég boðinn í margar síð- degisveizlur, enda hafði ég um tíma lent í réttri inntrígu. Ég gerðist svo frægur eitt sinn að sitja veizlu, sem haldin var til heiðurs finnskum málara, sem þá hélt sýningu í Kaup- mannahöfn. Og sem ég sit þarna beint á móti manninum og er að éta mat minn af silfur- diski, sé ég allt í einu að hann hnígur fram á diskinn og er allur, þegar að er gáð. Hugs- aðu þér bara, hvað þetta líf er forgengilegt — að éta af silfurdiski og deyja ofan í hann. Menn borðuðu ekki af silfurdiskum í Skafta- fellssýslu í mínu ungdæmi. Það gerði a. m. k. luin gamla Guðrún í Holtaseli ekki, þegar ég var þar 12 ára gamall: Við vorurn eitt sinn á engjum tvö saman, við gamla Guðrún, en bóndi að sækja ljós- móður. Við vorum að borða og ræða saman og þá segi ég allt í einu: — Hvað ætli manni sé vorkunn að liafa lýsi út á trosið? Menn hafa að sögn étið skóbætur sínar í eina tíð. Ég hélt fólk hefði bara tekið svona til orða, en þá segir gamla Guðrún að hún muni þá tíð, þegar hún og systir hennar bökuðu skinn- snepla yfir eldi og nösluðu þetta í sig. Þá voru þær ungar stúlkur í vestursýslunni. Það datt ofan yfir mig að hafa talað svona gáleysis- lega í nærveru þessarar lífsreyndu konu. Hún kvaðst hafa verið niðursetningur, þegar hún var upp á sitt bezta: — Svo varð ég vinnu- kona hér á Mýrum, en þegar bóndinn, sem ég var hjá fékk orð um, að ég mundi sveit-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.